Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 „Engir tveir einstaklingar fara sömu leiðina.“ Sigga Birna hefur liðsinnt stórum hluta transbarna og ung- menna á landinu og þekkir þau sem stíga fram í Fréttatímanum í dag. „Transbörn á Íslandi eru fjölmörg, þó tölurnar séu eitthvað á reiki. En því fleiri unglinga sem ég hitti, því betur átta ég mig á því hvað þau eiga margt sameiginlegt í uppvextinum. Ég hitti auðvitað líka krakka sem koma mér á óvart, en það er sam- hljómur í mörgu.“ Sigga Birna fullyrðir að það sé miklu auðveldara að ala upp trans- barn í dag en fyrir tíu árum. Skiln- ingurinn og þekkingin er meiri nú en var og auðveldara er fyrir aðstand- endur að sækja sér upplýsingar. „Fyr- ir áratug var engan stuðning að fá og fólk vissi svo sem ekki hvert það gat leitað. Við í Samtökunum ‘78 vorum ekki komin á þann stað að við réð- um við svona mál. En í dag gerum við það. Nú finnst okkur mik- ilvægt að hlustað sé vel á börnin og þeim leyft að vera þau sjálf, svo hugs- unum og tilfinningum þeirra sé ekki afneitað.“ Sigga Birna segir það sé mjög misjafnt hvernig börn tjá kyn sitt. „Sum koma fram með þetta snemma, og sýna staðfestu frá því þau eru mjög ung, jafnvel tveggja til þriggja ára. Þau sem halda áfram að tjá kyn sitt frá svona ungum aldri, til kannski sjö ára aldurs, eru í flest- um tilfellum transbörn. Svo er annar hópur ungmenna sem tjáir ekki rétt kyn sitt fyrr en þau eru orðin eldri. Sumir vita hreinlega ekki hvað það Samtökin ‘78 veita stuðning Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78, segir hvorki geðlækna né sérfræðinga geta skorið alveg úr um hvort börn eru trans. Það verði aðallega hlusta á barnið. Hvað geta börn og aðstandendur gert • Samtökin ‘78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir hinseginfólk, aðstandendur og fag- fólk. Fullur trúnaður gildir um ráðgjöfina. Sjá samtokin78.is • Aðstandendur transfólks hittist síðasta miðvikudag í mánuði, í húsnæði Sam- takanna ‘78 á Suðurgötu 3. Áhugsamir hafið samband við Siggu Birnu Valsdóttur sbvalsdottir@gmail.com • Stuðningsfundir fyrir transungmenni á aldrinum 14-18 ára eru haldnir einu sinni í mánuði hjá Samtökunum ‘78. • Trans Ísland er félag transgender einstak- linga á Íslandi sjá: trans.samtokin78.is og facebook.com/transisland • Í sumar eru Samtökin ‘78 með kynfrjálsar sumarbúðir fyrir trans, intersex og kynsegin fólk á aldrinum 15 til 30 ára er að vera trans fyrr en þau rekast á upplýsingar um það á netinu. Það gerist stundum að fólk finni þá að lýsingarnar eigi við það sjálft. Sum hafa ekki getað sett orð á þetta fyrr en þau eru orðin unglingar. Þau geta átt það sameigin- legt að hafa verið á skjön í hópum, verið mjög leit- andi og ekki alveg fund- ið sig. Sumir hafa átt við félagslega erfiðleika að stríða og jafnvel kvíða og þunglyndi. Sjálfsskaði og átraskanir eru því miður al- geng meðal transunglinga, sem finnst erfitt að takast á við líkamlegar breytingar sem fylgja kynþroska.“ En Sigga Birna segir að í Samtök- unum ‘78 séu öflugir stuðningshópar bæði fyrir transfólk og aðstandend- ur. Þangað sé hægt að sækja ókeypis ráðgjöf og nálgast alls konar upplýs- ingar. www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala María K. Jónsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Þetta hefur aldrei verið ströggl hjá mér,“ segir Lára í dyragættinni á heimili sínu þegar Fréttatímann ber að garði. „Ég hef eiginlega alltaf vitað að ég er stelpa.