Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 6
Náði ekki að safna undirskriftum „Ég náði bara að safna nokkur hund- ruð undirskriftum þannig ég dett bara úr keppni,“ segir Benedikt Kristján Mewes en forseta- frambjóðendur þurfa að skila inn undirskriftalistum í dag. Kristján segir að hann hafi ekki náð að safna nægilega mörgum undirskriftum. Hann heltist úr lestinni. Tíu frambjóðendur eru eftir af þeim sem buðu sig fram, en ellefu frambjóðendur hafa þá dregið framboð sín til baka. Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air. Nú í Dorma Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. • Fimm svæðaskipt pokagormakerfi • Tvöfalt gormakerfi • Hægindalag í yfirdýnu • Silkiblandað bómullar­ áklæði • Steyptur svampur í köntum • Sterkur botn Aðeins 209.925 kr. Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr. Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmafram- leiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilkoma unglinga- grunnskólans Nú, nýs einka- skóla fyrir 13 til 15 ára börn, leiði af sér mikil viðbótar- útgöld fyrir bæjarsjóð. Byrj- að er að innrita börn í skól- ann en þjónustusamningur við bæinn liggur ekki fyrir. Meðal starfsmanna skólans verður Ólafur Stefánsson handboltakappi en gengið hefur verið frá ráðningum allra kennara. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Einkarekni grunnskólinn Nú í Hafnarfirði er kom­ inn með starfsleyfi frá menntamálaráðu­ neytinu og fékk leyfi frá fræðsluráði bæjarins án þess að gert væri ráð fyrir útgjöldum vegna hans í fjár­ hagsáætlun fyrir 2016. Kristján Ómar Björns­ son, heilsustjóri Nú, segir að þjón­ ustusamningurinn sé hreint og klárt formsatriði. Leyfi frá fræðsluráði og menntamálaráðu­ neytinu liggi þegar fyr­ ir og lögum samkvæmt þurfi bærinn að semja. Það hafi því verið opnað fyrir skráningar í skól­ ann í fullu samráði við fræðsluyfirvöld. Haraldur Líndal, bæjar­ stjóri í Hafnarfirði, segir að innritun sé á ábyrgð skóla­ stjórnenda enda sé þetta einkaskóli: „Það er ljóst að aukaútgjöld, fylgja þessari viðbót inn í skólakerfið,“ segir Haraldur. Það sé þó ekki verið að taka neitt úr almenna skólakerfinu, þar standi frekar til að bæta í. „Það er þó erfitt að hafa yfir einhverjar tölur á þessu stigi,“ segir hann. „Við stefn­ um á að afgreiða málið fyrir sum­ arfrí bæjarstjórnar í júlí en meira er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ segir hann. Kristján Ómar segir að skólinn, sem á að höfða til nemenda með áhuga á íþróttum, hafi ekki síð­ ur skapað eftirvæntingu meðal kennara en nemenda. Umsóknum hafi bókstaflega rignt inn á heima­ síðu þeirra. Búið er að ráða í störf­ in en kennarar eru á aldrinum 26 til 59 ára, jafnmargir af báðum kynjum. Frægasti starfsmaðurinn er að öllum líkindum Ólafur Stef­ ánsson handboltakappi. Upphaflega var talað um að 120 nemendur þyrfti til að skólinn bæri sig en stefnt er að þeim fjölda á þremur árum. Gert er ráð fyrir að nemendur greiði um 24 milljónir samtals í skólagjöld, eða 200 þúsund á nemanda þegar skólinn verður kominn í fullan rekstur eftir tvö til þrjú ár. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt útreikningum bæjarins sparist að hámarki um 50 milljónir í almenna skólakerfinu á móti 150 milljóna króna útgjöld­ um þegar skólinn verður kom­ inn í fullan rekstur. Hann segir málið allt hið undarlegasta enda vilji meirihluti bæjarins ekki taka neina pólitíska ábyrgð á því eða svara fyrir þótt leyfið hafi verið veitt. Kristján Ómar segir að aldrei hafi verið gengið út frá því að nemendur komi allir úr Hafnar­ firði. Það sé því ekki hægt að ganga út frá því að kostnaður bæjarins verði 150 milljónir, þegar skólinn verður kominn í fullan rekstur, eins og minnihluti bæjarstjórn­ ar haldi fram. Hann segir að til að byrja með ætli skólinn að taka inn 45 nemendur úr Hafnar­ firði á haustönn, en 15 úr öðrum sveitarfélögum. Þau geri ráð fyrir að fá 1246 þúsund með hverj­ um nemanda eins og lög geri ráð fyrir. Annað komi inn í formi skólagjalda. Skólinn hefur þegar feng­ ið húsnæði, í iðnaðarhverfinu á Hraununum í Hafnarfirði, við hliðina á veitingahúsinu Eng­ lish pub og í næsta nágrenni bensínstöðvar. Í námskránni er lögð áhersla á íþróttaiðkun og óþvinguð samskipti milli kennara og nemenda. Þannig eiga nemend­ ur og kennarar að heilsast með því að klessa saman hnefunum í stað þess að nota formlegt ávarp. Arðgreiðslur hafa stigmagnast frá hruni en þrátt fyrir það skila aðeins 30,8% sér til skattsins, samkvæmt grein Páls Kolbeins rekstrarhag­ fræðings sem birtist í tímariti rík­ isskattstjóra, Tíund, sem kom út í maí. Alls voru 215 milljarðar króna greiddir út í arð árið 2014, Það er næst mesti arður sem hefur verið greiddur út á Íslandi og munar aðeins um 33 milljörðum á arðgreiðslum árið 2007, sem þá voru 248 milljarðar króna. Eins og gefur að skilja snarféllu arðgreiðslur eftir hrun en árin 2009 og 2010 voru greiddir út 73 og 74 millj­ arðar króna. Það sem vekur athygli nú er að einstaklingar greiddu 28 milljarða í arðgreiðslur af innlendum hluta­ bréfum árið 2014. Arður félaga af innlendum hlutabréfum voru þá 38 milljarðar. Af 215 milljörðum skiluðu 66 milljarðar sér aftur til skattsins. Þá skal tekið sérstaklega fram að lífeyr­ issjóðir eru ekki skattskyldir frekar en góðgerðar­ og líknarfélög. Þá skila erlend félög ekki skattframtali hér á landi. Fréttatíminn hafði samband við höfund greinarinnar og spurði hverju sætti að aðeins 30,8% af arðgreiðslum skiluðu sér til skattsins og svaraði Páll þá: „Næsta mál er bara að fara betur í þetta og fá skýringar á þessu.“­vg Næstbesta arðgreiðsluár frá upphafi Arðgreiðslur námu 215 milljörðum árið 2014. Búið að ráða kennara og byrjað að innrita börn í nýjan einkaskóla Ólafur Stefánsson hefur ráðið sig til skólans. Skólinn er að Flatahrauni í Hafnarfirði. Þjónustusamningur- inn er hreint og klárt formsatriði. Kristján Ómar Björns- son, heilsustjóri Nú. Innritun er á ábyrgð skólastjórnenda enda er þetta einkaskóli. Haraldur Líndal er bæjar stjóri í Hafnarfirði. 6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.