Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 4
Forsetakosningar Lýðræðis- legur áhugi sameinar pírata og Sturlu Jónsson „Þeir höfðu bara samband og í ljós kom að við höfðum sameiginlegan áhuga á lýðræðinu,“ segir Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi en nokkrir áhugamenn um kjörgögn buðust til þess að vera umboðs- menn Sturlu í kosningunum, meðal annars til þess að prófa ný innsigli á kjörkassana. „Þetta eru límmiðar sem er ekki hægt að taka af án þess að það sjá- ist, auk þess sem þeir eru tölusett- ir,“ útskýrir Björn Leví Gunnars- son, umboðsmaður Sturlu, og pírati, fyrir blaðamanni. Hann bæt- ir við að tilgangurinn sé að styrkja lýðræðislegt ferli kosninganna. Öllum frambjóðendum var boðin aðstoð áhugamannanna, en enginn þáði boðið nema Sturla. Sturla tekur svo sérstaklega fram í samtali við blaðamann að hér sé eingöngu um sameiginlegan lýð- ræðislegan áhuga að ræða, ekki pólitískar áherslur. | vg Samfylkingin Fyrrverandi formaður Samfylkingarinn- ar segir ekkert í stefnuskrá Viðreisnar sem rúmast ekki innan Samfylkingarinnar. Hann bendir á að jafnaðar- menn séu í flokkum bæði hægra og vinstra megin við Samfylkinguna. Þeir séu ekki 7 prósent „Ég hef ekki fengið neinar fréttir um flótta fólks úr Samfylkingunni,“ segir Árni Páll Árnason, fyrrver- andi formaður flokksins. Viðreisn hefur mælst með tæp átta prósent í kosningum áður en stillt er upp á lista og skotið mörgum skelk í bringu. „Ef maður les stefnuskrá Viðreisnar, rétt eins og Bjartrar framtíðar áður, er ekkert þar sem rúmast ekki innan Samfylkingar- innar,“ segir Árni Páll. „Til viðbót- ar hefur Samfylkingin hins vegar alþjóðlegan hugmyndagrunn jafn- aðarmanna. Þetta þarf að vera okk- ur hvatning til að skerpa sérstöðu okkar í samkeppninni.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, varar Samfylkinguna við vinstri sveiflu í leiðara blaðsins á dögun- um. Samfylkingin myndi þannig glata tækifærum, „og hrekja frá sér hægri kratana.“ Hún gagnrýnir harðlega um- mæli Oddnýjar Harðardóttur um að enginn jafnaðarmaður gangi til liðs við Viðreisn: „Eru þeir sem áður kusu Samfylkinguna en íhuga nú að kjósa Viðreisn svikarar við jafnaðarstefnuna?“ spyr hún. Árni Páll segist sjálfur síður en svo á leið í Viðreisn. „Ég er jafnað- armaður og ætla að starfa áfram í Jafnaðarmannaflokki Íslands. En fólk með svipuð sjónarmið kýs stundum aðra flokka, bæði til hægri og vinstri. Við þurfum að fá fleiri til liðs og ég held ekki að jafnaðar- menn séu sjö prósent,“ segir hann. | þká Stefnuskrá Viðreisnar rúmast öll innan Samfylkingarinnar Jafnaðarmenn eru í flokkum bæði hægra og vinstra megin við Samfylkinguna. Þeir eru ekki 7 prósent. Árni Páll Árnason 7% Sturla Jónsson með innsiglið sem er flutt inn frá Þýska- landi. Alþingiskosningar Fram- sóknarmenn hljóta að velta fyrir sér hvað sé flokknum fyrir bestu, að mati prófess- ora Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði, segir að það sé erfitt að skilja af hverju Fram- sóknarflokkurinn vilji leyfa Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni að leiða flokkinn í kosningum með tilliti til hagsmuna flokksins. Hann muni laða að sér neikvæða athygli eins og segull og eyðileggja fyrir heildinni. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að framsóknarmenn hljóti að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hafi á flokkinn. Grétar Þór Eyþórsson segir mörg- um spurningum ósvarað um yfirlýs- ingar formanns Framsóknarflokks- ins um áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Það þurfi til dæmis að liggja fyrir hvort hann ætli að snúa aftur í forsætisráðuneytið? Hvaða áhrif það hafi á skipan ríkis- stjórnarinnar fram að kosningum? Þá sé ljóst að hann hafi tapað mörg- um stuðningsmönnum í Norðaust- urkjördæmi þar sem áhrifamenn hafi snúist gegn honum. Það sé spurning hvort hann þurfi ekki að finna sér annað kjördæmi. Það sé þó rétt að hafa í huga að sú aðferð að kjósa á lista á kjördæmisþingi en ekki í prófkjöri eða forvali gæti haft áhrif. Kjördæmisfélögin hafi ekki alltaf sent fulltrúa upp í allan kvót- ann en það gæti breyst núna, ekki síst ef það verður slagur milli Hösk- uldar Þórhallssonar og Sigmundar. Gunnar Helgi segir að Sigmundur hafi engu að tapa, gefi hann kost á sér að nýju til Alþingis. Hann geti þá reynt að verja sig þótt líklegt sé að hann komi ekki glæsilega frá kosn- ingunni. „Hann virðist eiga stuðn- ing í flokknum en það er erfitt að átta sig á því hversu víðtækur hann er,“ segir Grétar Þór. „Kjósend- ur eru hinsvegar ekki jafn hrifnir. Framsóknarmenn hljóta að velta því fyrir sér hvað komi flokknum best,“ segir hann. Gunnar Helgi bendir hinsvegar á að það hafi verið mikil ánægja með Sigmund Davíð lengi vel í flokkn- um. Hann hafi verið kraftmikill leiðtogi og tekið við flokknum eft- ir langvinna forystukreppu. „Það kann að skýra þessa miklu foringja- hollustu þar innandyra.