Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 GOTT UM HELGINA FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS Bíó til að hita upp fyrir leikinn Heimildamyndin Jökullinn logar, um vegferð strák- anna okkar á EM, hefur verið sýnd í kvikmynda- húsum um nokkurt skeið, en í tilefni af velgengni íslenska landsliðsins mun Bíó Paradís sýna myndina klukkan 18 í dag og á morgun með enskum texta fyrir erlenda aðdáendur liðsins. Hvar? Bíó Paradís á Hverfisgötu Hvenær? Klukkan 18 í dag, laugar- dag og á sama tíma á morgun, sunnudag Keppni um rauðhærðasta Íslendinginn árið 2015. Stuð á Akranesi Nú eru Írskir dagar á Akranesi með tilheyrandi skemmtidagskrá sem stendur fram á sunnudag. Dagskráin í dag hefst snemma morguns og stendur fram eftir nóttu. Í dag verður til dæmis rauð- hærðasti Íslendingurinn krýnd- ur, synt sjósund frá bryggjunni að Merkjaklöpp á Langasandi, og endar kvöldið á sveitaballinu Lopapeysunni á hafnarsvæðinu. Dagskrá? Dagskrá Írskra daga í heild má finna á Facebook-síðu Írskra daga. Vesturbæingar selja eigur sínar Flóamarkaður Vesturbæjar verður haldinn á morgun og kennir þar ým- issa grasa. Hver sem er má vera með bás á markaðnum og verður jafnt nýr og notaður varningur til sölu. Kaffisala, góð stemning og hverfisfjör! Hvar? Fyrir utan Haga á Hofsvallagötu (við hliðina á Kaffi Vest) Hvenær? Milli 12 og 17 á morgun, sunnudag Reyðfirðingar minnast hernámsins og skemmta sér Bryggjuhátíðin verður haldin í annað sinn í núverandi mynd um helgina á Reyðarfirði, og verða meðal annars markaður og tónleikar á dagskránni. Á morgun er svo Hernámsdagurinn haldinn hátíðleg- ur á Reyðarfirði, en þann 3. júlí árið 1940 komu breskir hermenn fyrst til Reyðarfjarðar. Í tilefni dagsins verður boðið upp á fisk og franskar, auk þess sem margir verða íklæddir hermannsklæðum og fötum í anda stríðsáranna. Hvar? Víða um Reyðarfjörð Hvenær? Hernámsdagurinn er á morgun en Bryggjuhátíðin stendur alla helgina Englar og partí morgundagsins Ætlaðir þú að sjá Angel Olsen og The Oh Sees á ATP-hátíðinni? Ör- væntu ekki þó hátíðinni hafi verið aflýst, Húrra tekur við boltan- um og troða atriðin tvö þar upp í kvöld. Auk þess mun grínistinn Anna Seregina hita fólk upp fyrir tónlistina. Hvar? Húrra Hvenær? Frá klukkan 20 Hvað kostar? 5.000 krónur Órafmagnaður hávaði á Gauknum Hljómsveitin Noise var að gefa út nýja plötu sem þó passar ekki endilega við nafn sveitarinnar. Hljóðheimur plötunnar er óraf- magnaður og er strengjasveit í nokkrum laganna. Hljómsveitin býður aðdáendum sínum nú á tón- leika í tilefni útgáfunnar, þar sem platan verður spiluð í heild. Hvar? Gauknum Hvenær? Klukkan 22 í kvöld Hvað kostar? Frítt er inn á tónleikana Bílar sem eldast eins og vín Fornbílaklúbburinn heldur sína árlegu sýningu á fornbílum í Ár- bæjarsafni á morgun. Tilvalið tækifæri til að fara á Árbæjarsafn og upplifa ferðalag aftur í tímann. Heitt á könnunni og þjóðlegar veitingar á boðstólum. Hvar? Árbæjarsafni Hvenær? Klukkan 13 til 17 á morgun, sunnudag LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.