Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 26

Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 GOTT UM HELGINA FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS Bíó til að hita upp fyrir leikinn Heimildamyndin Jökullinn logar, um vegferð strák- anna okkar á EM, hefur verið sýnd í kvikmynda- húsum um nokkurt skeið, en í tilefni af velgengni íslenska landsliðsins mun Bíó Paradís sýna myndina klukkan 18 í dag og á morgun með enskum texta fyrir erlenda aðdáendur liðsins. Hvar? Bíó Paradís á Hverfisgötu Hvenær? Klukkan 18 í dag, laugar- dag og á sama tíma á morgun, sunnudag Keppni um rauðhærðasta Íslendinginn árið 2015. Stuð á Akranesi Nú eru Írskir dagar á Akranesi með tilheyrandi skemmtidagskrá sem stendur fram á sunnudag. Dagskráin í dag hefst snemma morguns og stendur fram eftir nóttu. Í dag verður til dæmis rauð- hærðasti Íslendingurinn krýnd- ur, synt sjósund frá bryggjunni að Merkjaklöpp á Langasandi, og endar kvöldið á sveitaballinu Lopapeysunni á hafnarsvæðinu. Dagskrá? Dagskrá Írskra daga í heild má finna á Facebook-síðu Írskra daga. Vesturbæingar selja eigur sínar Flóamarkaður Vesturbæjar verður haldinn á morgun og kennir þar ým- issa grasa. Hver sem er má vera með bás á markaðnum og verður jafnt nýr og notaður varningur til sölu. Kaffisala, góð stemning og hverfisfjör! Hvar? Fyrir utan Haga á Hofsvallagötu (við hliðina á Kaffi Vest) Hvenær? Milli 12 og 17 á morgun, sunnudag Reyðfirðingar minnast hernámsins og skemmta sér Bryggjuhátíðin verður haldin í annað sinn í núverandi mynd um helgina á Reyðarfirði, og verða meðal annars markaður og tónleikar á dagskránni. Á morgun er svo Hernámsdagurinn haldinn hátíðleg- ur á Reyðarfirði, en þann 3. júlí árið 1940 komu breskir hermenn fyrst til Reyðarfjarðar. Í tilefni dagsins verður boðið upp á fisk og franskar, auk þess sem margir verða íklæddir hermannsklæðum og fötum í anda stríðsáranna. Hvar? Víða um Reyðarfjörð Hvenær? Hernámsdagurinn er á morgun en Bryggjuhátíðin stendur alla helgina Englar og partí morgundagsins Ætlaðir þú að sjá Angel Olsen og The Oh Sees á ATP-hátíðinni? Ör- væntu ekki þó hátíðinni hafi verið aflýst, Húrra tekur við boltan- um og troða atriðin tvö þar upp í kvöld. Auk þess mun grínistinn Anna Seregina hita fólk upp fyrir tónlistina. Hvar? Húrra Hvenær? Frá klukkan 20 Hvað kostar? 5.000 krónur Órafmagnaður hávaði á Gauknum Hljómsveitin Noise var að gefa út nýja plötu sem þó passar ekki endilega við nafn sveitarinnar. Hljóðheimur plötunnar er óraf- magnaður og er strengjasveit í nokkrum laganna. Hljómsveitin býður aðdáendum sínum nú á tón- leika í tilefni útgáfunnar, þar sem platan verður spiluð í heild. Hvar? Gauknum Hvenær? Klukkan 22 í kvöld Hvað kostar? Frítt er inn á tónleikana Bílar sem eldast eins og vín Fornbílaklúbburinn heldur sína árlegu sýningu á fornbílum í Ár- bæjarsafni á morgun. Tilvalið tækifæri til að fara á Árbæjarsafn og upplifa ferðalag aftur í tímann. Heitt á könnunni og þjóðlegar veitingar á boðstólum. Hvar? Árbæjarsafni Hvenær? Klukkan 13 til 17 á morgun, sunnudag LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.