Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 16
Sigurður sagði í grein að á viku- löngum fundi „í skrifstofuhúsnæði hér í borg“ á haust- mánuðum 2002 hafi verið lagt á ráðin um að koma Búnaðar- bankanum í hendur S-hópsins. Jóhann Hauksson ritstjorn@frettatiminn.is Fléttan á bak við einkavæðingu Búnaðarbankans og milljarðalán Landsbankans til kaupa S-hóps- ins á hlut ríkisins í bankanum er órannsökuð. Áhugi núverandi þing- meirihluta á því að rannsaka málið er enginn. Þann 7. nóv. 2012 samþykkti Al- þingi þingsályktunartillögu um þriggja manna nefnd sem falið yrði að rannsaka einkavæðingu bank- anna á síðasta áratug. Margir hafa talið – og telja enn – að þar hafi losnað úr læðingi kraftar sem sex árum síðar áttu eftir að kollsteypa íslenska þjóðfélaginu í hruninu árið 2008. Í ályktuninni segir meðal annars: „Nefndin fjalli um gerð og innihald samninga við kaupendur bank- anna, mat á eignum bankanna og að hve miklu leyti það samræmd- ist söluverði þeirra, efndir samn- inga og undanþágur frá ákvæðum þeirra, þ.m.t. afslætti frá kaupverði. Þá verði fjallað um eftirlit og ábyrgð með framfylgd samninganna.“ „Nefndin geri eftir atvikum ráð- stafanir til þess að hlutaðeigandi yf- irvöld fjalli um mál þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi...“ Um ljósfælna samninga Ekkert varð af rannsókn enda komst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til valda hálfu ári áður en skila átti skýrslu um einkavæðingu bankanna til Alþing- is. Það var ríkisstjórn sömu flokka og véluðu um sölu Landsbankans og Búnaðarbankans samkvæmt áratuga gamalli helmingaskipta- reglu. Hvað hefði rannsókn á einkavæð- ingu bankanna getað leitt í ljós? Hér verða aðeins nefnd fáein álitamál sem enn er allt á huldu um en rannsókn gæti varpað ljósi á. Skömmu eftir að ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur komst til valda ákvað hún veita almenn- ingi aðgang að gögnum fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu. Þar var eitt og annað forvitnilegt að finna eins og Sig- urður G. Guðjónsson lögfræðing- ur skrifaði m.a. um í grein haustið 2009. Í nefndina höfðu valist „sauð- tryggir og prúðir flokksgæðingar. Menn sem tryggt var að hefðu enga sjálfstæða skoðun á einkavæðingu heldur fylgdu í blindni fyrirmæl- um leiðtogum flokka sinna,“ eins og Sigurður G. orðaði það. Svonefndur S-hópur, settur saman af Ólafi Ólafssyni (Samskip) og Þórólfi Gíslasyni (kaupfélags- stjóra á Sauðárkróki), gerði tilboð í Búnaðarbankann og hlaut náð oddvita stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar. Að þessum hópi kom Finn- ur Ingólfsson, sem þá var seðla- bankastjóri (2002). Sigurður G. hélt því fram haustið 2009 að Framsókn hafi vitað að Sigurður Einarsson, sem þá var forstjóri Kaupþings fjárfestingar- banka (og dæmdur var í Al-Thani málinu), hefði ekki mátt sjást með S-hópsmönnum meðan verið var að koma hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum í réttar hendur. Stafaði það meðal annars af mikilli spennu milli Davíðs Oddssonar og Sigurðar vegna átaka um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins nokkrum misserum áður. Leynifundur Sigurður G. upplýsir eftirfarandi: „Nokkru síðar skrifaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra [Framsóknarflokki] undir sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins. Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson óku brosandi á braut. Í Ármúlanum beið Sigurður Einarsson í Kaupþingi eftir því að taka Búnaðarbankann yfir á grund- velli samnings, sem dreginn hafði verið upp á vikulöngum leyndar- fundi haustið 2002 í skrifstofuhús- næði hér í borg.