Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 64
Kylie Jenner virðist ekki ætla að dvelja við sambandsslit sín og rapparans Tyga. Þau voru saman í tvö ár en leiðir skildu á dögunum. Nei, hún Kylie er nú sögð vera að deita rapparann PartyNextDoor eða PND eins og hann kallar sig alla jafna. Kylie og PND, sem heitir réttu nafni Jahron Anthony Brathwaite, hafa verið vinir um hríð en hann lét til skarar skríða eftir að sam- bandi Kylie og Tyga lauk. PND birti mynd á samfélagsmiðlum af þeim saman og síðan hefur meint sam- band þeirra verið á allra vörum. Ekkert hefur þó verið staðfest, enn. „Þau eru sem sköpuð fyrir hvort annað. Hún veit ekki af hverju hún var að eyða tíma sínum með Tyga,“ sagði vinur Kylie við banda- ríska fjölmiðla. Allir á túristavagninn Ferðamannatímabilið er komið á fullt og miðborg Reykjavíkur verð- ur líflegri með hverjum deginum sem líður. Mikil aukning í komu ferðamanna skapar vitaskuld tækifæri og sem betur fer ætlum við Íslendingar ekki bara að bjóða upp á lundabúðir og einsleita veitingastaði. Nú hefur tónlistarsér- fræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen sett á laggirnar gönguferð um Reykjavík sem kallast Reykjavik Music Walk en í henni kynnir hann útlendingum tónlistarsöguna hér og sýnir þeim áhugaverða staði. Gangan er ókeypis en gestgjafinn kveðst taka framlögum gesta fagnandi. Annar viti í menningarlífinu, Örn Elías Guðmundsson – Mugison – mun sömuleiðis vera að undirbúa sókn á þennan markað. Hann mun kynna tónleikaröð á næstunni þar sem spjallað er við gesti á ensku. Jói til skoðunar hjá Marvel Vegur leikarans Jóhannesar Hauks Jóhannessonar vex stöðugt úti í heimi. Nú berast fregnir af því að hann sé til skoðunar hjá risanum Marvel og ekki þurfi að bíða lengi eftir að hann landi vænu hlutverki þar. Raunar var Jóhannes Haukur næstum kominn með flott hlutverk í Thor: Ragnarok sem nú er í undirbúningi en hún skartar ekki ómerkara fólki en Cate Blanchett, Mark Ruffalo, Tom Hiddleston og Chris Hemsworth í aðalhlut- verkum. Leikstjórinn vildi fá Jóhannes en framleið- endur vildu annan leikara. Þrátt fyrir þessi vonbrigði komu þessar prufur Jóhannesi inn undir hjá Marvel og hann gæti hreppt annað hlutverk innan tíðar. Gunna Dís kveður Útvarps- konan Guðrún Dís Emilsdóttir á von á sínu þriðja barni og fer í fæðingar- orlof frá störfum sínum á Rás 2 í lok næsta mánaðar. Brotthvarf hennar þýðir að Virkir morgnar heyra brátt sögunni til og Andri Freyr Viðars- son mun stjórna vikulegum spjallþætti á Rás 2 og Sóli Hólm halda áfram með Svart og sykur- laust um helgar. Í stað þeirra þriggja koma Hraðfrétta- mennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Er Kylie strax komin með nýjan? Ný ást Kylie Jenner hefur fundið ástina á ný, að sögn bandarískra fjölmiðla. Mynd | NordicPhotos/Getty Afn ám tol lA = læ kkA ð v erð ! alla föstudaga og laugardaga Fæ sting í hjartað þegar ég les neikvæð ummæli Steinunn Jónsdóttir í Amabadama í viðtali í amk... á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.