Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 28
Þótt leikskáldið Heiðar Sumarliða
son sé uppalinn í Garðabænum og
kona hans, Þorbjörg Daphne Hall,
kennari við LHÍ, sé úr Laugardaln
um kom ekki annað til greina í
þeirra huga en miðbæjarsvæðið
þegar þau keyptu sína fyrstu íbúð
fyrir fjórum árum. „Við skoðuðum
reyndar eina íbúð í Álfheimum,“
segir Heiðar og glottir. „En þá
vorum við líka orðin örvæntingar
full.“
Heppnin var með þeim og þau
keyptu fallega risíbúð við Þing
holtsstræti þar sem þau búa nú
ásamt tveggja ára dóttur sinni, Ás
laugu Elínu. Spurður hvers vegna
þau hafi sótt í miðbæinn segir
Heiðar ýmsar ástæður fyrir því.
„Konan mín vinnur hérna niðri á
Sölvhólsgötu, við áttum ekki bíl
þá, ég skrifa mikið á kaffihúsum
og akkúrat á þeim tímapunkti í lífi
okkar hentaði best að vera hér.“
Hann viðurkennir þó að með
tilkomu dótturinnar hafi komið
til umræðu að færa sig í Laugar
dalinn, en nú sé eiginlega búið að
slá þá hugmynd út af borðinu – í
bili að minnsta kosti. „Ég viður
kenni alveg að ég hefði sjálfur
ekki viljað alast upp í miðbænum,
hér er ekkert nema götur og hús,
þannig að þegar dóttirin eldist
býst ég við að við skoðum flutn
inga. Hér væri til dæmis ekki hægt
að hleypa henni einni út að leika
sér, hér er ekki mikið af leiksvæð
um og manni myndi bara ekkert
líða vel að vita af henni einni úti.
Það er líka svolítið undarleg tilf
inning að fara með hana í göngu
túra á laugardags eða sunnudags
morgnum og þurfa að passa það
allan tímann að hún stígi ekki á
glerbrot eða í ælupollana sem eru
hér um allar gangstéttir á þeim
tíma. En burtséð frá þeim minni
háttar óþægindum þá er bara frá
bært að búa hér.“
Heiðar hefur verið viðloðandi
miðbæinn frá því upp úr tvítugu
og segir það að geta farið allra
sinna ferða fótgangandi, nálægð
ina við kaffihúsin þar sem hann
situr löngum stundum og skrif
ar, mannlífið og orkuna í bænum
bæta upp fyrir öll óþægindi sem
þeim sem búa utan miðbæjarins
verður starsýnt á. „Breytingin er
helst sú, fyrir utan fjölgun fólksins
á götunum sem er dásamleg, að
ýmis þjónusta eins og símafyr
irtæki, líkamsræktarstöðvar og
bankar er horfin úr miðbænum og
bara eitt bíó eftir, en maður vegur
og metur kosti og galla og fyrir
leikskáld er valið á milli kaffihúsa
og banka auðvelt. Ekki get ég setið
og skrifað í einhverjum banka.“
Þótt Þingholtsstrætið sé hliðar
gata af Laugaveginum er hverfið
ótrúlega kyrrlátt og Heiðar segist
ekki hafa orðið var við neina trufl
un af umgangi ferðamanna. „Ég
var að reyna að rifja upp hvern
ig þetta var fyrir þessa túrista
sprengju og mig minnir nú að
miðbærinn hafi bara verið stein
dauður og mér finnst þetta líf sem
fylgir ferðamönnum í miðbænum
miklu skemmtilegra en að vera
með göturnar tómar og ekkert
nema sandinn fjúkandi í augun á
manni. Þannig að ég hef nákvæm
lega ekkert á móti túristavæð
ingunni. Auðvitað er svívirðilegt
hvað leiguverð hérna er orðið hátt,
ef við ættum ekki þessa íbúð og
þyrftum að leigja hefðum við ekki
efni á að búa hér. Ef þú ert lista
maður á leigumarkaði og vilt búa í
101 þá þarftu að vera mjög vel gift
ur, það er eina leiðin.“
Aðrir sem rætt var við nefndu
nálægð við bari og veitingahús
sem einn kost þess að búa í mið
bænum en Heiðar er ekki á sama
máli. „Það er engin attraksjón
fyrir mig, löngu hættur að nenna
á barina og verðlagið á veitinga
húsum er ekki hannað fyrir fátæka
listamenn þannig að maður slepp
ir því alveg að fara út að borða.
