Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 Lífsglaður og jafnréttissinnaður leikskólakennari Leikskólarnir Hjalli í Hafnarfirði og Ásar í Garðabæ auglýsa eftir körlum og konum til starfa, leikskólakennurum eða fólki með aðra uppeldismenntun. Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af metnaði, gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa brennandi áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi. Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða. Um er að ræða framtíðarstörf. Áhugasamir hafi samband við Gróu M. Finnsdóttur á groa@hjalli.is eða í síma 869-5426. En mömmusálfræðin, skipt- ir hún ekki jafn miklu máli og íþróttasálfræðin? „Ég var kannski ekki manna best í því og þurfti mikið að biðja vina- fólk mitt um að sinna honum á leikj- um. Ég var í vaktavinnu og komst ekki mikið burtu. Ég hafði heldur ekki mikinn áhuga á fótbolta svo hann sá oft um þetta sjálfur. Systk- ini hans eiga líka mikið í honum. Auðun, stóri bróðir hans, lék hálf- gert föðurhlutverk í lífi hans og þeir hafa verið mjög nánir. Auðun er duglegur að ræða keppnishliðina við hann. Hann hefur alltaf verið mikill klettur í lífi Jóns Daða og veitt honum mikla hvatningu og styrk. Þó ég hafi ekki verið með honum á leikjum fólst stuðningur minn kannski í öðrum þáttum. Ég ræddi við hann um að gera ekki mikið úr tapi, og að maður getur ekki alltaf unnið. Að hann mætti ekki brjóta sig niður eftir tap. Eins reyndi ég að passa upp á að hann fengi næga hvíld. Hann var mjög ungur þegar hann fékk áhuga á hollu matarræði og við ræðum mikið saman um hleðslu og heilsunammi og svoleið- is hluti. Menn í svona mikilli hreyf- ingu þurfa að borða reglulega og hugsa vel um hvað þeir setja ofan í sig.“ Ofsaþjálfun liðsmanna Nú vilja allir vita hvað skóp þessa einstöku fótboltamenn okkar. Liðs- mennina sem hafa unnið þjóðina alla á sitt band og fengið ólíklegasta fólk til að fylgjast með heilum fót- boltaleikjum í fyrsta sinn. „Að baki þessum árangri er ofsa- þjálfun. Ég held að Jón Daði hlaupi um það bil tólf kílómetra í svona leik og þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil brennsla. Ég held að það séu um sex þúsund kalórí- ur bara í einum leik. Hann hefur ofboðslegan sjálfsaga og til að geta þetta hefur hann lagt á sig óteljandi æfingar, allskonar líkamsrækt og sjálfsrækt. Sjúkraþjálfun, tækniæf- ingar og stífar keppnisferðir. Fólk áttar sig kannski ekki á því hve mikil vinna liggur að baki. Öll árin sem fóru í að undirbúa að komast á þennan stað. Hann er tuttugu og fjögurra ára og í sautján ár hefur hann varla gert annað. Fólk sem nú vill tína til hvað landsliðsmennirnir fá mikið fyrir að spila á EM, má líka líta til þessara hluta.“ Hún rekur upphafið á fótboltaá- huga sonarins til þess tíma þegar hann var sex ára gamall í sveita- skóla á Varmalandi í Borgarfirði. „Þar fékk hann að spila fótbolta með miklu eldri strákum. Þeir leyfðu honum bara að vera með. Ári síðar fluttum við á Selfoss og þá uð mikið af fólki hefur því miður of bágan fjárhag til þess að börnin þeirra geti fengið að æfa og það er búið að vera þannig í mörg ár.“ Ingibjörg segir Jón Daða hafa komið heim til sín eftir að hann hlaut viðurkenninguna og sagðist vilja láta gott af sér leiða fyrir pen- ingana. „Í sameiningu fundum við það út, að það vantaði slíkan sjóð. Hann vann svo hugmyndina áfram og fleiri komu inn í þetta. Það eiga ekki allir fyrir æfingagjöldum eða takkaskóm og það er ekkert gaman fyrir þessa krakka að skera sig úr af því að efnin eru ekki fyrir hendi.