Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 23
líka með byssu og sá þriðji sá um
að enginn kæmi inn.“
„Opnaðu helvítis öryggishólf-
ið eða ég drep þig núna!“ öskr-
aði hann í eyrað á mér en ég gat
ekki opnað öryggishólfið því það
var tímastillt. Ég hélt að ég myndi
deyja þarna en það skrítna er að í
svona aðstæðum þá hugsar mað-
ur svo mikið á svo stuttum tíma.
Fyrsta hugsunin var sorg yfir því
að nú væri komið að dauðdaga
mínum. En svo fór ég að hugsa um
hvað það væri furðulegt að ég væri
að hugsa þetta rétt fyrir dauðdag-
ann og svo man ég hvernig það
helltist yfir mig hversu mikið órétt-
látt og ósanngjarnt það væri að
þessi maður ætlaði að drepa mig.
Að ég fengi ekki að klára háskól-
ann eða sjá kærustuna mína aftur,
að hann myndi fara í fangelsi en ég
yrði jarðaður.“
„Allt í einu rankaði ég við mér
í innbyggðri reiðinni og dró pen-
ingaskúffuna út og kastaði henni í
hann. Þetta voru ekki jafn miklir
peningar og í öryggishólfinu en
samt miklir peningar því þetta
hafði verið annasamur dagur.
Hann beygði sig niður og tróð öllu
í poka en ég var alveg handviss um
að hann myndi síðan drepa mig
því ég hefði örugglega reitt hann
til reiði. En þegar hann hafði tekið
allt upp úr gólfinu öskruðu hann
og ránsfélagar hans meira út í loft-
ið en hlupu svo út. Og allt í einu
var allt búið. Við vorum í algjöru
losti en við erum Bretar svo okkar
leið var að fara beint á næsta pöbb
og fá okkur bjór.“
„Ég fór til Suður-Frakklands
í frí eftir þetta en sagði svo upp
vinnunni. Það skrítna er samt að
nokkrum árum síðar lenti ég aftur
í vopnuðu ráni, í banka í London.
Ég var á leið í banka með kærust-
unni minni og þegar við gengum
inn tók ég eftir því að dyrnar, sem
vanalega opnast með takka og þar
sem eru alltaf verðir, voru opnar.
Þar sem ég er alltaf á varðbergi
eftir fyrri lífsreynsluna fannst mér
þetta undarlegt en gekk samt inn.
Um leið og við vorum komin upp
að gjaldkeranum brutust nokkr-
ir vopnaðir menn inn og fóru að
ógna okkur með byssum og ýttu
okkur svo til hliðar með byssu-
skeftinu. Þeir öskruðu á alla gjald-
kerana að afhenda peningana,
þetta var bankarán eins og þú sérð
í bíó. Í þetta skiptið varð ég mjög
reiður yfir því að þetta væri að ger-
ast. Stuttu síðar var þetta yfirstað-
ið og við sluppum ómeidd.“
„Ég myndi segja að þessar upp-
lifanir haft mikil áhrif á mig. Ég er
alltaf á varðbergi og mjög meðvit-
aður um það hversu varnarlaus
við erum gagnvart lífinu. Hvað
sem er getur komið fyrir okkur og
breytt, eða tekið, líf okkar á einni
sekúndu.“
ÚTSKRIFTARGJÖF
GÓÐ
Fyrsta hugsunin
var sorg yfir því að
nú væri komið að
dauðdaga mínum.
Aaron C. Bullion
|23FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016