Fréttatíminn - 10.06.2016, Page 14
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdótt-ir hefur tilkynnt að hún ætli að hverfa úr stjórn-málum.
Stjórnmálaferill hennar var einn
sá glæstasti sem kona hefur fengið
innan Sjálfstæðisflokksins og um
tíma var hún með öll spil á hendi.
Fall Hönnu Birnu var líka harkalegt.
Hún hrökklaðist úr stóli innanríkis-
ráðherra í kjölfar lekamálsins, eftir
að hafa verið hundelt af fjölmiðla-
mönnum og pólitískum andstæðing-
um, þar sem hún hringl aði inni í
ráðuneytinu í pólitískri afneitun
af þeirri stærðargráðu sem á betur
heima í skáldsögu en raunveruleik-
anum.
Hvar byrjaði Hanna Birna að falla?
Hún tapaði borginni árið 2010. Þrátt
fyrir það var hún gríðarlega vinsæl
innan flokksins. Líkt og Davíð Odds-
son bauð hún sitjandi formanni
birginn og bjó sig undir að fara úr
borgarstjórn í stól formannsins og
þaðan til æðstu metorða. Það var
engin tilviljun, hún var fengin til
verksins. Og klöppuð upp.
Þetta var haustið 2011.
Ferill Bjarna Benediktssonar hékk á
bláþræði og harðlínusveit sjálfstæð-
ismanna hafði ákveðið að fylkja sér
um Hönnu Birnu, til að refsa honum
fyrir linkind í Icesave-málinu. Það
var því fátt sem gat komið í veg fyrir
að hún yrði fyrsta konan til gegna
formennsku í flokknum.
Stjarna hennar hafði aldrei skinið
jafn skært.
Í leiðara Morgunblaðsins mátti síð-
an lesa skömmu fyrir kjörið að vinir
Hönnu Birnu og velgerðarmenn
hefðu ákveðið að varpa henni fyrir
róða og styðja Bjarna, enda hefði
hann séð að sér. Hanna Birna hafði
þjónað sínum tilgangi, hún hafði
niðurlægt prinsinn og leitt honum
fyrir sjónir hver réði. Hún tapaði
auðvitað kosningunni.
En Bjarni lærði sína lexíu.
Hanna Birna bauð sig fram til
varaformanns flokksins árið 2013.
Nokkru fyrir kosninguna láku
stuðningsmenn hennar niðurstöð-
um skoðanakönnunar í blöðin, þar
kom fram að fylgið myndi sópast
að flokknum með hana við stjórn-
völinn. Þetta var auðvitað fremur
óskemmtilegt fyrir Bjarna. Annars
vegar ætlaði hún að fara í varafor-
mannsframboð til að hlífa Bjarna,
en hinsvegar rasskella hann opin-
berlega sjálfri sér til hugarhægðar.
Vopnið snerist í höndum hennar.
Í staðinn fyrir að hörfa mætti for-
maður Sjálfstæðisflokksins í sjón-
varpssal og nánast grét og kveinaði
í beinni útsendingu. Og það var
eins og við manninn mælt. Það var
grátið í öllum eldhúsum landsins
yfir bellibrögðum Hönnu Birnu,
hún var ekki lengur Mjallhvít heldur
vonda drottningin
Hanna Birna tók sæti í ríkisstjórn
sem innanríkisráðherra árið 2013,
sem aðstoðarmann réði hún Gísla
Frey Valdórsson, sendisvein úr
harðlínudeildinni, sléttgreiddan og
felldan. Saman tóku þau til við að
leggja pólitískan feril Hönnu Birnu
í rúst.
Þótt flóttamannaneyðin í Evrópu
hafi ekki náð hámarki fyrr en seinna
var þetta eldfimur málaflokkur.
Þegar boðað var til mótmæla fyr-
ir utan ráðuneytið til að mótmæla
brottvísun Nígeríumannsins Tony
Omos voru góð ráð dýr. Ákveðið var
í herbúðum Hönnu Birnu að leka
trúnaðarskjölum úr ráðuneytinu
sem vörðuðu lögreglurannsókn suð-
ur í Keflavík.
Allir muna hvað gerðist næst.
Í fyrstu var það fullkomin afneitun,
síðan reiði þar sem öllum öðrum
var kennt um. Lögreglu var hótað,
öskrað var á pólitíska andstæðinga,
starfsfólk ráðuneytisins var nánast
í herkví og ekki einu sinni ræstinga-
fólkið var óhult fyrir ásökunum um
að hafa lekið gögnunum.
Þegar Hanna Birna fór loksins úr
ráðuneytinu, var aðstoðarmaðurinn
búinn að játa á sig glæpinn. Öll þjóð-
in var komin með upp í kok. Enginn
trúði lengur að Hanna Birna væri
fórnarlamb í málinu nema Hanna
Birna, ef marka má yfirlýsingu sem
hún sendi frá sér af þessu tilefni.
Hanna Birna tilkynnti um brott-
hvarf sitt í pólitík með sínum hætti.
Hún horfði bláeygð framan í mynda-
vélarnar og sagðist ætla að yfirgefa
stjórnmálin, þar sem hana langaði
að leita nýrra áskorana. Hún neitaði
því að lekamálið hefði haft úrslitaá-
hrif. Hún brosti síðan þessu undir-
furðulega og óneitanlega svolítið
falska brosi, sem er svo minnistætt
úr lekamálinu.
Kannski er þetta einhver heldri
manna leikur úr teboði Sjálfstæðis-
flokksins, að tala í frösum, og brosa
með munninum en ekki augunum.
Það virkar ákaflega fyrirmannlegt í
þeim kreðsum en þegar allt er kom-
ið í óefni, hefur það sömu áhrif og
þegar dýr lætur skína í vígtennurnar.
Addio Hanna Birna
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
STJÓRNMÁLA-
KONA KVEÐUR
Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is
Gaman Ferðir bjóða upp á tónleikaferðir við allra
hæfi. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið.
GAMAN
Á TÓN-
LEIKUM!
BEYONCE
London 1-3 júlí
149.900 kr.
Verð á mann miðað við 2 í herbergi
RIHANNA
London 24-26 júní
119.900 kr.
Verð á mann miðað við 2 í herbergi
LIONEL RICHIE
London 1-3 júlí
129.900 kr.
Verð á mann miðað við 2 í herbergi
Frá
Frá
Frá
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016