Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 40
Laverne Cox heldur áfram að ryðja brautina
fyrir transgender leikara út um allan heim
Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú staðfest að lög-
fræðidramað Doubt fer í framleiðslu hjá stöð-
inni, þar sem Laverne Cox, Katherine Heigl og
Steven Pasquale munu fara með helstu hlutverk.
Þættirnir eru úr smiðju þeirra sem skrifuðu
Grey’s Anatomy á sínum tíma og fjalla um lög-
fræðing sem fellur fyrir sjarma skjólstæðings
síns, sem gæti hafa gerst sekur um hrottalegan
glæp.
Hlutverk Cox markar tímamót, því hún verð-
ur með því fyrsta transgender konan til að leika
transgender aðalpersónu í bandarískum sjón-
varpsþætti. Leikkonan, sem er líklega þekktust
fyrir hlutverk sitt í fangelsisdramanu Orange Is
The New Black, stendur ekki í neinum smáræðis-
verkefnum þessa dagana, en hún mun einnig leika aðalhlutverk Dr. Frank-N-Furter í framleiðslu Fox
á költ-söngleiknum The Rocky Horror Picture Show í haust.
AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR 20/5 & 22/5
Sunnudaginn 22. maí verður sérstök hátíðarsýning á Listahátíð í Reykjavík
þar sem boðið verður upp á listamannaspjall og freyðivín í lok sýningar
Miðasala á www.id.is eða í miðasölu Borgarleikhússins í 568 8000
What a feeling
eftir Höllu Ólafsdóttur og
Lovísu Ósk Gunnarsdóttur eftir Hannes Þór Egilsson
#islenskidansflokkurinn
örfá
sæt
i
Vinnustofan Ný verksmiðja
– sama súkkulaðið
Súkkulaðigerðin Omnom er um þessar mundir að koma sér fyrir í nýju húsnæði úti á Granda.
Áður var súkkulaðið verkað í gamalli bensínstöð á Seltjarnarnesi en húsnæðið hefur sprungið
utan af rekstrinum. Þeir Kjartan Gíslason og Karl Viggó Vigfússon sinna því öfundsverða starfi
að framleiða og smakka súkkulaði allan liðlangan daginn.
Þegar Fréttatímann bar að garði voru kokkarnir að leggja lokahönd á fyrstu tilraunalotu af
súkkulaði í nýja húsnæðinu. Mjólkursúkkulaði með kaffibragði bruggað úr kaffibaunum frá
Reykjavík Roasters, að sjálfsögðu fá allir að smakka. „Við smökkum í kringum 60 grömm af
súkkulaði á dag, súkkulaðiplata á mann,“ segir Karl Viggó kátur í bragði með nýju vélarnar og
aðstöðuna.
Ferlið frá baun í bita er umfangsmikið. Kakóbaunirnar koma frá hinum ýmsu heimshornum,
lífrænar og sanngirnisvottaðar. Hjá Omnom eru þær ristaðar, malaðar niður og hrærðar saman
við önnur hráefni. Á innan við viku eru þær orðnar að innpakkaðari súkkulaðiplötu, tilbúinni til
sölu. „Í nýja húsnæðinu verðum við með verslun með útsýni inn í verksmiðjuna. Einnig verður
kynningarrými þar sem fólk getur kynnst starfseminni. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin
ár og við viljum halda áfram að sinna eftirspurn. Við höfum góða tilfinningu fyrir þessu.“ | sgk
Mynd | Hari
Laverne Cox er líklega þekktust fyrir
hlutverk sitt í fangelsisdramanu
Orange Is The New Black.
Frá lögfræðidrama
til költ-söngleiks
Sviðslistir
eiga að koma
áhorfendum við
Stórt vatnsglas, epli Mjallhvítar og stelpur
sem taka sér pláss
„Ég vil frekar að áhorfend-
ur fari út af sýningunni í
fússi en sitji í gegnum hana
af einhverri skyldurækni
ef þeim leiðist,“ segir Jó-
hann Kristófer Stefánsson,
sem um helgina frumsýnir
útskriftarverk sitt, Vatn er
gott, í Kúlunni.
Þau Jóhann og Andr-ea Vilhjálmsdóttir eru meðal þeirra tíu sviðshöfunda sem nú einbeita sér að útskrift-arverkum sínum frá
sviðslistabraut Listaháskólans.
„Sýningarnar eru jafn ólíkar
og þær eru margar: Eitt verkið
er dæmis þrekverk sem stendur í
heilan sólarhring, annað er þýskt
verk sem sviðshöfundurinn þýddi
yfir á íslensku og setti upp og enn
annað er einfaldlega leiklestur á
handriti,“ segir Andrea.
Verk Andreu, Madhvít, vísar í
Mjallhvítar-ævintýrið og segir hún
því epli í raun leika aðalhlutverk
í sýningunni: „Þetta er speglun
Mjallhvítar í samtímanum, þar
sem stelpur taka sér loks pláss á
sviðinu.“
Madhvít er níu klukkutímar að
lengd og verður sýnt í Tjarnarbíó.
Áhorfendur geta þó ráðið hversu
lengi þeir sitja inni í verkinu, hvort
sem það eru 40 mínútur eða allir
klukkutímarnir níu.
Vatn er gott skoðar hins vegar
vatn frá öllum hliðum, að sögn
Jóhanns: „Hugmyndin byrjaði
eiginlega með einhverju gríni þar
sem ég var alltaf að segja fólki að
fá sér vatnsglas. En í kjölfarið fór
ég fyrir alvöru að pæla í hlutverki
vatns, þessa vökva sem skiptir svo
miklu máli.“
Þau Jóhann og Andrea sýna útskriftarverk sín,
Vatn er gott og Madhvít, um helgina.
Mynd|Rut
Útskriftarsýningar sviðs-
höfunda sem fara fram
dagana 20.-26. maí:
Ferðalagið – Brynjar
Valþórsson
Festival – Hekla Elísabet
Aðalsteinsdóttir
Hagaharmur – Sigurjón
Bjarni Sigurjónsson
In The Memory of Her Last-
-minute: Within the Center
of the Concert – Ingvi Hrafn
Laxdal
Kapsúllinn – Anna Katrín
Madhvít – Andrea Vilhjálms-
dóttir
Sálufélagar – Nína Hjálmars-
dóttir
Stertabenda – Gréta Kristín
Ómarsdóttir
The Last Kvöldmáltíð
– Kolfinna Nikulásdóttir
Vatn er gott – Jóhann
Kristófer Stefánsson
Verkin eru bæði samsköpunar-
verk, sem þýðir að verkið er af-
rakstur vinnu margra í stað þess
að höfundur skapi verkið einn.
Andrea og Jóhann segja sviðs-
listir ekki vera bundnar við leik-
hússvið heldur hafa miklu fleiri
möguleika: „Ég man þegar ég var
lítill og fór á einhverjar leiksýn-
ingar þar sem ég sat inni í leikhús-
sal í tvo tíma og leið svo bara eins
og það sem ég hefði séð kæmi mér
ekkert við þegar ég kom út. Sviðs-
listir eiga ekki að vera þannig,“
segir Jóhann. Andrea tekur í sama
streng: „Við ætlum að setja spurn-
ingamerki við hlutverk áhorfand-
ans og jafnvel virkja hann svo-
lítið.“ | sgþ
40 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016