Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 1
Fjórtán ára ungling-
ur sem vann sleitu-
laust í átta mánuði
réðst á yfirmanninn
sem neitaði að
borga honum
laun
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Hæstiréttur Íslands samþykkti
í vikunni að framselja tæplega
tvítugan pilt til Finnlands sem
mátti líklega þola vinnumansal
þegar hann var fjórtán ára gam-
all þar í landi. Bilal Fathi Tamimi
kom til Íslands árið 2012 þegar
hann var fimmtán ára gamall
en þá flúði hann glæpamenn
í Finnlandi sem höfðu not-
að hann til þess að vinna í
erfiðisvinnu í marga
mánuði án þess að
greiða honum fyrir
vinnuna. Fjórtán
ára gamall vann
hann við að rífa
í sundur bíla.
Hann fékk aldrei
neina frídaga.
„Hann átti mig eins og þræl,“
segir Bilal Fathi sem býr í Kópa-
vogi með íslenskri kærustu sinni,
Kolgrímu Gestsdóttur.
Bilal flúði frá Marokkó þegar
hann var fjórtán ára gamall, en
þar hafði hann alist meira eða
minna upp á götunni. Þegar hann
kom til Finnlands komst hann
í kynni við samlanda sinn sem
notaði hann til þess að vinna fyrir
sig í tæpt ár. Að lokum réðst Bilal
ásamt öðrum manni á vinnuveit-
andann þegar hann krafðist þess
að fá greitt fyrir vinnu sína.
Nú, fjórum árum síðar, sam-
þykkti Hæstiréttur Íslands að
framselja Bilal til Finnlands vegna
ásakananna. Athygli hefur vakið
að Bilal var nýorðinn fimmtán ára
gamall þegar hann átti að hafa
ráðist á manninn.
Bilal flúði að loku vinnumansal-
ið til Íslands en hann kom hingað
til lands fimmtán ára. Í fyrstu
mátti hann þola fangelsisvist í níu
daga áður en honum var sleppt
og komið í umsjá barnaverndar-
yfirvalda. Bilal segir í viðtali
við Fréttatímann að hann hafi
viljað mennta sig en hann hefur
sótt sér nám hér á landi og talar
reiprennandi íslensku.
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
22. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 20.05.2016
Átti mig eins og þræl
Rúrí í Panamaskjölunum
Fannbergsfjölskyldan
með erfðaféð á Tortóla
Tvisvar lent
í vopnuðu ráni
Lífsreynslusaga
Aaron C. Bullion
Nútímajóga
sprottið frá
Müller
Ferðasaga
leikfimiæfinga
til Indlands
og til baka
Allt annað blað
Jákvætt að þorpið breytist í borg
Íbúarnir elska sinn miðbæ
MELLUBÖND
AFTUR KOMIN
Í TÍSKU
SYNIRNIR VILJA
ALLTAF VERA Í
SUNDI
SKÓGARJÓGA
Í MIÐRI
REYKJAVÍK
ANDI TJÖRUHÚSSINS FLUTTUR TIL REYKJAVÍKUR 30
NÝR RITSTJÓRI
MEÐ SON
SINN Í VINNU
FÖSTUDAGUR
20.05.16
ANNA
FRÍÐA
Hentugar
göngur fyrir
byrjendur
Á NETINU
ALLAN
SÓLAR-
HRINGINN
KRINGLUNNI ISTORE.IS
Viðurkenndur endursöluaðiliDJI vörurnar fást í iStore
Inspire 1 v2.0
OSMO
Phantom 4
Það þarf einbeittan
vilja til að stunda
hjólabretti
er ástríða
Eigendur
taka stærri
sneið af
kökunni
Launþegar
sitja eftir24
42
4
22
30
10
Bilal Fathi lenti í klóm misyndismanna þegar hann var fjórtán ára gamall.
Nú er hann sakaður um líkamsárás gegn manni sem hagnýtti starfskrafta sína.
Mynd | Rut
Flúði vinnumansal
en framseldur til baka
Viðtal við
Bilal Fathi
Tamimi
14