Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 2
Íþróttir Nokkrir Íslendingar
hættu við að fara á EM af ótta
við hryðjuverk. Utanríkis-
ráðuneytið hefur ekki gefið
út ferðaviðvaranir en hvetur
fólk til þess að vera vakandi.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Áætlað er að um 20 þúsund Ís
lendingar muni mæta á Evrópu
meistara mótið í fótbolta karla í
Frakklandi, sem er fyrsta stórmót
íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Tvær þjóðir hafa varað þegna sína
við hryðjuverkaárásum, það er
að segja Bretar og Bandaríkja
menn, og dæmi er um að Ís
lendingar hafi hætt við að fara
á mótið af ótta við hryðjuverka
árásir. Aðeins nokkrir
dagar eru liðnir síðan
karlmaður var hand
tekinn sem grunað
ur er um að hafa
skipulagt árás á
almenna borg
ara.
„Við höfum
ekki farið þá
leið að gefa
út ferðavið
varanir,“ út
skýrir Urður
Gunnarsdótt
ir, upplýsinga
fulltrúi utanríkis
ráðuneytisins, og
útskýrir að Ís
lendingar gefi
yfirleitt út slík
ar viðvaranir
ásamt öðrum
Norðurlandaþjóðum.
„Við hvetjum auðvitað fólk til
þess að vera á varðbergi og ekki
síst skipulagt,“ segir Urður, en
viðbúið er að verkföll í Frakk
landi gætu truflað samgöng
ur í Frakklandi á meðan á mótinu
stendur.
„Þannig að það er að mörgu að
huga. Til að mynda að það getur
verið erfitt að komast leiðar sinnar
vegna verkfalla. Þá er svarið alltaf
að vera tímanlega á ferð og skipu
leggja sig vel,“ segir Urður.
Hátt í hundrað þúsund lögreglu
gæslu og hermenn verða í þeim tíu
borgum sem mótið fer fram í. Við
búið er að Íslendingar verði helst í
París, St. Etienne og Marseille.
„En það er mikilvægt að hafa í
huga að ef eitthvað gerist, þá mun
það gerast hratt,“ segir Urður
og bætir við: „Það er því mik
ilvægt að fylgjast vel með fjöl
miðlum, umhverfi og fylgja til
mælum.“
Spurð hvort hún muni eft
ir öðrum eins fjölda Ís
lendinga í öðru landi
svarar hún neitandi: „Við
miðum við að 40 þús
und séu á flakki og séu
búsettir á háannatíma.
En ég man ekki eftir
svona miklum fjölda
á sama stað á sama
tíma.“
Átta ís
lenskir lög
regluþjón
ar verða í
Frakk
landi sem munu þá halda
sig í nálægð við íslensku
hópana. Utanríkisráðu
neytið hefur þegar sent
fleira starfsfólk til Frakk
lands ásamt auknum fjölda
neyðarvegabréfa.
En það er ekki öllum
sem líst á blikuna. Þannig
ákváðu félagar Jóhanns Óla
Eiðssonar, fjórir talsins, að
aflýsa ferð sinni eftir að þeir
heyrðu af handtöku úkra
ínska mannsins. Í samtali við Jó
hann Óla kom fram að þeir hefðu
verði búnir að bóka farið, gistingu
og voru með undir höndum miða á
leiki íslenska landsliðsins.
„Þeir voru búnir að vera á nál
um frá Bataclan og gæinn sem var
tekinn í Úkraínu var kornið sem
fyllti mælinn,“ segir Jóhann Óli og
vísar þarna í skelfilegt hryðjuverk
sem var framið í París í vetur og var
annað hryðjuverkið á innan við ári
í borginni. Jóhann lætur þó engan
bilbug á sér finna.
„Ef maður fer ekki, þá eru hryðju
verkamennirnir búnir að vinna.“
Einn af eigendum Gamanferða,
Bragi Hinrik Magnús son, segist ekki
hafa heyrt um afbókanir af ótta við
hryðjuverk.
„Við höfum fengið einhverjar af
boðanir, en engar vegna hugsan
legra hryðjuverka,“ áréttar Bragi
Hinrik sem var staddur í Nice í
Frakklandi þegar blaðamaður náði
tali af honum. Hann segir þá félaga
vel undirbúna, og vera viðbúna því
að íslenska landsliðið nái góðum ár
angri.
„Ef árangurinn verður óvanalega
góður, þá getum við farið í það að
vinna að því að breyta ferðum og
öðru slíku,“ segir Bragi. Spurður
hvernig andrúmslofti í borginni sé
svarar hann: „Miðbærinn er bara
að verða blár í EMlitunum. Svo eru
götulistamennirnir farnir að halda
boltum á lofti hérna við strand
götuna.“
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Grísk jógúrt
Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini
Lífrænar
mjólkurvörur
www.biobu.is
Morgunmatur:
Grísk jógúrt, múslí, sletta
af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt, kakó, agave
chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka,
2 hvítlauksrif, salt og pipar
Samkynhneigði Nígeríumaður-
inn Martin Moski, sem hefur
búið á Íslandi í tæp fjögur ár eftir
að hann leitaði hingað sem hæl-
isleitandi, hefur loksins fengið
dvalarleyfi af mannúðarástæð-
um. „Mér hefur oft liðið alveg
hræðilega en nú sé ég loksins
fram á að geta lifað án þess að
óttast um líf mitt,“ segir hann.
