Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 34
Dansinn snýst um að gefa sig allan Reggie mun dansa FlexN-dans í opnunarverki Listahátíðar þann 21. maí ásamt fimmtán öðrum FlexN-dönsurum frá Brook- lyn og Manchester. Líkamlegar sjónhverfingar í bland við hæfileika FlexN-dansara til að sveigja kroppinn og beygja, á að því er virðist áreynslulausan hátt, tryggja víst að athygli áhorfandans er haldið fanginni frá fyrsta dansspori. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ég byrjaði mjög snemma að dansa og í upphafi voru Michael Jackson og James Brown mínar fyr-irmyndir,“ segir Reggie “Regg Rock” Grey, einn upphafsmanna FlexN dansins sem varð til í Brooklyn á síðasta áratug en tröllríður danslistasenu New York borgar og víðar um þessar mundir. Danshópur hans sýnir opn- unarsviðsverk Listahátíðar í ár. „Þegar ég flutti fjórtán ára frá Alabama til Brooklyn í New York uppgötvaði ég dancehall reggíið og elskaði strax allt við það. Og svo braust broke-up dansinn, sem kem- ur frá Jamaíka, út um allt Brook- lyn og allt í einu voru allir að dansa broke-up í Brooklyn. Þetta var ótrú- legur tími. Þetta var DANSINN og það voru allir að dansa alls staðar.“ „Árið 1999 fór ég með vini mín- um í Brooklyn sjónvarpið í Flexn þáttinn, sem var sá vinsælasti í Brooklyn. Við vorum þarna nokkr- ir dansarar úr sitthvoru hverfinu í Brooklyn og sáum að Broke-up stíl- inn var mjög ólíkur eftir hverfum. Okkar stíll, úr Flatbush hverfinu, var innblásinn af myndum eins og The Drunken Munk og Matrix. Eft- ir þáttinn urðum við nokkuð frægir í Brooklyn og fórum að vinna all- ar danskeppnirnar,“ segir Reggie og hlær, „vá maður, þetta var svo skemmtilegur tími. Við urðum svo vinsælir að allir krakkarnir í hverf- inu vildu taka upp stílinn okkar. Upp úr 2004 var svo farið að kalla þetta FlexN-stílinn.“ „FlexN snýst um að gefa sig allan. Og að segja sögur. Frá upphafi vor- um við að segja sögur með líkaman- um, og reyndum að gera það þannig að fólk tæki eftir. Núna í seinni tíð erum við farin að taka þessa tján- ingu og setja hana í stærra sam- hengi en okkur sjálf. Við erum að snerta á hlutum eins og misrétti og rasisma, líkt og við höfum séð í Ferguson. Maður er alltaf að heyra af einhverju og fólk talar og talar en við viljum setja þessar sögur á svið og fá fólk til að sjá hlutina í nýju ljósi.“ Reggie “Regg Rock” Grey byrjaði á því að dansa eins og Micheal Jackson en fann svo sinn eigin stíl í Brooklyn, FlexN. Í dag ferðast hann um heiminn með danshópinn sinn og opnar Listahátíð Reykjavíkur næstu helgi. Mynd | Hari Fjölmargir Íslendingar eiga minn- ingar um það að sökkva sér í ævintýri Svals og Vals, heimsku- pör Viggós viðutan eða hetjudáð- ir Tinna. Þó slíkar bækur rykfalli nú í hillum margra Íslendinga eru þær fjársjóður í augum teikni- myndasögusafnara hérlendis sem erlendis. „Ég hef safnað í 5-6 ár, en veit að margir teiknimyndasögusafnarar hafa verið í þessu miklu lengur en ég, jafnvel í áratugi,“ segir Rík- harður Sveinsson, en hann er einn þeirra sem safna íslenskum mynda- sögum. „Ég er að safna ýmsu öðru, póstsögu og ættfræðitengdu efni og ljóðabókum til dæmis, en byrjaði á þessu því ég ólst upp við þess- ar bækur og hef átt margar frá því ég var krakki. Svo á ég lítinn gutta sem er byrjaður að lesa og það ýtir undir mína áráttu.“ Ríkharður segir safnara helst leita eintaka á Facebook, Bland. is og nytjamörkuðum landsins þar sem ýmsir fjársjóðir geta leynst. Á Facebook-síðunni „Teiknimynda- sögur“ skiptast safnarar á bók- um eða selja þær og fara sjaldgæf eintök á mörg þúsund krónur til þeirra sem vita hvers virði þær eru. Sem dæmi fékk Ríkharður tilboð í Ástríkssafn sitt eins og það leggur sig upp á 150 þúsund krónur frá er- lendum safnara. Ríkharður hefur safnað að sér hverri einustu bók Svals og Vals, Viggós- og Ástríksbókanna, svo eitthvað sé nefnt. Hans aðaláhugi liggur þó hjá Tinna, en söfnunin stöðvast ekki við að eiga hverja ein- ustu bók: „Við erum nokkrir furðu- fuglar sem söfnum öllum útgáfum bókanna. Tinnabækurnar eru til dæmis 25 talsins en flestar voru gefnar út fjórum sinnum. Ef ég ætti allar útgáfur þeirra ætti ég um sjötíu Tinnabækur og engin þeirra væri eins,“ segir Ríkharður, en nú á hann 67 bækur af Tinna og í safnið vantar aðeins eina bók: Útgáfu ársins 1975 af Tinna og Eldflauga- stöðinni. | sgþ Á 67 Tinnabækur – samt ekki nóg Fjársjóðirnir felast í Viggó, Tinna og Lukku-Láka Ríkharð vantar aðeins eina bók til að fullkomna safn sitt af Tinnabókum, sem þegar er afar veglegt. Mynd | Rut Anna Sóley byrjar daginn á jóga og hugleiðslu sem veitir henni styrk út daginn. Anna Sóley Viðarsdóttir vaknaði með sólinni þennan morgun, líkt og flesta morgna síðan hún gerðist morgunhani. Jógadýnan er fyrsti áfangastaður dagsins, þar setur hún sig í stellingar stríðsmannsins og sólarhyllingar. „Ég stunda mjúkt jóga á morgnana og hugleiði í nokkrar mínútur. Þannig þykir mér best að byrja daginn og koma hausnum á réttan stað.“ „Stríðsmaðurinn veitir mér styrk og jarðtengingu á meðan sólarhyllingin tekur fagnandi á móti deginum. Með því að eiga þessa stund fer ég jákvæð og umburðarlynd inn í daginn og ef eitthvað bjátar á þá get ég alltaf leitað í jafnvægið.“ Það eru fjölmargir kostir sem fylgja þeim sjálfsaga að vakna snemma. Anna Sóley kemur ýmsu í verk fyrir vinnu, en það besta er að hún hefur tíma til þess að skríða aftur undir sæng í nokkrar mínútur. „Mér þykir afskaplega gott að leggjast aftur upp í rúm í andartak. Ég borða sjaldnast morgunmat heldur fæ mér kaffi og hef það notalegt, þá er ég reiðubúin í daginn.“ Morgunstundin Faðmar daginn með sólarhyllingu 34 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.