Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 48

Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 48
Hálendisferðir fyrir alla Friðsæld og fegurð í óspilltri náttúru. Komdu með áður en það verður of seint! Unnið í samstarfi við Hálendisferðir Ósk Vilhjálmsdóttir er myndlistarmaður og ferðafrömuður. Hún hefur verð virk í nátt- úruverndarbaráttu í 20 ár og skipulagði meðal annars göngu- ferðir um landsvæðin við Jöklu, Kringilsárrana og öræfin við Snæfell í þrjú sumur (2003-2006) ásamt Ástu Arnardóttur, áður en landinu var sökkt undir Hálslón. Þær ferðir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ósk stofnaði til Hálendisferða árið 2006, í kjölfar deilna um Kárahnjúkavirkjun. Markmiðið með Hálendisferðum er að vekja athygli almennings á hálendi Ís- lands, einstæðum landslagsheild- um og náttúruundrum sem þar er að finna. Almenningi gefst því færi á að upplifa fegurð landsins á þeim stöðum sem staðið hefur til að reisa virkjanir, alls er óvíst hversu lengi til viðbótar það tæki- færi gefst. Fólk á öllum aldri getur notið gönguferða um ósnortna nátt- úru landsins. Hálendisferðir hafa sérhæft sig í að skipuleggja ferðir, bæði fyrir vana fjallgöngumenn en einnig fyrir þá sem eru óvan- ir og kjósa að fara hægar yfir. Flestar ferðirnar eru trússferð- ir og því þarf fólk ekki að ganga með þungar byrðar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á gómsæt- an og hollan mat. Góðar máltíðir og samvist ferðafélaga er hluti af upplifuninni. Ferðir Hálendisferða eru mislangar, þær lengstu eru 6 daga. Hvar er gengið? Hálendisferðir skipuleggja ferð- ir um Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið, Skjálfanda- fljót, Eyjabakka og Lónsör- æfi, Reykjanes og Ölkelduháls. Gönguleiðirnar liggja um fáfarna slóða. Í göngunum gefst friður frá öllu heimsins amstri í faðmi fjalla og ósnortinna öræfa. Ferðalangar finna sinn líkamlega og andlega styrk, sem ýtir undir almenna vellíðan og lífshamingju. Margrét H. Blöndal og Ósk Vil- hjálmsdóttir leiða flesta hópana en einnig verður í boði jógaferð með Auði Bjarnadóttur og ferðir í Þjórsárver með Hjálmari Sveins- syni, Ólöfu Ýrr Atladóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Þjórsárver Boðið er upp á tvennskonar ferðir; þriggja daga trússferð og 5 daga bakpokaferð. Í báðum tilvikum er ekið inn á hálendið að Hofsjökli um Hrunamannaafrétt. Tími gefst fyrir göngu um Kerlingarfjalla- svæðið á leiðinni. Tjaldbúðum er slegið upp við Hnífá, rétt við jök- ulána Blautukvísl við rætur Hofs- jökuls. Þar verður gist næstu tvær nætur í styttri ferðinni. Á öðrum degi verður gengið yfir í friðland Þjórsárvera. Þar kvíslast jökulárn- ar eins og háræðanet um landið sunnan jökulsins og næra ein- stætt vistkerfi sem hefur meðal annars að geyma eitt af mikilvæg- ustu varpsvæðum heiðargæsar í heiminum. Gengið verður inn að Múlajökli þar sem litríkur gróður skartar sínu fegursta í skjóli jarð- vegshrauka sem jökullinn hefur ýtt upp. Á heimleiðinni verður keyrt suður Gnúpverjaafrétt og ferðin notuð til að skoða fossinn Dynk. Í lengri ferðinni er geng- ið með bakpoka inni í friðlandið í Þjórsárverum og tjaldað í fjór- ar nætur í friðlandinu og dags- göngurnar teknar þaðan. Gönguferð að Fjallabaki Gönguferð og fjallabað að Fjallabaki í nánd við eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökuls- svæðið. Tilvalinn leiðangur fyrir börn, fullorðna, eldra fólk og alla þá sem vilja njóta fjallalífsins á auðveldan hátt í góðum félags- skap. Leiðsögumennirnir eru jafn- framt myndlistarmenn og boðið er upp á tilsögn í myndlist fyrir þá sem vilja spreyta sig á að teikna og mála það sem fyrir augu ber. Jógaferð um háhitasvæði Fimm og þriggja daga gönguferð um Torfajökulssvæðið utan al- faraleiðar. Hin mögnuðu hvera- svæði í Reykjadölum skoðuð. Þar er eitt fjölbreyttasta háhitasvæði heims en fáir þekkja það. Auður Bjarnadóttir jógakennari verður með í för og mun leiða jógaæf- ingar kvölds og morgna til að full- komna upplifunina. Skálagisting og gómsætur matur innifalinn. Upplýsingar: halendisferdir.is info@halendisferdir.is sími: 6914212 …ferðir kynningar 4 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Fjallabað Barna- og fjölskylduferð býður upp á bað í Strútslaug. Friðsæld á hálendinu Ósk Vilhjálmsdóttir í friðlandi Þjórsárvera. Í grænni lautu Margrét H. Blöndal leiðsögumaður í grænni lautu. Fólk á öllum aldri getur notið gönguferða um ósnortna nátt- úru landsins.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.