Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016
Hafa stefnt Reykjavíkurborg fyrir brot á sæmdarrétti
Afkomendurnir vilja
Frumskógardrottningu
Errós burt af veggnum
Frumskógardrottningin er áberandi á norðurhluta hússins. Mynd | Rut
Dómsmál Erfingjar Guð-
mundar Þórs Pálssonar eru
ósáttir við breytingar á húsi
föður þeirra.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Afkomendur arkitektsins Guð-
mundar Þórs Pálssonar hafa
stefnt Reykjavíkurborg fyrir brot
á sæmdarrétti vegna framkvæmda
við hús í eigu borgarinnar. Um er
að ræða tvær stefnur sem snúa að
sundlauginni og íþróttahúsinu í
Breiðholti, Austurbergi 3. Erfingj-
arnir eru annarsvegar ósáttir við
mósaíkverk eftir listamanninn
Erró, sem borgin samþykkti að
setja upp á vegg hússins árið 2014,
en einnig eru erfingjarnir ósáttir
við fyrirhugaða viðbyggingu sem
verið er að reisa – og á að hýsa lík-
amsræktarstöð.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær en borgin bað um
frest til þess að skila inn greinar-
gerð vegna málsins. Guðmund-
ur Þór teiknaði og hannaði húsið
upphaflega fyrir borgina, en hann
hefur einnig hannað fjölda skóla
í Reykjavík, svo sem Seljaskóla,
Selásskóla og Fjölbrautaskólann í
Breiðholti.
Engar fjárkröfur eru settar fram
í stefnu aðstandenda, aðeins er far-
ið fram á að fallist verði á sjónar-
mið fjölskyldunnar. Verði það gert
er þeim frjálst að stefna borginni og
krefjast skaðabóta úr hennar hendi
ef tilefni er til auk þess sem borgin
myndi þá þurfa að fjarlægja lista-
verkið.
„Þetta er auðvitað mjög sérstakt,“
segir Hjálmar Sveinsson, formað-
ur umhverfis- og skipulagsráðs og
varaborgarfulltrúi Samfylkingar-
innar. Ráðið var á meðal umsagnar-
aðila sem fóru yfir þá framkvæmd
að setja mósaíkverk Errós á húsið,
sem og fleiri hús í hverfinu, eins og
þekkt er. Meðal annars má finna
stóra veggmynd á blokk í Álftahól-
um.
Verkið á vegg íþróttamiðstöðv-
arinnar í Austurbergi ber nafnið
Frumskógardrottningin og var af-
hjúpað árið 2014. Markmiðið var að
fjölga listaverkum í opinberu rými í
Breiðholti en verkefninu var einnig
ætlað að breiða út list í opinberu
rými utan miðborgarinnar, fegra
hverfið og skapa umræðu.
„Það var auðvitað gert í góðri trú
að fá þennan heimsfræga myndlist-
armann til þess að skreyta húsið,“
segir Hjálmar og bætir við: „Hvað
viðbygginguna varðar, þá er það
langþráð líkamsræktarstöð.“
Hann segist ekki hafa hugmynd
hvort að brotið hafi verði á sæmdar-
réttinum, „enda er sæmdarréttur
og höfundarmál flókið mál,“ seg-
ir Hjálmar. Aðspurður segist hann
ekki vita til þess að aðstandend-
ur Guðmundar Þórs hafi sett sig í
samband við ráðið. Þá segist hann
ekki vita til þess að haft hafi ver-
ið samband við fjölskylduna vegna
breytinga á húsinu.
„Borgin telur sig hafa ákveðinn
umráðarétt yfir húsi sem hún á
og rekur,“ segir Hjálmar og mun
borgin líklega leggja fram greinar-
gerð í málinu á þeim forsendum.
Formaður Félags arkitekta, Aðal-
heiður Atladóttir, segir mál er varða
sæmdarrétt alltaf koma upp af og til
hjá félaginu.
