Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 55

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 55
…ferðir kynningar 11 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Fiskveiði Anna Rut með sjö punda urriða úr Skálavatni. Mynd | Örn Óskarsson Paradís Litla og Stóra Fossvatn. Mynd | Örn Óskarsson Vatnadýrð Hraunvötn - Rauðigígur í forgrunni. Mynd | Örn Óskarsson Útsýni Yfirlit yfir Tjaldvatn, Skálavatn og Langavatn og hluta af skálunum þar sem veiðimenngista. Mynd | Örn Óskarsson Bleikja hefur fundist í Snjóölduvatni, Nýjavatni, Austurbjallavatni, Krókspolli, Skyggnisvatni, Kvíslarvatni, Eskivatni, Langavatni, Tjaldvatni, Stóra-Skálavatni og Hamrafellsvatni. Mörg Veiðivatnanna eru gígvötn se m mynduðust í Veiðivatnagos - inu árið 1477. Alls eru 50 vötn og pollar á svæðinu. Vötn sem þekkt eru fyrir gjöfula silungsveiði „Öll aðstaða við Veiðivötn er alveg til fyrirmyndar og náttúrufegurðin einstök.“ Unnið í samstarfi við Veiði- og fiskræktarfélag Landmannafréttar Veiðivötn eru vatnaklasi norðan Tungnaár á Land-mannafrétti. Alls eru 50 vötn og pollar á svæð- inu. Vötnin liggja í aflangri dæld sem er breiðust um fimm kílómetra og 20 kílómetra löng frá Snjóöldu- vatni í suðurvestri að Hraunvötnum í norðaustri. Þau eru í 560-600 m hæð yfir sjávarmáli. Austan Veiðivatna liggja Snjóöldufjalla- garðar en Vatnaöldur vest- an þeirra. Veiðifélag Landmanna- fréttar var stofnað um vötnin árið 1965 af bændum í Holta- og Landsveit og hefur svæðið verið byggt upp með innkomu Veiðifé- lagsins. Að mati margra eru Veiði- vötn og Veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu. Mörg Veiðivatnanna eru gíg- vötn sem mynduðust í Veiðivatna- gosinu árið 1477. Þau eru flest lítil um sig, innan við 1 ferkílómetri, en oft hyldjúp. Eskivatn og Nýja- vatn eru dýpst, um og yfir 30 m djúp. Stærstu vötnin eru Litlisjór, Grænavatn, Ónýtavatn og Snjó- ölduvatn. Litlisjór er langstærstur, svo kemur Grænavatn og Snjó- ölduvatn. Þessi vötn eru ekki gíg- vötn og voru til fyrir 1480. Tjald- vatn og Breiðavatn eru grynnst, meðaldýpi um 1-3 metrar. Á neðri hluta Veiðivatnasvæð- isins eru gróðurlitlar vikuröld- ur og melar áberandi í umhverfi vatnanna en þegar farið er norðar setja mosavaxin hraun sterk- an svip á landslagið. Hraunin og klepragígarnir á Hraunvatna- svæðinu eru sérlega til- komumikil. Sömuleiðis eru fallegar hraun- myndarnir í Foss- vatnahrauni, við Skálavörn og Pyttl- ur. Þekktust eru vötnin fyrir gjöfula silungsveiði. Urriði er náttúrulegur á svæðinu og er nú í flestum vötn- um, en bleikja hefur komist úr Tungnaá í nokkur af neðstu vötn- unum. Hornsíli finnast í flestum vötnum. Vötnin eru flest mjög lífauðug. Urriðinn í Veiðivötnum er einstakur. Hann er óvíða stórvaxnari og feitari. Samkvæmt niðurstöð- um erfðarannsókna virðist Veiðivatnaur- riðinn hafa einangr- ast ofan ófiskgengra fossa fljótlega eftir að ísöld lauk. Á fáum stöðum í heiminum er til hreinni stofn af þessum ísaldarurriða. Urriðinn í Þing- vallarvatni er af sömu gerð. Bleikju varð fyrst vart í Snjó- ölduvatni árið 1972 en árið 1983 finnst hún einnig í Skyggnisvatni, Breiðavatni, Nýjavatni og Langa- vatni. Í Veiðivötn hefur bleikja gengið úr Tungnaá eftir kvísl- um. Á 7. áratugnum var bleikju sleppt í vötn á Skaftártungna- frétti og barst hún þaðan út í Tungnaá. Nú er bleikja í 11 vötnum á Veiðivatnasvæðinu. Bleikja hefur fund- ist í Snjóöldu- vatni, Nýjavatni, Austurbjallavatni, Krókspolli, Skyggnisvatni, Kvíslarvatni, Eski- vatni, Langavatni, Tjaldvatni, Stóra- -Skálavatni og Hamrafells- vatni. Þröstur Þorláksson veiðimaður hefur stundað veiðar á svæðinu í 27 ár og fer stundum í veiði oftar en einu sinni á ári. „Það má líkja þessu áhugamáli við það að byrja að stunda sund,“ segir Þröstur og hlær við. „Ef þér líkar það og finn- ur að þér líður vel eftir sundið þá er það fljótt að verða ómissandi partur af lífinu.“ Að sögn Þrastar er öll aðstaða við Veiðivötn alveg til fyrirmynd- ar. „Aðstaðan á svæðinu er alveg frábær, enda sækja menn þarna ár eftir ár. Tjaldsvæðið er gott, rafmagn er á svæðinu og sturtur, segja má að allt sé til alls. Að ógleymdri náttúrufegurðinni, nóg er af gönguleiðum og er þetta rosalega skemmtilegt svæði að ganga um. Gróðursælt er í kring- um vötnin og alveg ótrúleg feg- urð. Við Veiðivötn er nóg að sjá og áhugaverðar þjóðsögur sem fylgja landsvæðinu.“ Leyfð er veiði á flugu, maðk, makríl og spón í Veiðivötnum og er verið að veiða á allt að 100 stangir á dag út veiðitímabil- ið sem stendur frá 18. júní og til 20. ágúst ár hvert. Margir gisti- möguleikar eru á svæðinu en þar eru 15 veiðihús, skálar fyrir allt að 40 manns og tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla. Hafa ber í huga að öll gisting í veiði- húsum og skálum er yfirleitt uppseld fyrir 1. mars ár hvert. Vert er að minnast á það að í ár kemur mögulega út bók um sögu Veiðivatna sem Gunnar Guðmundsson tók saman. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Veiðivatna, www.veidivotn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.