Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 58

Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 58
Góð djúpnæring gefur hárinu nauðsynlega næringu til að viðhalda heilbrigði þess og gefur fallegt glansandi útlit. Til að ná sem bestum árangri er mikilvægt að nota djúpnæringuna á réttan máta. Svona á að gera: Notaðu djúpnæringu með reglu- legu millibili til að halda hárinu mjúku, koma í veg fyrir klofna hárenda og viðhalda lengd. Sum- um hentar að nota djúpnæringu á 3 til 4 daga fresti, á meðan öðr- um hentar að nota hana á 2 vikna fresti. Finndu út hvað hentar þér með því að byrja á vikulegri notk- un, ef hárið virðist of flatt skaltu draga úr notkun, en ef það er of þurrt prófaðu að nota næringuna tvisvar í viku. Ef þú hitar djúpnæringuna upp í 35 gráður þá nærðu fram auk- inni virkni og hárið verður ennþá mýkra og sterkara. Best er að hita hana upp með því að stinga brús- anum í heitt vatn frekar en að nota örbylgjuofn. Notaðu hitamæli til að mæla hversu heit hún verður. Byrjaðu á að bera djúpnæringu á hárendana og endaðu á því að bera í hársvörðinn. Endarnir þurfa helst á næringunni að halda þar sem þeir geta verið þurrir og með þessum hætti fá þeir aðeins lengri tíma til að sjúga í sig alla nær- inguna. Svona á ekki að gera: Ekki sofa með djúpnæringu í hár- inu yfir nótt. Hún á að virka hratt og örugglega og ætti ekki að vera í hárinu í meira en 20 til 30 mínútur. Ekki nota hana heldur eins og „lea- ve-in-conditioner“ sem þarf ekki að skola úr hárinu. Ef hún er of lengi í hárinu þá getur hárið orðið slappt og erfiðara að meðhöndla það. Hið fullkomna hár Hárið nær góðu jafnvægi og fullkominni mýkt með reglulegri notkun á djúpnæringu. Mjúkt og fallegt hár Djúpnæring gefur fallegt og glansandi útlit og viðheldur heilbrigði hársins …tíska 10 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Njótum sólarinnar áhyggjulaus með Piz Buin. PIZ BUIN Allergy n Ertu með viðkvæma húð eða ert viðkvæm/ur fyrir sól – engar áhyggjur með PIZ BUIN n Góð vörn fyrir fólk með ljósa húð sem viðkvæm er fyrir sól. n Styrkir náttúrulega vörn húðar. n Veitir vörn fyrir ofnæmisvið- brögðum. n Ofnæmisprófaðar.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.