Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016
„Við giftum okkur fyrst að íslömskum sið
fyrir rúmum tveimur árum í Þýskalandi.
Svo giftum við okkur í Pakistan um jólin og
þriðja giftingin verður núna í sumar í Ing-
ólfsfirði,“ segir Ásdís Sigtryggsdóttir en þau
Usman Ghani Virk kynntust í Kessel í Þýska-
landi þar sem þau stunduðu bæði meistara-
nám. „Við vorum bæði að læra alþjóðastjórn-
málahagfræði og vorum saman í litlum bekk
og það leið ekki á löngu þar til við felldum
hugi saman. Við erum búin að vera saman
í rúm þrjú ár, eigum saman soninn Karl
Salman og ætlum að flytja til Íslands í haust.“
„Við fórum til Pakistan síðustu jól þar sem
haldin var veisla með fjölskyldu Usmans og
þegar við mættum var mamma hans búin
að láta sérsauma á mig tíu mismunandi kjóla
og ofboðslega fallegan brúðarkjól sem var
allur útsaumaður með perlum. Og Usmann
var í hefðbundnum klæðum með túrban og
allt. Þetta var rosalega skemmtilegt, segir
Ásdís sem er alin upp á Akranesi. „Ég eyddi
samt öllum mínum sumrum á Ströndum því
mamma er alin upp á Eyri við Ingólfsfjörð.
Þetta er auðvitað algjört ævintýraland fyrir
krakka og ég á ótrúlegar minningar frá þess-
um stað, hvort sem það er úr gömlu verk-
smiðjunni, af bátnum hans afa, sundlauginni
á Krossnesi eða úr Kaupfélaginu á Norður-
firði. Ég á alls ekki erfitt með að kalla staði
heimili og hef búið um allan heim, bý í sjötta
landinu núna á síðustu tíu árum, en þetta er
staðurinn þar sem mér finnst ég hafa rætur.“
„Ussmann kom til Íslands um síðustu jól og
þá ætluðum við að kíkja í Ingólfsfjörð en það
var ekki fært svo þetta verður í fyrsta sinn
sem hann sér staðinn. Það verður örugglega
skrítið fyrir hann að upplifa þennan stað því
hann er frá lítilli borg í Pakistan, sem telur 6
milljónir. Að það sé til svona staður þar sem
er enginn og ekkert er eitthvað sem hann
skilur ekki alveg.“
„Það verður pakistanskur stíll yfir athöfn-
inni í Ingólfsfirði. Við, og litli strákurinn
okkar og öll mín fjölskylda, munum klæðast
pakistönskum hátíðarklæðum í veislunni
sem verður haldin í gamla bænum sem afi
byggði. Þetta verður örugglega í fyrsta sinn
sem borinn er túrban á Eyri.“
Fyrsti túrbaninn í Ingólfsfirði
Ásdís og Usman giftu sig fyrst að íslömskum sið í Þýskalandi
en munu í júlí fagna á Eyri við Ingólfsfjörð í pakistönskum
hátíðarklæðum.
Mikið leynimakk í byrjun
Esther og Eiríkur fluttu til Hólmavíkur stuttu eftir að hafa
opinberað leynilegt ástarsamband. Þau giftu sig í Djúpuvík um
síðustu helgi.
„Við Eiríkur hittumst fyrst fyrir rúmum
fjórum árum í Háskóla Íslands,“ segir Esther
Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi á
Hólmavík, en þau Eiríkur Valdimarsson giftu
sig á Djúpuvík á Ströndum um síðustu helgi.
„Við vorum að vinna þar saman sem stunda-
kennarar og heilluðumst fljótlega hvort af
öðru. Til að byrja með var þetta ægilega
mikið leynimakk því við vildum ekki að sam-
starfsfólk okkar vissi neitt á meðan við vor-
um ekki viss hvað myndi verða. Við vorum
saman allan daginn en enginn vissi hversu
vel við þekktumst, sem var mjög gaman.“
Stuttu eftir að hafa opinberað sambandið
fyrir umheiminum ákvað ástfangna parið
að flytja á Hólmavík. „Ég er úr Kópavogi en
Eiríkur er frá Skagafirði og okkur langaði til
að prófa að búa úti á landi. Við vorum búin
að skoða okkur um hér og þar en svo bauðst
mér þessi skemmtilega vinna á Hólmavík og
við ákváðum að prófa. Það var ekkert lang-
tímaplan og við bjuggumst alveg við því að
þetta yrði skelfilegt og að við kæmum strax
aftur heim. En svo höfum við heldur betur
fest rætur hérna, erum búin að kaupa okk-
ur hús og erum hvergi á förum. Það er líka
algjörlega dásamlegt að ala upp börn hérna,
bara algjör snilld,“ segir Esther en þau Eirík-
ur áttu bæði eitt barn þegar þau felldu hugi
saman og í dag hefur lítil stúlka bæst í fjöl-
skylduna.
„Við höfum hvorugt nokkra fjölskyldu-
tengingu við staðinn en ákváðum að gifta
okkur hér því við höfum fest rætur hér.
Upphaflega planið var að gifta okkur í litlu
kirkjunni í Trékyllisvík en vegna allskonar
ófyrirsjáanlegra aðstæðna enduðum við á
að gifta okkur í Djúpuvík, þar sem veislan
var plönuð. Það gekk allt á afturfótunum á
síðustu stundu og við enduðum á að hafa
athöfnina úti undir berum himni. Veðrið var
æðislegt og staðurinn, við fossinn fyrir ofan
gömlu síldarverksmiðjuna, ótrúlega fallegur.
Svo þetta endaði eins og best verður á kosið.