Martin flúði Nígeríu í kjöl-
far barsmíða og ofsókna vegna
kynhneigðar sinnar. Hann sótti
um hæli á Ítalíu en fékk synjun.
Hann kom hingað frá Ítalíu árið
2012. Hæstiréttur vísaði um-
sókn hans um hæli frá í október í
fyrra en Martin brast í grát þegar
úrskurðurinn var kveðinn upp.
„Það hafa verið svo mörg von-
brigði á undanförnum árum en
ég vil ekki rifja það upp,“ segir
hann. „Mig langar svo að vera
hamingjusamur.“ | þká
„Ég veit ekki hvaða bull þetta er í
manninum,“ segir Ragnhildur Sverr
isdóttir, talskona Björgólfs Thors Björg
ólfssonar, en hún segir Björgólf hafna
alfarið ásökunum Róberts Wessman,
forstjóra Alvogen, um að Björgólf
ur hafi sölsað undir sig hlut Róberts
í Actavis og þannig hagnast um
hundruð milljóna dollara.
Róbert var í viðtali við Mark
aðinn í Fréttablaðinu síðasta
miðvikudag og þar sagði
hann átök milli sín og Björg
ólfs hafi endað með því að
Deutsche Bank átti að hafa
aðstoða Björgólf við að sölsa undir sig
hlut Róberts í Actavis. Svo bætti Róbert
við í viðtali Markaðarins: „Þannig að
Björgólfur fékk gefins þann hlut sem
ég átti í félaginu sem í dag eru umtals
verð verðmæti og hlaupa á hundruðum
milljóna dollara.“
Ragnhildur bendir á að Róbert hafi
fengið sinn hlut í yfirtöku Björgólfs í
fyrirtækinu, en sá hlutur hafi verið svo
veðsettur að hann endaði í raun í félagi
á vegum skilanefndar Glitnis eftir hrun.
„Þetta var bara skuldsett upp í rjáf
ur,“ segir Ragnhildur sem hafnar þessu
alfarið og áréttar að Björgólfur hafi
farið í umfangsmikið skuldauppgjör í
kjölfarið og endað á því að vera áfram
stærsti hluthafi Actavis.
Fréttatíminn greindi frá því árið 2011
að félag Róberts, Salt Generetics, sem
átti rúmlega níu prósenta hlut í Actavis
fyrir fjárhagslega endurskipulagningu,
hefði endað í eigu GL Investments, sem
væri aftur í eigu skilanefndar Glitnis.
Þá var einnig greint frá því að
heimildir Fréttatímans hermdu að
Róbert ætti að auki í viðræðum við
skilanefndina um örlög félagsins.
Ekki náðist í Róbert við vinnslu frétt
arinnar. | vg
„Við hvetjum auðvitað
fólk til þess að vera á
varðbergi og ekki síst
skipulagt“
Urður Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi
utanríkisráðuneytisins
Segir Róbert bulla um Actavis-hlutinn
Viðskipti Róbert sakaði
Björgólf um að hafa sölsað
undir sig hlut Róberts í Act-
avis. Í ljós hefur komið að
hluturinn virðist hafa
runnið inn í félag á
vegum slitastjórnar
Glitnis.
Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir það alrangt að fjárfestirinn hafi sölsað undir sig hlut Róberts
Skjáskot úr grein Frétta-
tímans frá 2011.
Róbert Wessman
sakaði Björgólf
um að hafa sölsað
undir sig hlut
sinn í Actavis.
Viðbúið er að hátt í 20 þúsund Íslendingar elti landsliðið til Frakklands.
Ef eitthvað gerist,
þá gerist það hratt
Mynd | Hari
Flóttamannamál
„Langar svo að vera
hamingjusamur“
„Mér hefur oft liðið
alveg hræðilega
en nú sé ég loksins
fram á að geta lifað
án þess að óttast
um líf mitt.“
Martin Moski
Jafnréttisstofa ætlar að krefjast skýringa á því af hverju Þjóðhagsráð
sé einungis skipað körlum. Það sé ekki í anda jafnréttislaga. Kristín
Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að það þurfi
að skýra þessa furðulegu skipan. Ráðherra beri, þegar beðið sé um
tilnefningar í ráð og nefndir, að ítreka að skipa beri karla og konur.
Jafnréttislögin kveði á um jafnan hlut kvenna í stjórnum ráðum og
nefndum nema aðstæður komi í veg fyrir það.. Hún sjái ekki í fljótu
bragði að það eigi aðrar reglur að gilda í þessu tilfelli. „Maður trúir
ekki sínum eigin augum, að þetta skuli enn gerast.“
Þjóðhagsráð hélt sinn fyrsta fund í vikunni en þar sitja forsætis-
ráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsvarsmenn Samtaka
atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Ís-
lands. Þar vantaði fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar sem telur ekki
tímabært að stofna ráðið.
Fjarvera kvenna úr ráðinu vakti athygli margra, meðal annars á
Facebok-síðunni Kynjabilið. Þar birtist myndin undir fyrirsögninni:
Uss, krakkar! Strákarnir eru að funda um þjóðarhag! | þká
Uss, krakkar, strákarnir funda