“ Sigurður getur um einkennilegt brotthvarf Finns Ingólfssonar úr Seðlabankanum. „Embætti seðla- bankastjóra sleppti Finnur sjálf- viljugur, sem er fátítt um embætt- ismenn á þeim bæ, á haustdögum 2002 til að gerast forstjóri VÍS hf., sem var hluti af S-hópnum.“ Reyndin varð sú að Búnaðar- bankanum var rennt inn í Kaupþing vorið 2003 aðeins fáeinum vikum eftir að nýir eigendur tóku við hon- um með samningi sem gerður var 16. janúar það sama ár. Svo öruggir voru menn með sig að sameinaður efnahagsreikningur Búnaðarbank- ans og Kaupþings var látinn gilda frá og með áramótum 2002/2003. Auðvelt er að sjá af framan- sögðu að S-hópurinn og nátengdir vildarmenn úr Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum voru löngu búnir að setja sig í stellingar og höfðu lagt vandlega á ráðin um kaupin á Búnaðarbankanum snemmvetrar 2002. Hér verður ekki rakinn dularfull- ur þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum og engum get- um er að því leitt hvort þar hafi ver- ið um refsiverða háttsemi að ræða eða brot á starfsskyldum í anda þess sem lesa má í samþykkt Alþing- is um rannsókn bankasölunnar. Þess í stað verður vikið að lántöku félaga sem stóðu að baki S-hópn- um; Ólafi, Þórólfi, Finni og fleirum. Stærsti kaupandinn var Egla (72%), VÍS (12,7%), Samvinnulífeyrissjóð- urinn (8,5%) og Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga (7,6%). Hringekja peninganna Upplýst hefur verið að samtals lán- aði Landsbankinn um 7 milljarða króna til kaupa á Búnaðarbankan- um á góðum kjörum (samsvarar 13 til 14 milljörðum króna í dag). Landsbankinn innheimti til að mynda engin lántökugjöld eins og Björn Jón Bragason, sagnfræðingur, segir frá í tímaritsgrein (Saga 2011). Um það leyti sem lánin voru veitt var Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, en Sig- urjón Þ. Árnason var ráðinn við hlið hans síðla árs 2003. Formað- ur bankaráðs Landsbankans var framsóknarmaðurinn Helgi S. Guð- mundsson og varaformaður ráðsins var Kjartan Gunnarsson, þá fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að þessir þrír menn Landsbankans báru mesta ábyrgð á milljarðalánunum til S-hópsins vegna kaupa á Búnaðarbankanum. Helgi S., sem lést fyrir um þrem- ur árum, var handgenginn Finni Ingólfssyni og innvígður í fjár- málafléttur Framsóknarflokksins og S-hópsins. Listin að græða stórfé Á þessum tíma stofnaði Helgi S. einkahlutafélagið Vogás. Eftir að salan á Búnaðarbankanum var um garð gengin í janúar 2003 tók félag- ið 200 milljóna króna lán hjá Kaup- þingi. Hvergi er bókaður kostnaður við lánið, svo sem lántökukostnað- ur. Í sömu ársskýrslu segir að eign- ir þess séu 200 milljónir króna í hlutabréfum. Í ársskýrslu Vogáss 2004, ári síð- ar, er bókfærður hagnaður rétt um 150 milljónir króna og skattaskuld rétt um 33 milljónir króna. Í skýr- slunni er eigin fé félagsins nokkurn veginn það sama eða um 150 millj- ónir króna. Hvergi er getið um lánið frá Kaupþingi í ársskýrslunni 2004. Ætla má að lánið hafi staðið mjög stutt við í félaginu því vaxtagjöld eru aðeins um 6.700 krónur! Umhugsunarvert kann að þykja að kveikjan að svo miklum hagn- aði getur hvergi átt rætur í öðru en framangreindu 200 milljóna króna láni frá Kaupþingi árið áður. Enn líður ár og í ársskýrslu Vogáss fyrir árið 2005 er greiddur úr félaginu 130 milljóna króna arð- ur til eina eigandans. Ástæðulaust er að rekja fekar efni ársskýrslna Vogáss ehf. frá þessum tíma. En áleitnar spurn- ingar vakna um mikinn hagnað og hvernig hann er til kominn. Endur- skoðendur, sem lesið hafa ársskýr- slurnar að beiðni