Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 48
Hálendisferðir fyrir alla Friðsæld og fegurð í óspilltri náttúru. Komdu með áður en það verður of seint! Unnið í samstarfi við Hálendisferðir Ósk Vilhjálmsdóttir er myndlistarmaður og ferðafrömuður. Hún hefur verð virk í nátt- úruverndarbaráttu í 20 ár og skipulagði meðal annars göngu- ferðir um landsvæðin við Jöklu, Kringilsárrana og öræfin við Snæfell í þrjú sumur (2003-2006) ásamt Ástu Arnardóttur, áður en landinu var sökkt undir Hálslón. Þær ferðir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ósk stofnaði til Hálendisferða árið 2006, í kjölfar deilna um Kárahnjúkavirkjun. Markmiðið með Hálendisferðum er að vekja athygli almennings á hálendi Ís- lands, einstæðum landslagsheild- um og náttúruundrum sem þar er að finna. Almenningi gefst því færi á að upplifa fegurð landsins á þeim stöðum sem staðið hefur til að reisa virkjanir, alls er óvíst hversu lengi til viðbótar það tæki- færi gefst. Fólk á öllum aldri getur notið gönguferða um ósnortna nátt- úru landsins. Hálendisferðir hafa sérhæft sig í að skipuleggja ferðir, bæði fyrir vana fjallgöngumenn en einnig fyrir þá sem eru óvan- ir og kjósa að fara hægar yfir. Flestar ferðirnar eru trússferð- ir og því þarf fólk ekki að ganga með þungar byrðar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á gómsæt- an og hollan mat. Góðar máltíðir og samvist ferðafélaga er hluti af upplifuninni. Ferðir Hálendisferða eru mislangar, þær lengstu eru 6 daga. Hvar er gengið? Hálendisferðir skipuleggja ferð- ir um Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið, Skjálfanda- fljót, Eyjabakka og Lónsör- æfi, Reykjanes og Ölkelduháls. Gönguleiðirnar liggja um fáfarna slóða. Í göngunum gefst friður frá öllu heimsins amstri í faðmi fjalla og ósnortinna öræfa. Ferðalangar finna sinn líkamlega og andlega styrk, sem ýtir undir almenna vellíðan og lífshamingju. Margrét H. Blöndal og Ósk Vil- hjálmsdóttir leiða flesta hópana en einnig verður í boði jógaferð með Auði Bjarnadóttur og ferðir í Þjórsárver með Hjálmari Sveins- syni, Ólöfu Ýrr Atladóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Þjórsárver Boðið er upp á tvennskonar ferðir; þriggja daga trússferð og 5 daga bakpokaferð. Í báðum tilvikum er ekið inn á hálendið að Hofsjökli um Hrunamannaafrétt. Tími gefst fyrir göngu um Kerlingarfjalla- svæðið á leiðinni. Tjaldbúðum er slegið upp við Hnífá, rétt við jök- ulána Blautukvísl við rætur Hofs- jökuls. Þar verður gist næstu tvær nætur í styttri ferðinni. Á öðrum degi verður gengið yfir í friðland Þjórsárvera. Þar kvíslast jökulárn- ar eins og háræðanet um landið sunnan jökulsins og næra ein- stætt vistkerfi sem hefur meðal annars að geyma eitt af mikilvæg- ustu varpsvæðum heiðargæsar í heiminum. Gengið verður inn að Múlajökli þar sem litríkur gróður skartar sínu fegursta í skjóli jarð- vegshrauka sem jökullinn hefur ýtt upp. Á heimleiðinni verður keyrt suður Gnúpverjaafrétt og ferðin notuð til að skoða fossinn Dynk. Í lengri ferðinni er geng- ið með bakpoka inni í friðlandið í Þjórsárverum og tjaldað í fjór- ar nætur í friðlandinu og dags- göngurnar teknar þaðan. Gönguferð að Fjallabaki Gönguferð og fjallabað að Fjallabaki í nánd við eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökuls- svæðið. Tilvalinn leiðangur fyrir börn, fullorðna, eldra fólk og alla þá sem vilja njóta fjallalífsins á auðveldan hátt í góðum félags- skap. Leiðsögumennirnir eru jafn- framt myndlistarmenn og boðið er upp á tilsögn í myndlist fyrir þá sem vilja spreyta sig á að teikna og mála það sem fyrir augu ber. Jógaferð um háhitasvæði Fimm og þriggja daga gönguferð um Torfajökulssvæðið utan al- faraleiðar. Hin mögnuðu hvera- svæði í Reykjadölum skoðuð. Þar er eitt fjölbreyttasta háhitasvæði heims en fáir þekkja það. Auður Bjarnadóttir jógakennari verður með í för og mun leiða jógaæf- ingar kvölds og morgna til að full- komna upplifunina. Skálagisting og gómsætur matur innifalinn. Upplýsingar: halendisferdir.is info@halendisferdir.is sími: 6914212 …ferðir kynningar 4 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Fjallabað Barna- og fjölskylduferð býður upp á bað í Strútslaug. Friðsæld á hálendinu Ósk Vilhjálmsdóttir í friðlandi Þjórsárvera. Í grænni lautu Margrét H. Blöndal leiðsögumaður í grænni lautu. Fólk á öllum aldri getur notið gönguferða um ósnortna nátt- úru landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.