Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 78
…EM 2016 14 | amk… föstudagur 10. júní 2016
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
FRÁBÆRIR OFNAR FRÁ TURBOCHEF
Nánari upplýsingar
á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
i3
TM
i5
TM
Hraðinn og þægindin koma ekki
niður á gæðum matarins!
SŏtaTM
i1
TM
Ofnarnir frá Turbochef eru einfaldir í notkun, taka lítið pláss
og rafmagnsnotkun er í lágmarki. Þeir elda 10–12 sinnum jótar
en hefðbundnir ofnar og þurfa ekki sérstaka loftræstingu
10 skærustu stjörnurnar á EM
Það verður nóg af frábærum leikmönnum á stóra sviðinu í Frakklandi
en þessir munu að líkindum verða í aðalhlutverki
Cristiano Ronaldo
Þjóð: Portúgal
Númer: 7
Félagslið: Real Madrid.
Aldur: 31 árs.
Landsleikir/mörk: 125/56
Annar af tveimur bestu leikmönnum
heims og óstöðvandi þegar hann er
í sínu besta formi. Við Íslendingar
vonumst að sjálfsögðu eftir því að hann
skilji formið eftir heima.
Kevin De Bruyne
Þjóð: Belgía.
Númer: 7
Félagslið: Manchester City.
Aldur: 24 ára.
Landsleikir/mörk: 41/13.
Ótrúlega kraftmikill leikmaður sem bæði
býr til mörk fyrir félaga sína og skorar
þau sjálfur. Þegar hann er í stuði skiptir
engu þó Hazard sé hættur að skora.
Robert
Lewandowski
Þjóð: Pólland.
Númer: 9.
Félagslið: Bayern München.
Aldur: 27 ára.
Landsleikir/mörk: 76/34.
Það tók Lewandowski langan tíma að
finna sama form með landsliðinu og með
félagsliðum sínum. En eftir að hann var
gerður að fyrirliða fór hann að skora
reglulega og þykir til
alls líklegur nú.
Gareth Bale
Þjóð: Wales.
Númer: 11
Félagslið: Real Madrid.
Aldur: 26 ára.
Landsleikir/mörk: 55/19.
Dýrasti fótboltamaður heims nýtur þess að
spila með landsliðinu og dregur jafnan vagninn
þar. Hann skoraði 7 af 11 mörkum Wales í
undankeppninni.
Yevhen Konoplyanka
Þjóð: Úkraína.
Númer: 10
Félagslið: Sevilla.
Aldur: 26 ára.
Landsleikir/mörk: 53/13.
Einn af þessum óútreiknanlegu leikmönnum. Hefur
burði til að verða ein af stjörnum mótsins ef hausinn
er í lagi, enda býr hann yfir miklum hraða og getur
splundrað vörnum andstæðinganna.
Andrés Iniesta
Þjóð: Spánn.
Númer: 6
Félagslið:
Barcelona.
Aldur: 32 ára.
Landsleikir/
mörk: 108/12.
Heilinn og
hjartað í fallegu
spili Spánverja.
Leikmaður sem allir
virðast elska.
Jamie Vardy
Þjóð: England.
Númer: 11
Félagslið: Leicester.
Aldur: 29 ára.
Landsleikir/mörk: 8/3.
Maðurinn sem fór frá því að spila í
utandeildinni fyrir nokkrum árum í að vera
stjarna í enska boltanum. Býr yfir ótrúlegum
hraða og er þefvís á marktækifærin. Verður
öskubuskusagan fullkomnuð?
Thomas Müller
Þjóð: Þýskaland.
Númer: 13
Félagslið: Bayern München.
Aldur: 26 ára.
Landsleikir/mörk: 71/32.
Hefur unnið allt sem hægt er að
vinna og á samt tíu ár eftir í boltanum.
Þrátt fyrir það tekst Müller að finna
sér pláss á vellinum og dúkka upp
á réttum stað og réttum tíma til að
skora mikilvægustu mörkin.
Paul Pogba
Þjóð: Frakkland.
Númer: 15.
Félagslið: Juventus.
Aldur: 23 ára.
Landsleikir/mörk: 31/5.
Margir spá því að Pogba
verði stjarna mótsins og
hann hefur sannarlega
allt til að bera; tækni,
yfirsýn og líkamsburði
til að fara framhjá
andstæðingum, leggja upp
mörk og skora þau sjálfur.
Zlatan Ibrahimovic
Þjóð: Svíþjóð.
Númer: 10.
Félagslið: Samningslaus.
Aldur: 34 ára.
Landsleikir/mörk: 112/62.
Skoraði 11 af 19 mörkum
Svía í undankeppninni og
dró þá til Frakklands nær
einn síns liðs. Spurningin er
hvort hann hafi krafta til að
draga vagninn áfram en hvort
aðrir stíga upp.