Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 44
alla föstudaga og laugardaga Horfðu á leikinn Hægt er að fylgjast með leik Íslands og Frakklands á sunnudag í góðri stemningu á Arnarhóli, Rútstúni, Thorsplani og á Ráðhústorginu á Akureyri Wayne Rooney fór beina leið í fríið Fyrirliðinn skellti sér beina leið til Spánar í frí eftir ósigurinn á móti Íslendingum Ungfrú EM í Þýskalandi Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland og ungfrú EM, er um þessar mundir stödd í Þýskalandi að sinna tveggja vikna vinnu í tengslum við sigurinn í ungfrú EM. Hægt er að fylgjast með ferðum hennar á Snapchat (ungfruisland) en vinnan felst í því að fara í daglegar skrúðgöngur á hestvagni í skemmtigarði í Þýskalandi. Þar skrifar hún eiginhandaráritanir og mætir í viðtöl. Undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland 2016 er í fullum gangi hérlendis og má einnig fylgjast með því á Snapchat. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu (30) og eiginkona hans, Coleen (30), ákváðu að fara í frí á lúxussnekkju við strendur Spánar eftir að lið hans datt úr Evrópumeistara- mótinu á mánudaginn síðast- liðinn. Slíkur er lúxusinn á fyrirlið- anum að hann þarf að reiða fram hvorki meira né minna en rúmar 19 milljónir fyrir viku á þessari dýrindis snekkju, en hann hefur svo sannarlega efni á þess konar munaði. Flestir liðsfélagar Rooney hafa haldið sig til hlés og varla sést eftir ósigurinn, en eiginkona hans, Coleen, er þekkt fyrir að vilja vera töluvert í fríi í sólinni, svo ekki var við öðru að búast en að þau myndu sleikja sólina fyrst að hann var kominn í frí. Mikið hefur verið talað um hversu vandræðalegur ósigur þeirra gegn Íslendingum hafði verið en þjálfari liðins, Roy Hodg- son, sagði starfi sínu lausu þegar eftir leikinn. Hvorki hefur sést tangur né tetur af öðrum ensk- um landsliðsmönnum og er klárt mál að þeir eru að taka sér tíma í að sleikja sárin áður en þeir geta hugsað sér að fara í frí. Algengt er að Wayne þurfi að hylja sitt mjallhvíta hörund fyrir geislum sólarinnar með sérgerðum klæðum, en Coleen er sóldýrk- andi og klæðist bikiníi við hvert tækifæri. Áslaug Arna í framboð Ofurkvendið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gefið kost á sér fyrir komandi þing- kosningar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nú þegar hafa hundruð manns líkað við Facebook síðu Áslaugar. Hún er líklegast ein af fáum pólitíkusum sem nýtir miðla á borð við Snapchat, Instagram og Twitter. Hún segir á Twitter síðu sinni að hugmyndir nýrrar kynslóðar þurfi að heyrast betur en áður og því gefi hún kost á sér til Alþingis. Reynir við hálft maraþon Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, hljóp sinn fyrsta hlaupahring í sumar og fannst eðlilegt í framhaldi af því að skrá sig í hálft maraþon í Reykja- víkurmaraþoninu í ágúst. Ætlar hún að hlaupa fyrir Akkeri flóttahjálp. Edda greinir frá ákvörðun sinni á facebook og tekur fram að þessi fyrsti hlaupahringur hafi reyndar gengið brösuglega. Hún gerir tilraun til þess að fá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV, til hlaupa með sér en hún er svo sannarlega ekki á þeim buxunum. Allavega ekki eins og staðan er í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.