greinarhöfundar, eru fullir efasemda. Hvers vegna er vaxtakostnaður af 200 milljóna króna láni nær enginn? Því er ekki lántökugjald bókfært? Hvernig get- ur hagnaðurinn orðið svo ævin- týralegur? Eru til skýringar? Ein tilgátan er sú að ekki hafi ver- ið um að ræða raunverulegt lán af hálfu Kaupþings. Skýringanna sé að leita í samruna Kaupþings við Bún- aðarbankann og afskriftareikningi hans. Ekki er unnt að sannreyna þetta nema í leitirnar komi áreið- anleikaskýrsla um Búnaðarbank- ann sem sannanlega var unnin í janúar 2003, fáeinum dögum áður en S-hópurinn keypti hlut ríkisins í bankanum. Traustar heimildir eru fyrir því að árangurslaust hafi verið leitað eftir þessari skýrslu hjá forsætisráðuneytinu sem vistaði gögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Jafn ljóst er að skýr- slan er til og að forsætisráðuneytið hefur nú aðgang að henni þótt ekki hafi hún fengist afhent. Skýr- slan gæti varpað ljósi á hvað varð til dæmis um 700 til 800 milljóna króna afskriftareikning Búnaðar- bankans og hvort það fé hafi verið notað til að mæta kröfum á bank- ann eða verið afskrifað sem tapað fé. Slíkri afskrift yrði þá einnig að fara í saumana á. Önnur tilgáta um ævintýralegan hagnað Vogáss í kjölfar lántökunn- ar felur í sér kunnuglega fléttu: Vogás ehf. tekur 200 milljóna króna lán hjá Kaupþingi og kaup- ir hlutabréf eða gerir gjaldeyris- eða vaxtaskiptasamninga. Samn- ingarnir (eða bréfin) eru síðan seld fyrir að minnsta kosti 380 milljónir króna. Lánið er síðan greitt upp en eftir situr um 180 milljóna króna hagnaður í félaginu eða sú upphæð sem er að finna í ársskýrslunum að ógreiddum sköttum. Þessar 180 milljónir króna nema framreikn- aðar um 335 milljónum króna í dag. Ekkert er vitað um kaupanda eða kaupendur bréfanna (eða samning- anna) af Vogási. Ekki er loku fyrir það skotið að það hafi verið sjálf- ur Kaupþing banki, eða sameinað Kaupþing og Búnaðarbanki ef ofan- greind tilgáta á við rök að styðjast. Hvað sem öðru líður sátu á end- anum eftir 130 milljónir króna sem Í bakherbergjum bankakaupenda eigandi félagsins fékk í arðgreiðsl- ur. Það samsvarar nær 250 milljón- um króna á núvirði. Skýrslan góða og rannsóknin Vel er hugsanlegt að unnt verði að varpa frekara ljósi á þetta eins- taka mál sem og fleiri mál sem tengjast dularfullri einkavæðingu Búnaðarbankans og fléttum lyk- ilmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í kring um þá einkavæðingu. Forsenda þess er sú að Alþingi fylgi samþykkt sinni frá 7. nóvember 2012 um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Sömuleiðis er nú ljóst að endan- leg áreiðanleikaskýrsla um Búnað- arbankann frá því í janúar 2003 var unnin. Hún er til þótt ekki hafi hún fengist afhent. Vonir má þó binda við að hún fáist birt og geti varp- að ljósi á þær fléttur sem útfærð- ar voru í tengslum við sölu Búnað- arbankans á sínum tíma. Sigurður G. orðaði það svo í sömu grein og hér hefur verið vísað til: „Með vali sínu á kaupendum ríkisbankanna lögðu Davíð [Oddsson] og Halldór [Ásgrímsson] grunninn að eyði- leggingu íslenska bankakerfisins.“ Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar mátti Sigurður ekki sjást opinberlega með S-hóps mönnum meðan verið var að koma Búnaðar- bankanum í hendur þeirra og síðar KB banka þar sem hann var allsráðandi. Gríðarlegur hagn- aður varð af Vogási, félagi í eigu Helga, sem einungis verður rakið til stórláns félagsins frá Kaup- þingi. „Embætti seðla- bankastjóra sleppti Finnur sjálfviljugur [...] til að gerast for- stjóri VÍS hf., sem var hluti af S-hópnum.“ 16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.