Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 43
„Ég fylgist mikið með íþróttum,
nánast öllum íþróttum. Ég var að
fylgjast með Giro d’Italia hjólreiða-
keppni á Ítalíu en hún stóð yfir í
2-3 vikur og fínt að hafa kveikt á
því í fæðingarorlofinu. Ég er áskrif-
andi að Eurosport og þeir sýndu
líka frá French Open tenniskeppn-
inni og ég náði þeim leikjum sem
eru mest spennandi. Nú tekur við
Wimbledon og Tour de France er á
næsta leiti. Ólympíuleikarnir byrja
í ágúst og ég er gríðarlega spennt
fyrir þeim.
Að sjálfsögðu hef ég fylgst með
íslenska liðinu á Evrópumótinu í
knattspyrnu og ég missi ekki úr
þætti af Pepsi mörkunum á Stöð2
Sport yfir sumarið.
Hvað varðar þætti þá gríp ég
oftast í eitthvað létt og skemmti-
legt, Arrested Development og 30
Rock. Rapp í Reykjavík eru einir
bestu þættir sem ég hef séð og
Ghetto betur eru líka mjög góðir.
Í haust, þegar það hættir að vera
svona gott veður, ætla ég að horfa
á allar 30 Rock þáttaseríurnar enn
einu sinni. Ég er mjög dugleg að
horfa á þætti aftur í stað þess að
finna mér eitthvað nýtt.“
Sófakartaflan
Katrín Atladóttir
forritari hjá CCP
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI
SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17
VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
ÚTSALAN
ER HAFIN
NÝR STAÐUR:
SKÓGARLIND 2,
KÓPAVOGI
20-50%
AF ÖLLUM
HÚSGÖGNUM
20-40%
AF ÖLLUM
MOTTUM
40%
AF VÖLDUM
STELLUM OG
GLÖSUM
3 FYRIR 2
AF ÖLLUM
HANDKLÆÐUM
40%
AF VÖLDUM
PÚÐUM OG
TEPPUM
VELKOMIN
Í NÝJU
VERSLUNINA
OKKAR Í
SKÓGARLIND
Fylgist með öllum íþróttum
Dramatísk mynd
með Mark Wahlberg
í aðalhlutverki
Netflix Lovely
Bones.
Kvik-
myndin er
byggð á
samnefndri
metsölubók eftir
Alice Sebold og
segir frá ungri stúlku, Susie, sem
myrt var á hrottalegan hátt.
Stúlkan fylgist með bæði fjöl-
skyldu sinni og morðingja af
himnum og flakkar myndin í raun á
milli himnaríkis og hins jarðneska
lífs. Susie fylgist með hvernig líf
fjölskyldu hennar þróast og hversu
skelfileg áhrif morðið á henni hefur
á þau. Leikstjóri myndarinnar er
Peter Jackson og með aðalhlut-
verk fara Mark Wahlberg, Rachel
Weiz og Stanley Tucci.
Spennumynd með
rómantísku ívafi
Sjónvarp Símans Out of Sight
laugardag, klukkan 23.50.
Hörkuspennandi mynd frá
árinu 1998 með hjartknúsaranum
George Clooney og söng-, og
leikkonunni Jennifer Lopez í
aðalhlutverkum. Dæmdur
bankaræningi strýkur úr fangelsi
og á meðan hann er á flótta tekur
hann lögreglukonu í gíslingu.
Neistar fljúga á milli glæpamanns-
ins og lögreglukonunnar og er
myndin æsilegur eltingaleikur með
rómantísku ívafi. Kvikmynd fyrir
bæði spennufíkla og rómantíkera.
Aftur til framtíðar
Netflix Back to the Future I, II og
III.
Gamli góði þríleikurinn, Aftur
til framtíðar, er kominn á Netflix,
mörgum eflaust til mikillar gleði.
Michael J. Fox og Cristopher Lloyd
fara með aðalhlutverkin í öllum
myndunum og fara á kostum. Í
fyrstu kvikmyndinni ferðast Marty
McFly óvart til fortíðarinnar, frá
árinu 1985 til ársins 1955. Þar hittir
hann foreldra sína í menntaskóla
og verður móðir hans hrifin af
honum. Marty verður að laga það
sem hann hefur skemmt og sjá til
þess að foreldrar hans felli
örugglega hugi saman – jú og finna
aftur leiðina heim til sín, til ársins
1985.
Ofnæmi og
ofnæmisvaldar
RÚV Ofnæmi: Nútíminn og ég
sunnudagur klukkan 15:45.
Heimildarmynd frá BBC um
ofnæmi og það sem því veldur í
nútímasamfélagi. Rannsóknir
benda til þess að breytingar á
bakteríubúskap mannsins sé að
valda sívaxandi ofnæmi. Í þættin-
um eru venjur tveggja fjölskyldna
skoðaðar til að sjá hvort þessar
tilgátur á við rök að styðjast.
Íþróttaáhugakona Katrín Atladóttir fylgist með Pepsi mörkunum, hjólreiðum og Rapp í
Reykjavík í fæðingarorlofinu. Mynd | Hari
…sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016