Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 Fjölmargir hafa spurt af hverju Íslendingar séu allt í einu orðnir svona góðir í fótbolta. Eitt af svörunum í hvert sinn hefur verið tilkoma knattspyrnuhalla á Íslandi. En er það rétt? Skiptir bygging þeirra tíu halla sem risið hafa á Íslandi frá árinu 2000 sköpum í ferli okkar bestu knattspyrn- umanna sem vinna nú hvern sigurinn á fætur öðrum á Evrópumótinu i Frakklandi? Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Einfalda svarið væri já því rökrétt er að halda fram að leikmenn taki framförum í takt við betri æfingaað- stæður. Þegar litið er á þá þrett- án leikmenn sem komu við sögu í sigrinum magnaða á Englendingum í Nice á mánudagskvöldið er svarið hins vegar nei. Aðeins einn af þess- um þrettán leikmönnum er skilgetið afkvæmi knattspyrnuhallar og hann spilaði fæstar mínútur í leiknum, kom inn á þegar ein mínúta var eft- ir af venjulegum leiktíma. Sá er Keflvíkingurinn Arnór Yngvi Traustason sem var aðeins sjö ára þegar Reykjaneshöllin var opnuð, fyrst íslenskra knattspyrnuhalla, árið 2000. Arnór Ingvi lék með Keflavík upp alla yngri flokkanna og fór út í atvinnumennsku árið 2014, þá tuttugu og eins árs, þegar hann gekk til liðs við sænska liðið Norrköping. Segja má því að hann hafi fengið allt sitt knattspyrnulega uppeldi inni í knattspyrnuhöll. Gylfi var þrjú ár í Fífunni Aðrir leikmenn íslenska liðsins höfðu í besta falli stutta viðkomu í höllunum eða hreinlega æfðu aldrei þar. Blikinn Jóhann Berg Guðmund- son náði fimm árum, frá tólf til fimmtán ára aldurs og síðan þegar hann var átján ára, í Fífunni áður en hann fór til hollenska liðsins AZ Alk- maar, og Gylfi Sigurðsson, sem fór sérstaklega frá FH yfir Breiðablik til að æfa í Fífunni, náði þremur árum áður en hann fór sextán ára gamall Sérfræðingar telja byggingu knattspyrnuhalla eina af ástæðunum fyrir því að Ísland er með svona gott fótboltalandslið. Fréttatíminn skoðar hversu miklu máli knattspyrnuhallavæðing landsins skipti í uppeldi leikmanna Íslands í sigrinum frækna á Englendingum. Skilgetið afkvæmi knattspyrnuhalla Fimm ár í höllum Þrjú ár í höllum Sáu hallir fyrir 16 ára aldur, fóru ungir út og höfðu ekki reglulegt aðgengi að höllum Sáu aldrei hallir á Íslandi Sáu hallir fyrst eftir 16 ára aldur og höfðu ekki reglu- legt aðgengi að höllum Sáu hallir fyrst eftir 16 ára aldur, fóru ungir út og höfðu ekki reglulegt aðgengi Arnór Ingvi Traustason Keflavík Jóhann Berg Guðmundsson Breiðabliki Aron Einar Gunnarsson Þór Akureyri Kolbeinn Sigþórsson HK og Víkingi Jón Daði Böðvarsson Selfossi* Birkir Már Sævarsson Val Kári Árnason Víkingi Gylfi Sigurðsson FH, Breiðabliki Ari Freyr Skúlason Val Birkir Bjarnason KA (flutti til Noregs 15 ára) Hannes Þór Halldórsson Leikni, Aftur eldingu, Stjörn., Fram og KR Ragnar Sigurðsson Fylki Theódór Elmar Bjarnason KR *Engin knattspyrnuhöll á Suðurlandi á meðan Jón Daði spilaði á Íslandi. Ljóst er þó að hann fór á landsliðsæf- ingar í höllum á höfuðborgarsvæðinu og spilaði leiki með meistaraflokki í höllum. Fáar af hetjunum í Nice ólust upp í knattspyrnuhöllum. Mynd | Nordic Photos/Getty „HÚH!“ Adidas Tango Mundial. Evrópukeppnin í Frakklandi 1984 Þetta er boltinn sem Michel Platini klappaði svo fagurlega með sokkana niðri og leiddi franska lands- liðið til sigurs. Á hinum mögnuðu fótum Platini voru síðan Copa Mundial leðurskór, mjúkir og sígildir. Mundial boltinn er stílhreinn. Hvítur og svartur eins og í heimsmeistarakeppninni á Spáni tveimur árum fyrr, en rauðu stafirnir setja punktinn yfir i-ið. Einhver flottasti fótbolti allra tíma. til enska liðsins Reading. Akureyringurinn Aron Einar Gunnars- s on n áð i líka þremur árum í Bogan- um á Akureyri áður en hann fór 17 ára til A Z A lkma- ar. Sveitungi hans, Birkir Bjarnason, var hins vegar f luttur til Noregs þegar Boginn reis á Ak- ureyri árið 2003 og æfði því aldrei í knattspyrnuhöll og Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson bjó við það að engin knattspyrnuhöll var til staðar á Suður- landi fyrr en Hamars- húsið reis í Hveragerði 2012 – sama ár og hann flutti til Noregs. Reykvíkingar sjaldan inni Egilshöllin í Reykjavík reis árið 2002 og Reyk- víkingarnir Hannes Halldórsson, Birk- ir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason, Theódór Elmar Bjarnason og Kol- beinn Sigþórsson æfðu allir með sínum uppeldisfélögum í Reykjavík eftir að Egilshöllin reis. Yngri flokkar Reykja- víkurfélaganna hafa hins vegar aldrei fengið marga tíma í Egilshöllinni né heldur meistaraf lokkar því mörg lið og margir iðk- endur eru um tímana og því er ljóst að þessir strák- ar hafa allir sennilega spil- að fleiri leiki en æfingar í höllunum á höfuð- borgar- svæð- inu. Í tilfelli sumra, eins og Ara Freys, þá var hann eitt ár á Ís- landi eftir að Egilshöllin var opnuð. Ragnar og Kári fóru báðir út tveimur árum eftir að höllin var byggð og voru orðn- ir átján og tuttugu ára þegar hægt var að komast inn í Eg- ilshöllina. Af þessu má ljóst vera að knattspyrnuhallir hafa ekki spilað stórt hlutverk í þróun fer- ils flestra þeirra leikmanna sem spil- uðu leikinn gegn Englendingum. Það verður leita eftir einhverju öðru til að skýra út af hverju í fjáranum þeir eru svona góðir. Aðeins einn af þessum þrettán leikmönnum er skilgetið afkvæmi knattspyrnuhallar og hann spilaði fæstar mínútur í leiknum: Arnór Yngvi Traustason. Hetjan úr leiknum gegn Austurríki æfði inni í Reykjaneshöllinni nær allan sinn knattspyrnuferil. Gerðu hallirnar Frakklandshetjurnar virkilega svona góðar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.