Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 61
„Ég hef dottið undarlega mikið inn í þætti sem snúa að endurbótum á fasteignum. Ég hef sérstaklega gaman af þáttum sem heita Flip or Flop, þar eru í aðalhlutverki amerísk hjón sem kaupa fasteignir á upp- boðum, gera þær upp og selja svo oftar en ekki með hagnaði. Hann er taugaveiklaður með meiru og tekur þessu „aaaðeins“ of alvarlega að mínu mati. Hún er svo með platín- um ljóst hár, nánast glærar tennur af tannhvíttun og árshátíðarförðuð upp á hvern einasta dag. Þau eiga líka dóttur sem ég held að sé reglu- lega vanrækt því hver einasti þáttur byrjar á því að henni er plantað í pössun á meðan mamma og pabbi fara að kaupa hús. Svo hef ég líka horft á þætti sem heita Fixer Upper sem fjalla um hjón sem taka hús- næði annarra í gegn. Það er öllu viðkunnanlegra fólk. Annars eru uppáhalds þættirnir mínir Family Guy og ég missi ekki af þætti. Ég horfi líka á íþróttir eins og það sé lífsins nauðsyn. Ég er til dæmis mjög hrifinn af þáttunum hans Hilmars, íþróttastjóra á RÚV, um íþróttaafrek Íslendinga. Ég verð að viðurkenna að ég hef mikinn áhuga á öllu sem snýr að sjónvarpi og kvikmyndum og er með tvær sjónvarpsstofur heima til að fullnægja undarlegum þörfum mín- um og trufla ekki aðra á heimilinu. Helsti gallinn við þennan sjónvarps- ákafa, auk alls hins sem ég fæst við, er að ég og konan mín förum aldrei á sama tíma í háttinn. Það er umhugs- unarefni fyrir mig, skal ég viður- kenna.“ Sófakartaflan Atli Þór Albertsson leikari með meiru. Með tvær sjónvarpsstofur á heimilinu Ákafamaður Atli Þór Albertsson er mikill áhugamaður um sjónvarp og kvikmyndir. Svo mikill að hann fer aldrei að sofa á sama tíma og konan hans. Mynd | Hari Klappstýrur munu berjast Netflix Bring It On 16 ára gömul mynd sem allir í kringum þrí- tugt (og jafnvel yngri) muna vel eftir og hafa sennilega séð oftar en einu sinni. Myndin segir frá hatrammri samkeppni á milli tveggja klappstýruliða, þar sem galvaskar klappstýrur svífast einskis til þess að bera sigur úr býtum í svokallaðri landskeppni klappstýra. Myndin er lauflétt og skemmtileg. Og auðvitað stútfull af glæsilegum dansatriðum. Nostal- gía fyrir þá sem voru unglingar í kringum árið 2000 og skylduáhorf fyrir þá sem misstu af henni á sínum tíma. Ferðalag um rappheima Stöð 2 Rapp í Reykjavík Frábærir þættir sem Dóri DNA og Gaukur Úlfarsson gera þar sem teknir eru fyrir allir helstu rapparar þjóðarinnar. Þættirnir eru frum- sýndir á sunnudagskvöldum en þú gætir gert margt verra en að kíkja í heimsókn til mömmu eða gamallar frænku þinnar og fá að laumast í Tímaflakkið. Í síðustu viku var fjórði þáttur af sex og þar var meðal annars spjallað við strákana í Úlfur Úlfur. Sterk vinátta kvenna og flókin ástarmál Netflix How to Make an American Quilt Virkilega vönduð kvikmynd með Winona Ryder í aðalhlut- verki. Myndin fjallar um háskólanemann Finn, sem ákveður að eyða sumrinu hjá ömmu sinni og frænku á meðan hún gerir upp við sig hvort hún vilji raunverulega giftast manninum sem er nýbúinn að biðja hennar. Þar eyðir Finn tíma með sauma- klúbbi ömmu sinnar sem sam- anstendur af stórmerkilegum konum sem allar eiga sína sögu. Stórgóð mynd sem sýnir hversu sterk vinátta á milli kvenna getur verið og hversu flókin ástin á það til að vera. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” www.versdagsins.is …sjónvarp17 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.