Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 50
…ferðir
kynningar
6 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016
Þægindi Áætlunarferðir Gray Line Iceland milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar eru aukin
þægindi fyrir ferðamenn.
Lúxus Sérútbúin lúxusrúta er nýtt til ferðarinnar og lögð er áhersla á gott pláss á milli sæta,
auk salernisaðstöðu og ókeypis nettengingar.
Norðurland Grayline Iceland hefur mikla trú á ferðaþjónustu á Norðurlandi og stuðlar því
að ferðamannastraumi þangað með ferðum frá Keflavíkurflugvelli.
„Við höfum
mikla trú
á ferðaþjónustu
á Norðurlandi og
besta leiðin í dag
til að koma erlend-
um ferðamönnum
norður er í gegnum
Keflavíkurflugvöll,“
Þórir Garðarsson
Stjórnarformaður Gray Line
Iceland
Um-
ferðamið-
stöð Gray Line
Iceland er í Hol
ta-
görðum í Reyk
javík
en flugvallarrú
tan
stoppar einnig
í
Mjóddinni.
Beinar ferðir milli Keflavíkur,
Reykjavíkur og Akureyrar
Áætlunarferðir Gray Line milli Akureyrar, Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar eru einstök nýjung í ferðaþjónustu sem
byltir ferðatilhögun fólks á Norðurlandi á leið til útlanda eða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Í rútum Gray Line geta
farþegar látið fara vel um sig í þægilegum lúxussætum sem hægt er að halla vel aftur og njóta ferðarinnar. Gray Line
býður jafnframt ferðir milli Keflavíkur og Reykjavíkur frá umferðarmiðstöð Gray Line í Holtagörðum og frá Mjóddinni.
Unnið í samstarfi við
Gray Line Iceland
Gray Line Iceland er þekkt fyrir vandaða þjónustu og fjölmargir velja flug-vallarrútu Gray Line milli
Keflavíkur og Reykjavíkur. Í vor
hóf Gray Line áætlunarferðir milli
Keflavíkurflugvallar og Akur-
eyrar, sem er einstök þjónusta fyr-
ir þá sem búa utan höfuðborgar-
svæðins. Gray Line Iceland
er alhliða ferðaþjónustu
fyrirtæki í meirihluta-
eigu æsku- og
skólafélaga frá
Flateyri, þeirra
Þóris Garðars-
sonar og Sigur-
dórs Sigurðssonar.
Fyrirtækið býr yfir
glæsilegum bílaflota
sem ekur um landið með
ferðamenn á vinsæla ferða-
mannastaði á svæði sem spannar
Jökulsárlón í austri að Látrabjargi
í vestri.
„Hingað til hefur ferðalagi þeirra
á Norðurlandi sem eru á leið í flug
til útlanda að morgni oftast verið
þannig háttað að þeir þurfa að
koma sér suður deginum áður og
gista eina nótt fyrir flug. Til að
spara fólki kostnað og tíma sem
þessu ferðalagi fylgir, býður Gray
Line ferðir með lúxusrútu frá Ak-
ureyri seint að kvöldi þar sem fólk
getur lagt sig á leiðinni og vaknað
snemma að morgni þegar rútan er
komin til Keflavíkur. Fólk er mjög
ánægt með þennan einfalda og
þægilega ferðamáta,“ segir Þórir.
Þjónustan hentar ekki bara þeim
sem vilja komast til eða frá Ak-
ureyri því rútan stoppar einnig á
nokkrum stöðum á leiðinni.
Sérútbúin lúxusrúta er nýtt til
ferðarinnar og lögð er áhersla
á gott pláss á milli sæta, auk
salernisaðstöðu og ókeypis
nettengingar. Gray Line rútan til
Akureyrar leggur af stað daglega
frá Keflavík klukkan fimm síðdegis
kemur við í Holtagörðum þar sem
farþegar geta einnig komið um
borð og síðan er stoppað í Borg-
arnesi, Staðarskála,
Blönduósi, Varmahlíð og komið til
Akureyrar um kl. 23. Frá Akureyri
fer bílinn kl. 23.15, Varmahlíð kl.
00.25, Blönduósi kl. 01.05, Staðar-
skála kl. 02, Borgarnesi, kl. 03.10,
komið til Reykjavíkur kl. 04.10 og
Keflavíkurflugvallar kl. 05. Aðeins
er stoppað á þessum stöðum
ef farþegar eiga pantað
far.
Norðurrúta Gray
Line hefur mikla
möguleika á auk-
inni ferðaþjónustu á
Norðurlandi í för með
sér því hún auðveldar
erlendum ferðamönn-
um að komast norður,
beint frá Keflavíkurflug-
velli.
„Við höfum mikla trú á ferða-
þjónustu á Norðurlandi og besta
leiðin í dag til að koma erlendum
ferðamönnum norður er í gegnum
Keflavíkurflugvöll,“ segir Þórir.
Umferðamiðstöð Gray Line
Iceland er í Holtagörðum í Reykja-
vík en flugvallarrútan stoppar
einnig í Mjóddinni. Allar upplýs-
ingar um ferðir milli Keflavíkur
og Reykjavíkur og Keflavíkur og
Akureyrar er að finna á vefsíðunni
airportexpress.is.