Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 44
Gott að dilla
Amabadama og RVK
soundsystem leyfa reggí-
inu að óma í Bæjarbíói
á laugardagskvöldið. Í
kvöld, föstudag, stígur á stokk hin fær-
eyska Annika Hoydal úr hljómsveitinni
Harkaliðið sem naut vinsælda hérlendis í
lok sjöunda áratugar.
Gott að spila
Spilavinir standa fyrir
borðspilamarkaði á
laugardaginn frá klukk-
an 13. Nú er tækifær-
ið til að býtta, selja og
kaupa ný og notuð spil. Það verður heitt
á könnunni og góð stemning í húsnæði
Spilavina á Suðurlandsbraut 48.
Gott að versla
Á sunnudaginn ætla fjöl-
margar tískudrósir að selja
af sér spjarirnar í Iðnó á milli
klukkan 13-17. Gæða fatnað-
ur á lágu verði. Einnig verð-
ur Pop-up kaffihús, plötu-
snúður og tilboð á barnum.
GOTT
UM
HELGINA
Spurt er... Hver er
besta útihátíð
sumarsins?
TÓNLIST Í HEIMS-
GÆÐAFLOKKI
Ása Lind Finnbogadóttir
Það er hátíðin Extreme Chill – Undir
jökli sem haldin er á Snæfellsnesi.
Hátíðin er minni en margar, en þar
eru yfirleitt um 200-300 manns ár
hvert. Þar er alltaf gleði og vinaleg
stemning, svo ekki sé minnst á tón-
list í heimsgæðaflokki.
Tónlistarhátíðin Extreme Chill – Und-
ir Jökli verður haldin í Vík í Mýrdal
dagana 2.-3. júlí.
PÖNK FYRIR
NORÐAN
Jón Arnar Kristjánsson
Besta tónlistarhátíðin myndi vera
Norðanpaunk á Laugarbakka. Hún
er haldin um verslunarmanna-
helgina og þar er einfaldlega besta
tónlistin og besta „crowd-ið“.
Pönk- og þungarokkshátíðin
Norðanpaunk verður haldin á
Laugarbakka dagana 29.-31. júlí.
Þar koma fram Gnaw their tounges,
Severed, Sinmara, Abominor, Cold
Cell og fleiri.
GAMAN AÐ VERA
Á ÚTIHÁTÍÐ Í
REYKJAVÍK
Stella Björt Bergmann
Auðvitað Secret Solstice. Það er
ógeðslega gaman að vera á nýrri
útihátíð í Reykjavík sem er ólík öllu
sem er haldið úti á landi. Svo eru
stór bönd að spila. Ég er spenntust
að sjá Die Antwoord.
Secret Solstice-hátíðin verður haldin
í Laugardalnum í Reykjavík dagana
16.-19. júní.