“ Jón Daði sagðist vona að styrkurinn yrði til þess að fleiri klúbbar kæmu slíku á legg. Fótboltinn meðal við stríðni Þeir sem þekkja Jón Daða, og Fréttatíminn hefur rætt við, lýsa þrautseigju hans og baráttu sem einstakri. Hann sé harður við sjálf- an sig og keppnisskapið hafi fleytt honum áfram. Um tíma hafi hann af þeim sökum mætt mótlæti í skóla. „Hann átti erfitt uppdráttar því hann var hvatvís og fljótur að skipta skapi. Á tímabili tók ég eftir því að hann varð fyrir stríðni í skólanum og það var ákveðið einelti að byrja. Það varð svo slæmt að ég talaði við skólann á Selfossi, sem greip strax inn í. Ég held það hafi komið honum sjálfum á óvart að þá fóru hlutirnir að snúast við. Það sem enn og aft- ur hjálpað honum var fótboltinn og sú virðing sem hann vann sér inn meðal sumra, fyrir að vera góður í honum. Fólk fór að taka eftir styrk- leikum hans. Málin snerust við og drengirnir sem byrjuðu á að stríða honum fóru að styðja hann. Hvat- vísir krakkar verða oft fyrir aðkasti og það þarf að hjálpa þeim að gefast ekki upp þó þeir reki sig á.“ Ingibjörg segist einna helst hafa tekist að miðla því til sonar síns að læra af reynslunni. Hún hafi sjálf hafa fengið sinn skerf af mótlæti. „Ég hef það viðmót að líta á mót- byr sem ákveðna kennslustund. Ég hef kannski verið honum fyrir- mynd í því og hann stendur alltaf upp aftur eftir áföll. Hann fylgdist með mér vinna mig út úr erfiðleik- um og veikindum og það kom aldrei til greina að gefast upp. Hann held- ur alltaf áfram og hefur þessvegna náð svona langt. Ég hef ekki unnið neina sigra fyrir hann, hann hef- ur gert það sjálfur og við erum öll í fjölskyldunni að rifna úr stolti af honum.“ hann hafði steingleymt sér í leikn- um og vissi ekkert hvað klukkunni leið. Svo fylgdist hann með enska boltanum og átti þar margar fyrir- myndir. Þannig hefur þetta alltaf verið.“ Stofnaði styrktarsjóð fyrir fót- boltabörn Ingibjörg á þrjú börn og var lengi vel einstæð móðir. Hún vann fyrir sér sem hjúkrunarfræðingur og segir að stundum hafi verið erfitt að ná end- um saman. Sjálfur hefur Jón Daði sagt að hann þekki það af eigin raun hvað kostnaðurinn við íþróttina geti verið íþyngjandi. „Honum er mjög umhugað um að fótbolti sé fyrir alla, ekki bara þá sem koma úr réttu fjölskyldun- um eða eiga peninga. Hann vill vera hvatning fyrir stráka með svipaðan bakgrunn og hann, og minna þá á að halda í drauminn sinn, styrkja það sem þeir eru góðir í. Gefast ekki upp. Ekki velta sér of mikið upp úr því þó þeir hafa verið reknir úr tíma.“ Árið 2012, þegar Jón Daði var valinn íþróttamaður Árborgar í annað sinn, gaf hann allt verð- launafé sitt, þá 200 þúsund krón- ur, og stofnaði styrktarsjóð fyrir fótboltakrakka. Í samtali við Sunn- lenska á þeim tíma sagði hann; „Ég veit það með vissu að þónokk- kom ekkert annað til greina en að setja hann í íþróttir.“ Á þessum tíma var orðið ljóst að Jón Daði glímdi við ofvirkni en þá helltist líka fótboltadellan yfir hann af fullum þunga og hefur hann verið heltekinn af íþróttinni síðan. Barn- æskunni varði hann því að mestu við íþróttaaðstöðuna á Selfossi og þjálfararnir þar höfðu mikil áhrif á hann. „Ef hann var ekki á æfingu eða úti að leika sér í fótbolta þá var hann heima að spila fótboltaleiki í tölvunni. Ég veit ekki hversu oft ég fann hann seint um kvöld á ein- hverjum fótboltavellinum, þar sem „Ef hann hefði ekki alltaf haft þetta keppnisskap, sem stundum kom hon- um í vesen, væri hann ekki á þessum stað í dag.“ Jón Daði í leiknum á móti Portúgal. Jón Daði fékk ungur áhuga á fótbolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.