„Svona hefur komið fyrir, en
línurnar eru ekki alltaf skýrar
hvað þetta varðar,“ segir hún og
bendir ennfremur á að ef miklar
breytingar eru gerðar á húsnæði,
þá sé arkitektum oft skylt að leita til
fyrri arkitekts, eða, ef svo ber við,
afkomenda, vegna breytinga. Þetta
sé þó ekki endilega einhlítt.
„Það mætti þó alveg vekja fólk
til umhugsunar, og ekki síst okk-
ur sjálf, arkitektana, að almennt
mættu menn tala betur saman
þegar breytingar eru gerðar á hús-
næði,“ segir Aðalheiður.
Hjálmar Sveinsson
segir málið óneitan-
lega sérstakt.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
50 áraAFMÆLISTILBOÐ
Nr. 12961
Á R A
gasgrill 4ra brennara
AFMÆLISTILBOÐ
99.900
VERÐ ÁÐUR 124.900
Grillbúðin
• 4 brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Kveiking í öllum tökkum
• Gashella í hliðarborði
• Tvöfalt einangrað lok
• Postulínsemaleruð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Einnig til svart
• Afl 14,8 KW
www.grillbudin.is
Hú! komið út á veggspjaldi
Íslensk tónlistarmiðstöð hefur
gefið út á veggspjaldi íslenska
stuðningskallið Hú! sem fer nú
um heimsbyggðina með hjálp
samfélagsmiðla. Tónverkið,
sem einnig hefur verið kallað
Íslenska hakan (samanborið
við nýsjálensku hökuna) skýt-
ur andstæðingum Íslands á EM
í knattspyrnu skelk í bringu.
Samkvæmt nótunum er það
skrifað fyrir 10% íslensku þjóðarinnar.
Innan tónlistarheimsins hefur hafist hæfilega nördaleg umræða
um nótnaritunina á verkinu sem Valgerður Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastýra Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, tók að sér. „Tilfinn-
ing tónlistarfólks í klassíska geiranum og t.d. djassi fyrir hrynj-
andi er dálítið ólík,“ segir Valgerður, sem er menntuð söngkona.
„Þetta er bara fyndin og skemmtileg „deila,“ en tónverkið er gott
og svínvirkar.“ | gt
Ef útgerðarmaður tekur lán til að auka
hlutafé í Morgunblaðinu fær hann
afslátt af veiðigjaldinu, þarf að borga
minna fyrir auðlindina sem sögð er
sameign allrar þjóðarinnar.
18,4 milljarðar til útgerðarmanna
Lækkun ríkisstjórnarinnar á
veiðigjöldum færir útgerðar-
mönnum 18,4 milljarða
króna á þremur árum.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsamri@frettatiminn.is
Eitt fyrsta verk núverandi ríkis-
stjórnar var að lækka veiðigjöld
á útgerðarmenn. Fyrsta árið nam
lækkunin um 4 milljörðum króna á
núvirði frá því sem verið hafði 2013.
Ári síðar lækkuðu veiðigjöldin enn,
þá um 5,6 milljarða króna frá því
sem verið hafði 2013. Og í ár hef-
ur verið boðuð enn frekari lækkun,
upp á næstum 8,8 milljarða króna á
núvirði miðað við það sem var 2013.
Samanlögð lækkun veiðigjalda á
valdatíma ríkisstjórnar Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokksins er því um
18,4 milljarðar króna á núvirði.
Engin atvinnugrein nýtur viðlíka
fyrirgreiðslu. Afslátturinn á næsta
veiðiári, 8,8 milljarðar króna, er
mun meiri en 6,6 milljarða stuðn-
ingur ríkisins við mjólkurfram-
leiðslu og 5,1 milljarðs króna stuðn-
ingur við sauðfjárrækt.
