Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 21
GRÆNMETI Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Hjá okkur finnur þú ferskustu ávextina og grænmetið hverju sinni. Til að tryggja það eigum við í samstarfi við íslenska úrvalsbændur. Við bjóðum hráefni í hæsta gæðaflokki hvort sem það er í nýkreistan safa eða ljúffengt salat í hádeginu og á kvöldin. Við tryggjum þér ferskleika, g æði og úrval. Verið velkomin í Fjarðarkaup Beint frá bónda • Ferskt grænmeti • Nýir ávextir • Mikið úrval VIÐ ERUM grænmetis- og OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is Sylwia Olszewska hefur búið á Íslandi frá árinu 2007 og vinnur sem markaðsfræðingur hjá Iceland Group. Katarzyna Maria Sosnowska flutti til Íslands árið 2011 og vinnur sem mark- aðsráðgjafi hjá Actavis. Þær halda utan um pop-up veitingastaðinn Polka Bistro, sem verður haldinn í tíunda sinn á morgun, laugardag. Mynd | Rut Katarzyna: „Það er ekki hægt að koma til Silwiu án þess að fá eitthvað gott að borða!“ Sylwia: „Ég lærði að elda af ömmu minni en ástríða mín fyr- ir bakstri byrjaði þegar ég bjó í London. Ég byrjaði að blogga og búa til uppskriftir og eftir að ég flutti til Íslands hef ég birt köku- uppskriftir á pólsku fréttasíðunni. Svo árið 2013 stofnuðum við Polka Bistro viðburð í sambandi við alþjóðlega pop-up veitingastaða- daginn og viðburðurinn á laugar- daginn verður sá tíundi. Fyrsti viðburðurinn sló í gegn og í hvert sinn hafa færri komist að en vilja. Í dag þekkja margir Polka Bistro brandið, örugglega allir Pólverjar hérna.“ Katarzyna: „Það kemur alls- konar fólk, ekki bara Pólverjar, heldur allir sem hafa áhuga á mat og samveru. Þess vegna er líka svo fáránlegt að það sé enginn pólskur veitingastaður hér. Á laugardaginn verðum við með ekta pólskan piknikk-mat, pylsur, kótilettur, salöt, pólsk gnoccchi og ýmislegt fyrir grænmetisætur líka. Hug- myndin er að koma fólki saman og kynna pólska menningu og gest- risni fyrir öllum sem hafa áhuga. Við eigum það sameiginlegt með Íslendingum að elska að grilla enda er það frábær leið til að eyða deginum saman.“ Sylwia: „Ég held að Pólverjar séu almennt mjög glaðir á Íslandi, en ég held að þeir sakni fyrst og fremst matarins. Það er svo mik- ið af ungum Pólverjum hér sem kunna ekkert að elda. Ég lærði allt af ömmu minni en af hverjum eiga þeir að læra? Allt sem við gerum í Polka Bistor er eins og ömmur okkar myndu gera og þess vegna er maturinn okkar svona góður.“ Næsti Polka Bistro viðburður verður í garðinum á Safni Einars Jónssonar við Eiríksgötu 3, á morgun, laugardaginn 21. maí frá klukkan 13 til 17. „Myndirnar mínar eru sviðsettar tilfinningar og í þeim er að finna drauma mína og þrár, en líka hræðslu og sorgir,“ segir finnska listakonan Susanna Majuri. Vigdís Gríms togaði til Íslands „Samband mitt við Ísland byrjaði þegar ég var fjórtán ára og las bókina Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég varð svo heilluð því mér leið eins og Ísbjörgu, sem flýr úr raunveruleikanum yfir í skáld- skapinn þegar hún lendir í erfiðleikum,“ seg- ir finnska listakonan Susanna Majuri sem gefur von bráðar út sína fyrstu ljósmynda- bók, Sense of Water. Bókin hefur mikla tengingu við Ísland því í flestum verka Susönnu birtist íslenskt landslag auk þess sem Vigdís Grímsdóttir skrifar í bókina og Ólafur Arnalds semur tónlist fyrir myndverk með bókinni. „Þegar ég svo loksins kom hingað í fyrsta sinn sem unglingur, ein með tjald, þá varð ég svo heilluð af landslaginu og fólkinu. Það má segja að samband mitt við Ísland hafi byrjað með skáldskap og þannig hefur það hald- ist því ég byrjaði að segja sögur með ljós- myndum í þessari fyrstu ferð minni,“ segir Susanna sem hefur ferðast fimmtán sinn- um til landsins síðan og tekið ógrynni ljós- mynda í ferðum sínum. Hún segir bókina í raun vera tilfinningalegt ferðalag þar sem vatn og landslag blandar saman táknrænum myndum sem endurspegla tilfinningar sem erfitt sé að færa í orð, eins og einmanaleika og hræðsluna við að missa sína nánustu. „Þetta er í fyrsta sinn sem myndirnar mínar er settar í samhengi við orð og það er ánægjulegt að Vigdís hafi viljað taka þátt í því. Því hún er upphafið að þessu öllu saman.“ | hh  Sjá ljósmyndasýningu á frettatiminn.is |21FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.