Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 Móðir Jóns Daða Böðvars- sonar segir árangur sonar síns með landsliðinu ekki vera sér að þakka. „Hann hefur komist áfram á eins- tökum metnaði og sjálfsaga. En hann hefur kannski lært af mér að halda áfram eftir mótbyr.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þeir sem þekkja Jón Daða Böðvars- son segja sögu hans líkjast Ösku- buskuævintýri. Selfyssingurinn sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni á Evrópumeistaramótinu í fótbolta, hefur kynnst hæðum og lægðum í lífinu. Ingibjörg Erna Sveinsdóttir féllst á að segja Fréttatímanum frá syni sínum, áður en hún stígur upp í flugvél til Frakklands. Ekki til að eigna sér heiðurinn af afrekum hans, heldur til skýra frá því sem hún telur að hafi gert hann að þeim einstaka leikmanni sem fólk sér í dag. „Hann vill vera fyrirmynd barna sem eiga erfitt uppdráttar því það hefur haft mótandi áhrif á hann að hafa þurft að yfirstíga fjölmargar hindranir.“ Af þeim sem þekkja til Jóns Daða er honum lýst sem baráttujaxli með einstakt hugarfar. Hann hefur alltaf haft óþrjótandi metnað til að standa sig í fótbolta. En hann var líka dæmigerður ofvirkur strák- ur. Hann gat ekki verið kyrr. Hann var hvatís og með athyglisbrest og kannski enginn draumur að eiga við í skólastofu. Keppnisskapið var Skapið kom honum áfram svo mikið að krakkarnir fundu fljótt leiðir til að æsa hann upp. Fyrir það fékk hann oft á tíðum skammir og neikvæða athygli. Móðir hans fékk líka, eins og sumir foreldrar of- virkra barna, að heyra að hún hefði veitt syni sínum lélegt uppeldi. „Svona var þetta bara þá og þetta er liðin tíð.“ Hún brosir og hristir höfuðið. „En hann hefur gefið mér fullt leyfi til að segja frá sér, í þeirri von að horft verði á styrkleika barna sem eru svipaðri stöðu og hann var einu sinni,“ segir hún. „Eins og ann- ar landsliðsmaður sagði um daginn, þá eru þeir eiginlega allir ofvirkir í þessu liði.“ Ingibjörg segir að þegar sonur hennar var að alast upp hafi skiln- ingur á ofvirkni verið takmarkað- ur og stöðugt verið einblínt á nei- kvæða hegðun. „Það var hringt í mig úr skólanum þegar hann hljóp út á sokkunum, eða til að láta mig vita hvað hann hefði verið erfið- ur. Sjálf datt ég stundum í þá gryf- ju að hundskamma hann. Ég var ekki með neinar kennslubækur í þessu og hef stundum þurft að biðja hann fyrirgefningar á minni frammistöðu. En hann var ekk- ert vandamálabarn. Þegar hann var kominn á unglingsaldur var mér orðið ljóst hvað er mikilvægt að horfa ekki á það neikvæða við greininguna. Það verður að taka plúsana fram yfir mínusana. Ein- blína á styrkleikana og rækta þá. Fótboltinn var leið Jóns Daða til að virkja sína sterkustu hliðar og ef hann hefði ekki alltaf haft þetta keppnisskap sem stundum kom honum í vesen, væri hann ekki á þessum stað í dag.“ Í kvikmyndinni um landsliðið, Jökullinn logar, segir Jón Daði sjálf- ur frá þessu. Hann lýsir því að hann hafi oft verið sendur til skólastjór- ans og verið settur á róandi lyf gegn ofvirkninni. Og hvernig keppnis- skapið hafi stundum orðið til þess að hann strunsaði heim af æfingum í bræði. Hann er sannfærður um að fótboltinn hafi hjálpað sér að lifa með ofvirkninni. „Hann hefur alltaf gert svakalega miklar kröfur til sjálfs sín og rifið sig niður ef hann nær ekki því sem hann ætlar sér. Hann er harkalega sjálfsgagnrýninn og það hefur líka gert það að verkum að hann hefur æft meira til að verða betri. Jafnvel eftir sigur fer hann yfir hvað hann hefði getað gert betur og er alltaf kominn með hugann við næsta leik. Það er partur af hans karakter. Að einhverju leyti er það svipað og Lars er að gera með landsliðinu. Þeir virðast jarðbundnir liðsmennirnir, þó þeir vinni leiki, og leggjast yfir hvað þeir geta gert betur næst. Það er rosalega flott. Mér finnst líka já- kvætt að þeir fái mikla hvatningu, eins og þessi vídeó sem þeir horfa á fyrir leiki. Andlega hliðin skiptir svo miklu máli. Ég mæli með því að fólk með mikið keppnisskap noti íþróttasálfræði. Hún hjálpar strák- um á þessari braut mikið.“ Móðir Jóns Daða Böðvarssonar Ingibjörg Erna Sveinsdóttir er á leið til Frakklands til að sjá son- inn spila við Frakkland. Hún segir að í sinni fjölskyldu sé bleikur litur happalitur á svona stundum. Mynd | Rut „Fólk áttar sig kannski ekki á því hve mikil vinna liggur að baki. Öll árin sem fóru í að undirbúa að komast á þennan stað. Hann er tuttugu og fjögurra ára og í sautján ár hefur hann varla gert annað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.