“ Framsóknarf lokkurinn hefur verið mjög tvístígandi þegar kem- ur að því að kjósa í haust,. Flest- ir þingmenn virðast því mótfalln- ir enda flokkurinn mjög laskaður eftir Panama-skjölin. Gunnar Helgi segir þó ekki hægt að útiloka neitt þótt skammt sé til kosninga. „Fram- sóknarflokkurinn hefur verið að mælast talsvert undir 10 prósent- um en fylgi hans hefur legið á bilinu 10 til 15. Þetta er mjög gamall flokk- ur og hann deyr ekki svo glatt þótt þetta sé ekki góð aðkoma. Flokk- urinn er vanur að dúndra sprengju inn í kosningabaráttuna, stórum loforðum, það getur vel verið að þeim takist það núna. Kjósend- ur eru f ljótir að gleyma,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að veikleiki stjórn- málafræðinnar sé að hún geti bara spáð fyrir um það venjulega. At- burðarásin hafi verið mjög óvenjuleg fram það þessu. Stjórnmálafræðingar um endurkomu formannsins Sigmundur Davíð hefur engu að tapa – en Framsókn öllu Ég hef mikinn áhuga stjórn- málum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir um starfslokin Ég er í uppreisn Stjórnmál Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera hætt í stjórnmálum – að svo stöddu Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, tilkynnti óvænt í vikunni að hún ætl- aði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu fyrir Sjálfstæðisf lokkinn. Eftir það svaraði hún ekki fyrirspurn- um fréttamanna og sögur um að hún væri á leið í Viðreisn fengu byr undir báða vængi. Ragnheið- ur var hlynnt aðild að ESB og hefur oft haft nokkura sérstöðu í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Ertu sem sagt ekki á leið í Við- reisn? „Nei, ég er í uppreisn.“ Hefurðu semsagt ekkert rætt við Viðreisn? „Nei, ekki neitt, ég er bara í upp- reisn.“ Hefurðu áhuga á því sem þeir hafa að segja? „Ég hef mikinn áhuga á stjórn- málum, þótt ég sé hætt að svo stöddu.“ | þká Flokksþing Fram­ sóknarflokksins Flokksþingið verður að óbreyttu haldið á næsta ári en haustfundur miðstjórnarinnar tekur ákvörðun um að boða til flokksþings sem fer fram á fyrri hluta ársins, samkvæmt lögum flokks- ins. Ekkert liggur því fyrir um að forysta flokksins þurfi að endurnýja umboð sitt fyrir kosn- ingar sam- kvæmt skrifstofu flokksins Viðreisn virðist ætla að verða raunverulegur valkostur í kosningun- um í haust og það skýtur mörgum skelk í bringu. Píratar passa Sturlu Höskuldur vill flýta flokksþingi „Lög Framsóknarflokksins gera ráð fyrir að haustfundur miðstjórnar boði til flokks- þings og „skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs“ eins og segir orðrétt. Með öðrum orðum: það er ekkert sem bannar að halda flokksins á öðrum tíma,“ segir Höskuld- ur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er eindreginn talsmaður þess að flýta eigi flokksþingi til að for- ysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Hann segist hissa ef skrifstofa flokksins ætli að túlka lögin með þeim hætti að ekki sé hægt að flýta flokks- þinginu. „Lögin gera beinlínis ráð fyrir því að sú staða geti kom- ið upp að halda þurfi flokks- þing á öðrum tíma ársins. Það eru einnig til fordæmi fyrir því að slíkt hafi verið gert þótt síðustu atburðir í sögu flokks- ins í kjölfar leka Panamaskjal- anna og afsagnar forsætisráð- herra séu hreint einsdæmi í 100 ára sögu Framsóknar- flokksins. Ég tel að það sé full ástæða til að boða til flokks- þings áður en kosið verður á ný til Alþingis í haust, eins og starfandi forsætisráðherra og samstarfsflokkurinn hafa tek- ið af skarið um að verði gert. Við störfum í umboði grasrót- arinnar í flokknum og það er hún sem verður að veita okkur sitt veganesti fyrir baráttuna framundan. Það er ekki hlutverk okk- ar í forystu flokks- ins að taka slíka ákvörðun ein og sér.“ | þká 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.