“ „Það urðu miklar breytingar hjá mér eftir að ég fór í sumarbúðir til New York í fyrra. Á þeim tíma var ég mikið að horfa á Youtube-víd- eó um líf transkvenna eins og Gigi Gorgeous og Princess Joules. Þegar ég sá þessi vídeó þá gerðist eitt- hvað og ég hugsaði að í raun væri ég svona eins og þær. Ég vissi hins vegar ekkert hvað ég átti að gera. Ég var rosalega stressuð yfir þessu en ákvað, einu sinni þegar við mamma vorum tvær einar í bíl á planinu fyrir utan Krónuna, að segja henni frá þessu. Pabbi hafði hlaupið inn í búðina og ég notaði tækifæri á meðan og sagði við hana: „hey, ég er trans.“ Mamma sagði bara ókei og svo þögðum við það sem eftir var af bíltúrnum.“ Heidi Didriksen, móðir Láru, hlær og gengst við þessari lýsingu. „Innst inni vissi ég að það væri eitt- hvað að gerast. Það eina sem ég hafði í huga var að barninu mínu liði vel í sínu skinni. Fyrir okkur og okkar nánasta umhverfi hefur þetta ekki verið neitt mál. Hún hef- ur alltaf fengið að leika sér eins og henni sýnist og hefur alltaf laðast að kjólum og prinsessudóti. Hún var óð í skó og töskur og sem lítið barn klæddi hún sig upp í kjóla, gekk ofan á borðstofuborðinu og speglaði sig í glerskápunum. Hún átti fullt af vinkonum og var oftast bara boðið í stelpuafmælin í bekknum. En þó hún hafi alltaf fengið að vera eins og hún vildi vera, þá áttuðum við okkur líka á því að heimurinn get- ur verið grimmur. Hún þarf bara að finna það sjálf,“ segir Heidi. Lára gekk í Hólabrekkuskóla og þegar unglingsárin færðust yfir varð hún, að sögn þeirra mæðgna, fyrir miklu einelti. „Það gekk allt vel þangað til ég byrjaði í áttunda bekk. Þá snerust krakkarnir gegn mér og mér var meira að segja hót- að að ég yrði lamin. Kennarinn tók þátt í þessu og mér leið ekki vel. Í ní- unda bekk fór ég í Réttarholtsskóla og fann hvernig allt breyttist. Þar eru krakkarnir miklu opnari og mér var rosalega vel tekið.“ Þær segja að það hafi hjálpað Láru mikið að á þessum tíma var hún komin út sem stelpa. Heidi segir Láru vera einstaklega sterka manneskju sem lætur ekki bugast þó á móti blási. Hún hafi sjálf óskað eftir því við kennara í skólan- um, að fá að halda fyrirlestur um einelti og lýsa sinni upplifun fyrir krökkunum. Þar að auki hafi hún markað sér sterka stöðu í félags- lífinu fyrir að vera góð að syngja. Lára hefur tvisvar sinnum tekið þátt í söngkeppni Samfés og lent í öðru og þriðja sæti. „Hún söng sig bara í gegnum erfiðleikana. Það hefur styrkt hana mjög mikið. Ég fann líka rosalega mikinn mun á henni eftir að hún byrjaði í nýjum skóla. Hún varð hamingjusamari og sjálfsöruggari. Hún var líka heppin að komast fljótt í viðtöl hjá BUGL og Samtökunum ‘78 og skömmu eft- ir að hún sagði okkur fjölskyldunni frá þessu var hún farin að fá lækn- ishjálp til að geta lifað eins og hún vill.“ „Nú er ég að æfa mig í að beita röddinni rétt,“ segir Lára. Og bæt- ir því við að hún hafi líka þurft að læra að mála sig og leika sér með útlitið. „Og það er algjört frelsi að fá að klæða sig í falleg föt alla daga.“ Ekki hægt að brjóta mig niður Lára Didriksen er fimmtán ára og opinberaði sig sem stelpu í september í fyrra. Þó hún hafi á tímabili orðið fyrir einelti í skóla þá rís hún alltaf upp aftur. Hún segir ferðalagið frelsandi ævintýri og sér engar hindranir á veginum. Lára Didriksen hefur alltaf vitað að hún er stelpa. Mynd | Rut Það gekk allt vel þangað til ég byrjaði í áttunda bekk. Þá sner- ust krakkarnir gegn mér og mér var meira að segja hótað að ég yrði lamin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.