Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 55
…ferðir
kynningar
11 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016
Fiskveiði Anna Rut með sjö punda urriða úr Skálavatni. Mynd | Örn Óskarsson
Paradís Litla og Stóra Fossvatn. Mynd | Örn Óskarsson Vatnadýrð Hraunvötn - Rauðigígur í forgrunni. Mynd | Örn Óskarsson
Útsýni Yfirlit yfir Tjaldvatn, Skálavatn og Langavatn og hluta af skálunum þar sem veiðimenngista. Mynd | Örn Óskarsson
Bleikja hefur fundist í Snjóölduvatni, Nýjavatni,
Austurbjallavatni, Krókspolli, Skyggnisvatni,
Kvíslarvatni, Eskivatni, Langavatni, Tjaldvatni,
Stóra-Skálavatni og Hamrafellsvatni.
Mörg
Veiðivatnanna
eru gígvötn se
m
mynduðust í
Veiðivatnagos
-
inu árið 1477.
Alls eru 50
vötn og pollar
á
svæðinu.
Vötn sem þekkt eru fyrir
gjöfula silungsveiði
„Öll aðstaða við Veiðivötn er alveg til fyrirmyndar og náttúrufegurðin einstök.“
Unnið í samstarfi við Veiði- og
fiskræktarfélag Landmannafréttar
Veiðivötn eru vatnaklasi norðan Tungnaár á Land-mannafrétti. Alls eru 50 vötn og pollar á svæð-
inu. Vötnin liggja í aflangri
dæld sem er breiðust
um fimm kílómetra
og 20 kílómetra
löng frá Snjóöldu-
vatni í suðurvestri
að Hraunvötnum
í norðaustri. Þau
eru í 560-600 m
hæð yfir sjávarmáli.
Austan Veiðivatna
liggja Snjóöldufjalla-
garðar en Vatnaöldur vest-
an þeirra. Veiðifélag Landmanna-
fréttar var stofnað um vötnin
árið 1965 af bændum í Holta- og
Landsveit og hefur svæðið verið
byggt upp með innkomu Veiðifé-
lagsins. Að mati margra eru Veiði-
vötn og Veiðivatnasvæðið eitt
það fallegasta á landinu.
Mörg Veiðivatnanna eru gíg-
vötn sem mynduðust í Veiðivatna-
gosinu árið 1477. Þau eru flest lítil
um sig, innan við 1 ferkílómetri,
en oft hyldjúp. Eskivatn og Nýja-
vatn eru dýpst, um og yfir 30 m
djúp. Stærstu vötnin eru Litlisjór,
Grænavatn, Ónýtavatn og Snjó-
ölduvatn. Litlisjór er langstærstur,
svo kemur Grænavatn og Snjó-
ölduvatn. Þessi vötn eru ekki gíg-
vötn og voru til fyrir 1480. Tjald-
vatn og Breiðavatn eru grynnst,
meðaldýpi um 1-3 metrar.
Á neðri hluta Veiðivatnasvæð-
isins eru gróðurlitlar vikuröld-
ur og melar áberandi í umhverfi
vatnanna en þegar farið er norðar
setja mosavaxin hraun sterk-
an svip á landslagið. Hraunin og
klepragígarnir á Hraunvatna-
svæðinu eru sérlega til-
komumikil. Sömuleiðis
eru fallegar hraun-
myndarnir í Foss-
vatnahrauni, við
Skálavörn og Pyttl-
ur.
Þekktust eru
vötnin fyrir gjöfula
silungsveiði. Urriði er
náttúrulegur á svæðinu
og er nú í flestum vötn-
um, en bleikja hefur komist úr
Tungnaá í nokkur af neðstu vötn-
unum. Hornsíli finnast í flestum
vötnum. Vötnin eru flest mjög
lífauðug.
Urriðinn í Veiðivötnum er
einstakur. Hann er óvíða
stórvaxnari og feitari.
Samkvæmt niðurstöð-
um erfðarannsókna
virðist Veiðivatnaur-
riðinn hafa einangr-
ast ofan ófiskgengra
fossa fljótlega eftir
að ísöld lauk. Á fáum
stöðum í heiminum er
til hreinni stofn af þessum
ísaldarurriða. Urriðinn í Þing-
vallarvatni er af sömu gerð.
Bleikju varð fyrst vart í Snjó-
ölduvatni árið 1972 en árið 1983
finnst hún einnig í Skyggnisvatni,
Breiðavatni, Nýjavatni og Langa-
vatni. Í Veiðivötn hefur bleikja
gengið úr Tungnaá eftir kvísl-
um. Á 7. áratugnum var bleikju
sleppt í vötn á Skaftártungna-
frétti og barst hún þaðan
út í Tungnaá. Nú er
bleikja í 11 vötnum á
Veiðivatnasvæðinu.
Bleikja hefur fund-
ist í Snjóöldu-
vatni, Nýjavatni,
Austurbjallavatni,
Krókspolli,
Skyggnisvatni,
Kvíslarvatni, Eski-
vatni, Langavatni,
Tjaldvatni, Stóra-
-Skálavatni og Hamrafells-
vatni.
Þröstur Þorláksson veiðimaður
hefur stundað veiðar á svæðinu í
27 ár og fer stundum í veiði oftar
en einu sinni á ári. „Það má líkja
þessu áhugamáli við það að byrja
að stunda sund,“ segir Þröstur og
hlær við. „Ef þér líkar það og finn-
ur að þér líður vel eftir sundið þá
er það fljótt að verða ómissandi
partur af lífinu.“
Að sögn Þrastar er öll aðstaða
við Veiðivötn alveg til fyrirmynd-
ar. „Aðstaðan á svæðinu er alveg
frábær, enda sækja menn þarna
ár eftir ár. Tjaldsvæðið er gott,
rafmagn er á svæðinu og sturtur,
segja má að allt sé til alls. Að
ógleymdri náttúrufegurðinni, nóg
er af gönguleiðum og er þetta
rosalega skemmtilegt svæði að
ganga um. Gróðursælt er í kring-
um vötnin og alveg ótrúleg feg-
urð. Við Veiðivötn er nóg að sjá
og áhugaverðar þjóðsögur sem
fylgja landsvæðinu.“
Leyfð er veiði á flugu, maðk,
makríl og spón í Veiðivötnum
og er verið að veiða á allt að 100
stangir á dag út veiðitímabil-
ið sem stendur frá 18. júní og til
20. ágúst ár hvert. Margir gisti-
möguleikar eru á svæðinu en þar
eru 15 veiðihús, skálar fyrir allt
að 40 manns og tjaldsvæði fyrir
tjöld, tjaldvagna og húsbíla. Hafa
ber í huga að öll gisting í veiði-
húsum og skálum er yfirleitt
uppseld fyrir 1. mars ár hvert.
Vert er að minnast á það að í ár
kemur mögulega út bók um sögu
Veiðivatna sem Gunnar
Guðmundsson tók saman.
Allar nánari upplýsingar má
finna á vefsíðu Veiðivatna,
www.veidivotn.is