Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 14.05.2016, Side 14

Fréttatíminn - 14.05.2016, Side 14
Okkur tókst ekki að fokka systeminu Í spjalli við Halldóru Geir- harðsdóttur um endurkomu Risaeðlunnar ber ýmislegt á góma. Ofbeldi, sköpunar- kraftur, hlutgerðar og kantskornar konur og svo „fokking ‘68 kynslóðin“ sem neitar að afhenda máttinn til arfbera sinna. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Okkur Möggu Stínu finnst al- veg rosalega fyndið að lesa þessa texta í dag. Við erum eiginlega í sjokki,“ segir Halldóra Geirharðs- dóttir, leikkona, leikstjóri og saxó- fónleikari með meiru aðspurð um texta Risaeðlunnar en svo hefst til að mynda lagið Von; Mig langaði að drepa hann en hann var uppi í sveit. Og í enskri þýðingu; I wanted to kill him but he was out of date, squeese his life out, stab him like a goat. He was a beambeam, I was getting hot. Always on a bicycle, I think his name was Matthew! Lengi að fatta ójafnréttið „Það er reiði, ofbeldi og húmor í nærri öllum textunum en fullkom- ið meðvitundarleysi um hvaðan það kemur. Ég held að þegar það er svona mikið ofbeldi í texta þá sé maður að reyna að búa sér til pláss, andrými til að vera til. En við vor- um alls ekki meðvitaðar um það þá, þetta var í undirmeðvitundinni. Við erum afsprengi ‘68 kynslóðarinn- ar og héldum í alvöru að það væri komið jafnrétti. Þegar við vorum að spila þá trúðum við því einlæglega að við værum öll jöfn því við höfð- um alveg nóg pláss í hljómsveitinni. Það var þegar við svo stigum út á vinnumarkaðinn sem þetta fór allt að koma betur í ljós. Allt í einu voru vinum okkar boðin hærri laun en okkur og það var komið öðruvísi fram við þá. Ég var einstæð móð- ir en þeir voru „fyrirvinnur”, seg- ir Halldóra og bætir því við að það hafi tekið hana langan tíma að fatta þetta. „Eiginlega ógeðslega langan tíma. Ég fattaði þetta þegar ég var rúmlega þrítug og ég varð gáttuð, ég bara trúði þessu ekki." Hlutgerðar og kantskornar Halldóra og Magga Stína eiga báðar dætur á þrítugsaldri og segir Hall- dóra frábært að fylgjast með þeim átta sig á hlutum sem þær sjálfar voru svo grandalausar um. „Munur- inn á þeim og okkur er að þær vita að það er ekki jafnrétti. Þær eru svo miklu meðvitaðri um stöðu sína og tengdari við undirvitund sína. Þegar dætur okkar eru í Free the nipple og Druslugöngunni þá segjumst við ekki vera búnar að þessu fyrir þær heldur spyrjum við okkur af hverju þær hafa ennþá þörf fyrir þetta. Við vorum úr að ofan í sundi og okkur fannst bara asnalegt að fara ekki úr að ofan. En svo kom klámið og konur voru hlutgerðar og kantskornar. Það kom bakslag og við vorum granda- lausar,“ segir Halldóra og minnist þess þegar súlustaðirnir komu fyrst til Íslands. „Mér fannst þeir bara áhugaverðir því mín kynslóð hafði engar forsendur til að átta sig á því hvað væri mansal. Við hugsuðum ekki um öll lögin sem liggja undir. Ekki halda því nokkurn tíma fram að þín kynslóð sé með þetta. Aldrei. Það hlýtur alltaf að vera eitt lag í viðbót því það er bara eðli heims- ins. En að sama skapi segi ég að kyn- slóðin fyrir ofan mig kenndi mér allt sem ég kann. Ég er ekki hálfviti. En við verðum að afhenda máttinn til næstu kynslóðar. Það gerir þú ekki með því að slá á fingurna á þeim og segja þeim að þau séu hálfvitar, eins og fokking ‘68 kynslóðin er að gera í dag.“ Fokk the system „Mér finnst svakalega áhugavert að skoða kynslóðirnar og hvernig við afhendum máttinn okkar áfram. Nú er ég að verða fimmtug og í fyrra leikstýrði ég farsa og það var rosa gaman. En leikstjóra af kynslóðinni fyrir ofan mig fannst hann knúinn til að segja mér að maður skyldi nú ekki halda að maður gæti bara leikstýrt þó maður væri menntað- ur leikari. Samt fór meiri hluti hans kynslóðar ekki í leikstjóranám, og þarna var ég búin að vera útskrifað- ur leikari í tuttugu ár. Stundum líð- ur mér eins öll okkar vinna, minnar kynslóðar, hafi farið í að láta kyn- slóðina fyrir ofan okkur vita að við bærum virðingu fyrir þeim. Af- hverju eru þau svona hrædd um að við berum ekki virðingu fyrir þeim og þeirra verkum? Við settum þá plötu ekki á fóninn, þau settu hana sjálf á! Þau hafa aldrei afhent okkur völdin,“ segir Halldóra og grínast með að hún sé uppfull af samsær- iskenningum þessa dagana, annað sé varla hægt. „Við erum af fokk the system-kynslóðinni en samt hefur okkur ekki tekist að ýta eldri kyn- slóðinni frá, samanber Davíð og Óla. Þeir bara ætla ekki að afhenda næstu kynslóð völdin. Það er eitt- hvað mikið að þessari kynslóð fyrir ofan okkur. Og ég er sannfærð um að jafnaldrar mínir, Sigmundur og Bjarni Ben, séu brúður hennar.“ Spila ekki í fimmtugsafmælum Ætlar Risaeðlan þá að fara að fokka í systeminu? „Nei,“ segir Halldóra og hlær. „Það sem við ætlum að gera er upprifjun, ekki hreyfiafl. Þetta er pínku eins og að fara í tímavél og átta sig á úr hverju við erum búin til og hvaðan við komum. Horfa á það og skilja það á öðrum stað, sem fullorðið fólk. Risaeðlan byggðist alltaf upp á frumsköpun og við gætum aldrei þrifist öðruvísi. Nú vilja allir fá okk- ur til að spila í fimmtugsafmælum en það er algjörlega andstætt eðli okk- ar, við gætum það ekki. Við myndum deyja í höndunum á sjálfum okkur ef við byrjuðum að spila þetta prógram aftur og aftur. Við tókum boðinu um að vera með á Aldrei fór ég suður og af því að við vorum búin að leggja það á okkur að rifja þetta allt upp þá ákváðum við að hafa eina tónleika í bænum. Fyrir fokk the system kyn- slóðina...sem tókst ekki að fokka í systeminu.“ Risaeðlan hætti fyrir tuttugu árum síðan en ákvað að æfa upp gamla prógrammið eftir gott boð um að spila á Aldrei fór ég suður í vetur. Hún verður með tónleika í Gamla Bíói þann 19. maí næstkom- andi. Við erum af Fokk the system-kyn- slóðinni en samt hefur okkur ekki tek- ist að ýta eldri kynslóðinni frá, samanber Davíð og Óla. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fið- luleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxó- fónleikara, Ívari Bongó Ragnars- syni bassaleikara, Þórarni Kristjáns- syni trommara og Sigurði Guðmunds- syni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gaf þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleik- ar þeirrar plötu að eiginlegum lokatón- leikum sveitarinnar. 14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.