En það eru margir aðrir kostir
við að búa hérna og ég gæti ekki
hugsað mér að flytja lengra í burtu
en upp í Laugardal. Þaðan er til
tölulega stutt niður í bæ, þar er
líkamsræktarstöð og sundlaug og
á að fara að opna tvö ný kaffihús,
þannig að það væri kannski ekkert
hræðilegt.“
Bjartmar Þórðarson, leikari og
leikstjóri, býr á Grettisgötunni
með manni sínum, Snorra Sig
urðarsyni, og saman reka þeir
íbúðahótel fyrir ferðamenn í
sömu götu, en það hafa þeir gert
undanfarin fimm ár. Hann seg
ist vera borgarbarn af lífi og sál
og ekki geta hugsað sér að búa
annars staðar á Íslandi en í mið
bænum, enda hafi hann búið
þar meira og minna síðan hann
var unglingur að undanskildum
nokkrum árum sem hann var við
nám í London, sem ekki minnkaði
borgarástina.
„Það er allt þetta líf og fjöl
breytni sem heillar mig,“ segir
hann. „Hér iðar allt af fólki og
veitingahúsaflóran er orðin mjög
fjölbreytt og skemmtileg á síðustu
árum sem er mikil framför. Auð
vitað fylgja þessari þróun vaxtar
verkir, miðbærinn er að breytast
úr þorpi í borg, það ætla allir að
græða á túristunum og eins og svo
oft hjá okkur Íslendingum stökkva
allir í sama bátinn og kúldrast
þar þangað til hann er orðinn svo
hlaðinn að honum hvolfir. Það
gengur auðvitað ekki.“
Bjartmar segir að hér áður fyrr
hafi miðbærinn verið hálftóm
ur nema um helgar og því sé
aukið mannlíf af hinu góða. Það
þurfi hins vegar að huga betur að
innviðum ferðaþjónustunnar ef
ekki eigi illa að fara. „Það er ekki
næg heildarhugsun, það er tölu
verð afmennskun á ferðamönnum
í gangi á mörgum stöðum í ferða
þjónustunni. Eins og það sé nóg
að reisa fyrir þá fjölda hótela til að
sofa í, veitingahús til að borða í og
rétta þeim svo eins og einn lunda
í fangið og þá séu þeir hamingju
samir. Ferðamenn koma ekki til
ókunnra landa til að sjá kassalaga
hótelbyggingar og kaupa minja
gripi. Þeir vilja kynnast mannlíf
inu og menningunni, en á þá þætti
hefur svolítið gleymst að leggja
áherslu hérna. Við verðum að fara
að hugsa í víðara samhengi ef ekki
á illa að fara.“
Hugmyndir þeirra sem búa
annars staðar um lífið í miðbæn
um litast af því að þar búi engir
nema lattélepjandi listamenn sem
Heiðar Sumarliðason
Ekki sit ég og skrifa í banka
Bjartmar Þórðarson
Fjölbreytnin heillar
hangi á kaffihúsum daginn út og
inn og geri aldrei ærlegt hand
tak. Bjartmar hlær þegar þessi
hugmynd er viðruð og segir að í
fyrsta lagi sé latté algjörlega úti í
kuldanum hjá miðbæjarrottum,
nú drekki allir kaffi americano, og
í öðru lagi sé leitun að annarri eins
fjölbreytni í íbúasamsetningu og
finna megi í miðbænum. „Auðvit
að er hér mikið af listamönnum og
ungu fólki með stóra drauma, en
hér er líka mjög mikið af innflytj
endum, sem gjarna leggja á sig að
búa í minna húsnæði til að hafa
efni á að búa hér, fjölskyldufólk,
bankastarfsmenn og stjórnend
ur lítilla sprotafyrirtækja. Það er
mjög langt frá því að mannlífsflór
an hér sé einsleit.“
Spurður hvort nálægðin við
skemmtanalífið sé ekki eitt af
því sem laðar ungt fólk að mið
borginni jánkar Bjartmar því og
bendir á að fyrir þá sem stundi
það grimmt sé á sig leggjandi að
borga hærri leigu en annars staðar
þar sem á móti komi að fólk geti
gengið heim að loknu djammi og
spari því leigubílakostnað. „Ég
er reyndar hálfgerður uppgjaf
ardjammari og nenni lítið út nú
orðið, en þegar maður var yngri
þá var það óneitanlega mikill
kostur að geta gengið heim eftir
djamm. Núna er það þó fyrst og
fremst nálægðin við fjöldann allan
af góðum veitingahúsum með
alþjóðlegri matreiðslu, skemmti
leg kaffihús og bara sú nautn sem
felst í því að ganga um göturnar og
heyra fólk spjalla saman á mörg
um framandi tungumálum sem
gefur manni ánægju. Þess gæti ég
ekki hugsað mér að vera án og ég
sé það ekki fyrir mér að ég flytji
nokkurn tíma í úthverfi, þótt auð
vitað eigi maður aldrei að segja
aldrei.“
28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016