Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 38
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Eydís er nemi við heim-speki í Háskóla Íslands, ljóðskáld og oddviti Röskvu. Í fyrra gaf hún út ljóðabókina Tíst og bast sem sat á metsölu- lista yfir íslenskar ljóðabækur. Fyrir tæpu ári kom Eydís sér fyrir á stúd- entagörðunum og segist kunna vel við sig í litla rýminu. „Ég get ímynd- að mér að kaupa litla íbúð í framtíð- inni. Kynslóðin á undan okkur sótti í stóra húsið, trampólínið, grillið og garðinn. Fyrir mína parta er meira gildi í því að vera í nálægð við góð- ar samgöngur og geta rölt í skólann. Að geta stokkið út í rauðvínsglas með vinkonunum og þurfa ekki að taka taxa heim úr bænum, það er geggjað.“ Framan af var aðeins dýna, eld- húsborð og sófi í íbúðinni hjá Ey- dísi. Með þolinmæðina að vopni var vandað er til verka þegar kom að húsgagnakaupum. „Ég vildi ekki afgreiða málið með því að spreða hundrað þúsund krónum í Ikea og fylla íbúðina af dóti. Ég kaupi held- ur einn hlut í einu og virkilega pæli í virði hans. Sófaborðið fann ég á bland.is eftir mikla leit og nátt- borðið í Portinu á Nýbýlavegi. Þetta eru allt hlutir sem ég get ímyndað mér að flytja í næsta bú.“ Það eru nokkrir gallar sem ber á góma, en enginn bakaraofn er í eldhúsinu. „Það takmarkar elda- mennskuna að hafa ekki ofn, ég elska líka að baka. Mig dreymir einnig um parket á gólfið og líð- ur stundum eins og ég búi á lager með þennan dúk á gólfinu. Öðru er ekki að kvarta yfir, ég hef þessa fínu geymslu sem nýtist sem lager undir ljóðabækurnar mínar. Rúmgott bað- herbergi og rýmið almennt nýtist mjög vel.“ Sérstakur Facebook hópur er starfræktur fyrir háskólanemana í blokkinni, smá kommúnu fílingur líkt og Eydís kallar það. „Í hópnum hjálpumst við nágrannarnir að. Um daginn vantaði mig sárlega edik og gat þá auglýst eftir því og sótt það í næstu íbúð. Síðan er bara ótrú- lega gaman að búa í nálægð við vini sína. Þegar einn er að þvo þvottinn í blokkinni á laugardagsmorgni er annar að koma heim af djamminu. Þetta er skrautlegt og skemmtilegt.“ Stúdentagarðarnir #3 Að geta stokkið út í rauðvínsglas með vinkonunum og þurfa ekki að taka taxa heim úr bænum, það er geggjað. Staðsetning framar en stærð Hvernig er best að nýta smáhýsi? Eydís Blöndal býr í 35 fermetra stúd- entagarði á Lindargötunni og er þriðji viðmælandi í myndaröðinni Stúd- entagarðarnir. Litið er inn til námsmanna og kannað hvernig ungt fólk nýtir rými með sniðugum og hagkvæmum lausnum, þar sem nægjusemi einkennir búskapinn. Leigumarkaðurinn er til umræðu og kynslóðin sem dreymir ekki um einbýlishúsið. Hringlaga hillan er úr Tiger, eldhúsborðið úr Ikea og sjá má ljósmynd af Vigdísi Finnbogadóttur hoppa í París. Myndir | Rut Eydís Blöndal býr á stúdentagörðunum og er sérstaklega ánægð með stað- setninguna, að geta rölt í skólann og skroppið út í drykk. Teppið í miðju stof- unnar er frá Túnis og gerir mikið fyrir íbúðina, en Eydís erfði það eftir föður sinn og sömuleiðis listaverkið ofan við sófann. Ekki allir tengja saman samtímatónlist og hæfileika- keppnir, en Jaðarber got hæfileikar ætlar að gera tilraun til þess. Verkið er hluti Listahátíðar í Reykja- vík og er Berglind María Tómasdóttir höfundur þess. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari er ein þriggja keppenda sem spreyta sig í keppninni í von um sigur. Hún segir samkeppnina mikla enda eigi þau öll erindi í keppnina þó bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Guðmund- ur Felixson verður kynnir kvöldsins og í dómnefnd verða þrír sérfræðingar: Atli Ingólfsson tónskáld, Halla Oddný fréttamaður og Elísabet Indra tónlistar- fræðingur. Tinna segir dómarana gáfaða, hvassa fag- menn: „Þau eru ekki alltaf sammála, höfum við tekið eftir á æfingum.“ Aðspurð hvort einhver dómaranna sé jafn harður og Bubbi Morthens segir hún þá í raun alla geta fallið undir þá skilgreiningu. Það stefnir því í líflegt kvöld sem stefnan er að verði að árlegum við- burði. Hver veit nema Jaðarber got hæfileikar verði fyrir fullum sal á Korputorgi áður en langt um líður? Þrír Bubbar í dómnefnd Jaðarber got hæfileikar Þau Atli Ingólfsson, Halla Oddný og Elísabet Indra munu dæma hver hefur mestu hæfileik- ana í samtímatónlist í Mengi á sunnudag. 38 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 Elskar þú að grilla? O-GRILL VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 Rekstrarvörur óska eftir að ráða sölumann til starfa. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki. Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á rekstrarvörum til fyrirtækja og stofnana, auk ráðgjafar í hreinlætismálum og þjónustu við viðskiptavini. Starfssvæði er Norðurland og Vestfirðir. Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til á starfssvæði og hafi búsetu á Norðurlandi Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum og vera með einhverja reynslu af sölustörfum. Æskilegt er að viðkomandi sé handlaginn og treysti sér til að þjónusta og sinna minniháttar viðhaldi á þeim búnaði sem RV selur, t.d. skömmturum og fleira. Vinnutími er almennt kl. 8:00-16:00 mánudaga til föstudaga. Leitað er að áhugasömum, ábyrgum, jákvæðum, sjálfstæðum og þjónustulunduðum aðila sem getur hafið störf fljótlega. Umsjón með ráðningu hefur Sigurlaug Þóra Kristjánsdóttir fræðslu-og starfsmannastjóri RV. Allar umsóknir ásamt ferilskrá með mynd skulu sendar á sigurlaug@rv.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknafrestur er til 27. maí 2016 Rekstrarvörur | Réttarhálsi 2 | 110 Reykjavík | sala@rv.is | 520 6666 Verslun RV er opin virka daga kl. 8 - 18 og laugardaga kl. 10 - 16 Sölumaður fyrir Rekstrarvörur á Norðurlandi og Vestfjörðum SLÁTTUVÉL, bensínvél 1,6kW, sláttubreidd 46cm 49.995kr. 53322805 - Alm.verð: 59.995kr HELGARTILBOÐ Ti lb oð ið g ild ir til 2 3. m aí .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.