Sem kunnugt er eru útgerðarfé-
lög helstu styrktaraðilar stjórnar-
flokkana tveggja. Stærstu útgerðar-
félögin halda úti Morgunblaðinu,
málgagni Sjálfstæðisflokksins og
ríkisstjórnarinnar. Skattaafsláttur
stjórnarf lokkanna til útgerðar-
manna, þvert á margframkominn
vilja meirihluta landsmanna til að
leggja á hærri veiðigjöld, sýnir því
hvernig sérhagsmunir hafa mótað
stjórnarstefnuna gegn hagsmunum
og vilja almennings.
Ástæða lækkunarinnar er ekki
versnandi afkoma útgerðarinnar.
Hún er þvert á móti að koma úr
mesta góðæri sem hún hefur upp-
lifað áratugum saman. Lágt gengi
krónunnar, lágt olíuverð og krónísk
láglaunastefna á Íslandi hefur stór-
bætt hag útgerðarinnar undanfar-
in ár. Frá 2009 má áætla að eigið
fé útgerðarfélaga að viðbættum
útgreiddum arði til eigenda hafi
numið um 230 milljörðum króna.
Það er margfalt betri afkoma en í
öðrum atvinnugreinum.
Ríkisstjórn Jóhönnu lagði jafnt
veiðigjald á alla og síðan sérstakt
veiðigjald, þar sem heimilt var að
draga frá vaxtakostnað. Ríkisstjórn
Sigmundar sameinaði gjöldin og
lækkaði og heimilaði frádrátt vegna
vaxtakostnaðar frá öllu gjaldinu.
Mikil lækkun á næsta veiðiári má að
hluta skýra með þessum vaxtafrá-
drætti. Aukin fjárfesting útgerðarfé-
laga í óskyldum atvinnurekstri get-
ur því lækkað gjaldið sem þau borga
fyrir auðlindina. Útgerðarfélag sem
fær lán til að kaupa heildsölu þarf
að borga minni veiðigjöld.
Hinsegin fólk
BDSM er ekki í
Samtökunum 78
Sátt hefur náðst í deilum um
Samtökin 78 sem risu upp
eftir aðild BDSM samtak-
anna var samþykkt á aðal-
fundi .
Stór hópur gekk úr félaginu og 128
skrifuðu undir áskorun til stjórnar
um nýjan aðalfund.
Í lögfræðiáliti, sem nokkrir fé-
lagsmenn í Samtökunum létu
vinna, kom fram að aðalfundur
Samtakanna ‘78 þar sem BDSM-
-samtökin fengu inngöngu hafi ver-
ið ólöglegur.
Sátt hefur nú náðst um að lýsa að-
alfundinn ógildan og hefja undir-
búning nýs aðalfundar. Þetta þýðir
með öðrum orðum að BDSM félagið
er ekki hluti af Samtökunum nema
nýr aðalfundur fallist á það, en hann
verður haldinn 11. september. | þká
Stjórnmál
Fjölmiðlamenn
í framboð
Fjölmiðlamennirnir Gunnar
Hrafn Jónsson og Kolbeinn
Óttarson Proppé hyggja á
pólitískan frama, þó ekki í
sama flokknum.
Þannig upplýsti Gunnar Hrafn í gær
að hann hefði sagt upp störfum hjá
RÚV, þar sem hann hefur starfað
sem fréttamaður í átta ár, og ætlaði
að ganga til liðs við Pírata.
Eins ýjaði Kolbeinn að því að
hann yrði á lista VG í Reykjavík eft-
ir að hann tilkynnti um gjaldþrot
sitt. Fréttamenn RÚV mega ekki tjá
sig um álitamál. Gunnar Hrafn var
frelsinu feginn og skrifaði á Face-
book: „Þessi ríkisstjórn sökkar.
Tortóla er skattaskjól. Piparfyllt-
ar lakkrísreimar eru ekki alveg að
gera sig. Guðni verður flottur for-
seti.“ | vg
Íþróttir