Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 02.07.2016, Side 44

Fréttatíminn - 02.07.2016, Side 44
alla föstudaga og laugardaga Horfðu á leikinn Hægt er að fylgjast með leik Íslands og Frakklands á sunnudag í góðri stemningu á Arnarhóli, Rútstúni, Thorsplani og á Ráðhústorginu á Akureyri Wayne Rooney fór beina leið í fríið Fyrirliðinn skellti sér beina leið til Spánar í frí eftir ósigurinn á móti Íslendingum Ungfrú EM í Þýskalandi Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland og ungfrú EM, er um þessar mundir stödd í Þýskalandi að sinna tveggja vikna vinnu í tengslum við sigurinn í ungfrú EM. Hægt er að fylgjast með ferðum hennar á Snapchat (ungfruisland) en vinnan felst í því að fara í daglegar skrúðgöngur á hestvagni í skemmtigarði í Þýskalandi. Þar skrifar hún eiginhandaráritanir og mætir í viðtöl. Undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland 2016 er í fullum gangi hérlendis og má einnig fylgjast með því á Snapchat. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu (30) og eiginkona hans, Coleen (30), ákváðu að fara í frí á lúxussnekkju við strendur Spánar eftir að lið hans datt úr Evrópumeistara- mótinu á mánudaginn síðast- liðinn. Slíkur er lúxusinn á fyrirlið- anum að hann þarf að reiða fram hvorki meira né minna en rúmar 19 milljónir fyrir viku á þessari dýrindis snekkju, en hann hefur svo sannarlega efni á þess konar munaði. Flestir liðsfélagar Rooney hafa haldið sig til hlés og varla sést eftir ósigurinn, en eiginkona hans, Coleen, er þekkt fyrir að vilja vera töluvert í fríi í sólinni, svo ekki var við öðru að búast en að þau myndu sleikja sólina fyrst að hann var kominn í frí. Mikið hefur verið talað um hversu vandræðalegur ósigur þeirra gegn Íslendingum hafði verið en þjálfari liðins, Roy Hodg- son, sagði starfi sínu lausu þegar eftir leikinn. Hvorki hefur sést tangur né tetur af öðrum ensk- um landsliðsmönnum og er klárt mál að þeir eru að taka sér tíma í að sleikja sárin áður en þeir geta hugsað sér að fara í frí. Algengt er að Wayne þurfi að hylja sitt mjallhvíta hörund fyrir geislum sólarinnar með sérgerðum klæðum, en Coleen er sóldýrk- andi og klæðist bikiníi við hvert tækifæri. Áslaug Arna í framboð Ofurkvendið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gefið kost á sér fyrir komandi þing- kosningar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nú þegar hafa hundruð manns líkað við Facebook síðu Áslaugar. Hún er líklegast ein af fáum pólitíkusum sem nýtir miðla á borð við Snapchat, Instagram og Twitter. Hún segir á Twitter síðu sinni að hugmyndir nýrrar kynslóðar þurfi að heyrast betur en áður og því gefi hún kost á sér til Alþingis. Reynir við hálft maraþon Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, hljóp sinn fyrsta hlaupahring í sumar og fannst eðlilegt í framhaldi af því að skrá sig í hálft maraþon í Reykja- víkurmaraþoninu í ágúst. Ætlar hún að hlaupa fyrir Akkeri flóttahjálp. Edda greinir frá ákvörðun sinni á facebook og tekur fram að þessi fyrsti hlaupahringur hafi reyndar gengið brösuglega. Hún gerir tilraun til þess að fá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV, til hlaupa með sér en hún er svo sannarlega ekki á þeim buxunum. Allavega ekki eins og staðan er í dag.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.