Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 32
Er hægt að komast af á höf-
uðborgarsvæðinu án þess
að eiga bíl? Jú, þann lífsstíl
kjósa sumir sér, menga
minna og spara peninga,
ganga, hjóla og taka strætó
– og leigubíl ef mikið liggur
við, t.d. ef komast þarf á
fæðingardeildina með 7 í
útvíkkun.
Björn Reynir Halldórsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Fjölskyldulíf án einkabíls
Einkabílar eru í íslensku samfélagi
gjarnan taldir órjúfanlegur hluti af
fjölskyldulífinu og er jafnvel talað
um fjölskyldubíl í því samhengi.
Hann er hinn þarfasti þjónn þegar
kemur að matarinnkaupum, skutli
í skóla, dagvistun og frístundum,
ferðum á heilsugæslu og þjónustu
af ýmsu tagi. Við fyrstu sýn virðist
nánast ómögulegt að komast af án
hans þegar börn koma í heiminn en
svo þarf ekki endilega að vera. Hild-
ur Knútsdóttir og Egill Þórarinsson,
Nadira Árnadóttir og Sandra Önnu-
dóttir og Nina Salvioldis og Sebast-
ian Geyer lifa öll bíllausu lífi með
börnin sín og hafa öll upplifað það
viðmót frá vinum og kunningjum að
nauðsynlegt sé að eiga bíl og spurn-
ingar á borð við „hvenær ætlarðu að
kaupa bíl?“ eða „hvenær ætlarðu að
taka bílpróf?“ hafa verið tíðar. Öll
hafa þau hins vegar sniðið sér stakk
eftir vexti og kosið að búa á stað þar
sem auðvelt er að nálgast alla þjón-
ustu án þess að vera bílnum háð en
leyfa sér að taka leigubíl þegar þörf
er á þar sem sparnaður er heilmik-
ill. Öll hafa þau upplifað óþægindi
vegna lélegs snjómoksturs en upplif-
un af strætókerfi höfuðborgarsvæðis
er hins vegar ólík. Fréttatíminn tók
þau tali og spurði hvernig fjölskyldu-
líf án einkabílsins gengi fyrir sig.
„Ég á tvö börn og við áttum bíl þegar eldri dóttir okkar fæddist en
svo þegar yngri dóttirin fæddist hugsuðum við: „Við þurfum að
kaupa stærri bíl,“ en svo hugsuðum við bara: „Nei, af hverju?“ Það
er náttúrlega líka pólitískt, við viljum ekki menga og svo eru bílar
bara eitthvað svo leiðinlegir,“ segir Hildur Knútsdóttir, rithöfund-
ur og verkefnastjóri hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Hún
býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt manni sínum, Agli Þórarinssyni
skipulagsfræðingi, og dætrum þeirra tveimur, Rán, 3 ára og Örk,
eins árs. Rán er á leikskóla en Örk hjá dagmæðrum, því fer dágóð-
ur tími á morgnana og síðdegis í göngutúra sem eru fjölskyldunni
ánægjulegir: „Þegar dóttir mín var í leikskóla hjá FS löbbuðum
við meðfram Tjörninni. Þá sáum við unga og hittum kisur. Þetta
er allt annað,“ segir Hildur. „Svo rekst ég á fólk og spjalla og við
kíkjum á róló. Svo þegar maður tekur strætó er hægt að hlusta á
tónlist eða hljóðbók.“
Hildi er umhugað um þá kvöð að sitja föst í umferð á háanna-
tíma og aðra ókosti á borð við að finna stæði eða sinna viðhaldi á
bílnum. „Þetta bara mótar lífið leiðinlega, finnst mér. Lífið fer að
snúast einmitt um bílinn, hvar maður fær stæði og svona.“ Það
fylgir því að búa í gamla Vesturbænum að erfitt er að finna stæði
fyrir framan heimili sitt en staðsetning var hins vegar einmitt
valin með það í huga að þurfa ekki bíl á að halda enda stutt í alla
þjónustu, nema helst læknavakt: „Maður getur farið á heilsugæsl-
una en það er bara til sex. Börn eiga það einhverra hluta vegna til
að veikjast á föstudagskvöldum, það er klassískt. Þá getur verið
blóðugt að taka leigubíl á læknavaktina í Kópavogi.“
Að sama skapi er Hildur heppin að því leyti að hennar vinnu-
tími er sveigjanlegur: „Ég bý vel að því að ég er í hlutastarfi og svo
skrifa ég. Það myndi ekki ganga upp að vera í vinnu í 8 tíma í dag.
Þetta tekur dálítinn tíma, önnur er hjá dagmömmum og hin á leik-
skóla.“ Þau skiptast á að fara fyrr úr vinnunni og í tilfellum Egils
vinnur hann upp sína tíma. „En þó við værum á bíl þá myndum
við ekki bæði ná átta tímum,“ bætir Hildur við.
Hugsjónir spila sinn þátt í að Hildur og Egill losuðu sig við bíl-
inn. Það er ekki einungis minni mengun sem fylgdi því að losa
sig við bílinn heldur eru fleiri jákvæð umhverfisáhrif: „Í staðinn
fyrir að fara stórar innkaupaferðir förum við oftar og kaupum
minna, að vísu í dýrari búðum en við sóum minni mat. Það gleym-
ist nefnilega stundum að það er líka mjög dýrt að henda mat. Svo
um helgar förum við öll saman með kerru og gerum þetta allt
saman,“ segir Hildur og bætir við að barnakerrur henti mjög vel í
innkaupaferðir enda er þar pláss til þess að geyma ýmislegt undir
vöggunni.
Hildur finnur helst fyrir því að eiga ekki bíl á veturna þegar ekki
er hlúð nógu vel að gangandi vegfarendum: „Það er ekkert djók að
vera með vagn í janúar, hvernig er rutt. Oft snjóskaflar og illa rutt
og maður er fastari með barn,“ segir Hildur en bætir þó við: Það
eina sem við söknum við að hafa bíl eru ferðir út á land. Mamma
á sumarbústað á Suðurlandi. Það er reyndar hægt að taka strætó
þangað. Kannski við prófum það þegar stelpurnar verða aðeins
stærri.“ Það er þó mögulegt að fara út á land án bifreiðar: „Ég var
að fara að lesa í FSU um daginn og ég tók bara strætó.“ Hildi finnst
þó vanta hvatann til að leigja (rafmangs)bíl, það sé jafndýrt og bif-
reiðatryggingar fyrir heilt ár.
Mynd | Hari Hugsjónir áttu sinn þátt í að Hildur og Egill losuðu sig við bílinn.
Tíðari innkaupaferðir
en minni matarsóun
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
fyrir TILBOÐS
KASSI