Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 BIRTINGARÁÐGJAFAR Á BETRI STOFU Hefur þú góða þekkingu á markaðsfræðum? Hefur þú menntun og reynslu af vinnu við nýmiðla og aðra miðla? Við leitum að öflugu fólki til að vinna við framúrskarandi birtingaráðgjöf; skemmtilegum starfsfélögum með góðan skilning á tölfræði, markahópagreiningu og þekkingu á helstu forritum þar að lútandi. Hafðu samband sem fyrst því við göngum hratt frá málum. Umsóknarfrestur til 23. júlí. Netfangið er: atvinna@bestun.is www.bestun.is 562 2700 101 reykjavík bankastræti 9 Með hækkandi leigu-verði og minnkandi framboði á hús-næði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldrinum 18-34 ára búi á heimili foreldra sinna, en að þeir búi í eig- in húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Steinunn og Þorsteinn búa raunar ekki í foreldrahúsum – heldur í ömmuhúsum hjá Sigur- veigu ömmu Steinunnar, sem er á tíræðisaldri. „Við bjuggum í Kaupmanna- höfn þar sem leigumarkaðurinn var frekar vonlaus fyrir okkur sem par, svo við enduðum á að leigja íbúð með mörgum, sem var fínt,“ segir Þorsteinn. Þegar þau sneru aftur til Íslands síðasta sumar langaði þau að búa saman frekar en í sitt hvoru foreldrahúsi, en vissu að leigumarkaðurinn hér væri heldur ekki upp á marga fiska fyrir ungt fólk. Þegar þau komust að því að þau gætu búið í kjallaranum hjá Sigur- veigu stukku þau því á tækifærið: „Amma hefur leigt plássið í gegn- um árin en það er svolítið síðan hún var síðast með leigjanda, svo þegar við komum til landsins var þetta orðið að geymslu fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steinunn. „Þetta var orðið algjört greni en við gerðum þetta bara fínt aftur.“ Sigurveig er ánægð að hafa parið niðri í kjallara og fer Steinunn marga morgna upp í kaffi til ömmu. „Þetta er bæði gott fyrir hana og okkur. Afi dó fyrir þrem- ur árum og ég held henni finnist gott að hafa félagsskap í húsinu,“ segir Steinunn og Þorsteinn tekur í sama streng: „Hún var hikandi fyrst þegar við fluttum inn, en nú hefur hún oft orð á því hvað hún sé ánægð að hafa okkur hérna.“ Þorsteinn kláraði hagfræði í Danmörku og vinnur nú í banka, en Steinunn er í listfræði í Háskóla Íslands. „Ég hef það líklega betra en hinn almenni námsmaður því ég get búið hér í kjallaranum og amma er örlát með leiguna.“ seg- ir Steinunn, en Sigurveig bætir við: „Þú vinnur samt svo mikið, Steinunn mín,“ en Steinunn er í tveim vinnum, á kaffihúsi og á Listasafni Reykjavíkur. Við sambúðina í kjallaranum segir Steinunn samskiptin við ömmu Sigurveigu hafa aukist með tímanum. Kaffistundirnar með ömmu og Gunna, gömlum vini afa Hjalta heitins sem kíkir oft í heim- sókn, séu dýrmætar. „Hún er líka alveg einstakur karakter, hún ólst upp í húsi með moldargólfi, þar sem var sjálfs- þurftarbúskapur og engin verslun við neinn. Hún hefur sagt að þegar lögð var brú yfir Markarfljótið, sem hún bjó við, opnaðist nýr heimur. Bylting, segir hún. Þessar sögur mynd- um við ekki endilega heyra ef við byggjum ekki í kjallaranum hjá henni,“ segir Þorsteinn. Parið er sátt með sitt rými í húsinu og segjast hafa nægt næði í kjallaranum: „Þegar ég var lítil í heimsókn hjá ömmu fannst mér kjallarinn alltaf svolítið ógnvekj- andi og þorði ekki hingað niður, ég veit ekki hvort ég hef sagt þér það, amma“ segir Steinunn hlæj- andi. „Ég þurfti greinilega að flytja í hann til að yfirstíga óttann, nú finnst mér þetta bara yndislegt.“ Steinunn og Þorsteinn búa í kjallaranum hjá Sigurveigu, ömmu Steinunnar, og kíkja oft upp til hennar í kaffi. Mynd | Rut Fullorðin í ömmuhúsum „Hún var hikandi fyrst þegar við fluttum inn, en nú hefur hún oft orð á því hvað hún sé ánægð að hafa okkur hérna.“ Kaffistundirnar með ömmu dýrmætar Mynd | Rut Morgunstundin Byrjar daginn á íbúðaleit í Danmörku „Ég er mest á kvöldvöktum svo mínar morgunstundir eru yfirleitt um hálffjögur,“ segir Guð- rún Andrea Maríudóttir, en hún tekur alltaf strætó frá Vesturbænum í vinnu sína á sambýli í Kópavogi. „Ég vakna samt yfirleitt snemma á morgnana og stússa ýmislegt. Þessa dagana byrja ég daginn oftast á að leita að íbúð í Danmörku á netinu,“ segir Guðrún, en hún og Máni, kærast- inn hennar, flytja til Danmerkur í haust þar sem hann er að fara í meistaranám í efnafræði. Guðrún vinnur á sambýli í sumar, en hættir í vinnunni í ágúst og fer í fæðingarorlof. Þegar þau Máni fljúga út til Danmerkur verður hún komin 33 vikur á leið: „Hjá Icelandair má fljúga þangað til maður er kominn 36 vikur á leið ef maður er hraustur. Ég hef verið svo hraust á meðgöngunni að ég hef engar áhyggjur af því.“ Þegar komið er út hyggst Guðrún taka upp kúrs úr háskólanámi sínu í félagsráðgjöf í fæðingarorlofinu: „Svona til að hafa eitthvað að gera. Ég hef nefnilega aldrei eignast barn áður þannig ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort það verði kannski bara allt of mikið að gera í því,“ segir hún og brosir. Innsæi sýnd í 30 þýskum kvikmyndahúsum Að vera samferða sér í hraðanum Leikstýrurnar, Hrund og Kristín, á frumsýningu Innsæis. Fólki liggur mikið á hjarta þegar þeir sjá myndina, það er eins og flestir tengi við hana, sem er frábært,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, sem er stödd á götuhorni í Berlín þegar Fréttatíminn nær tali af henni. Heimildarmynd hennar og Kristínar Ólafsdóttur, Innsæi, var frumsýnd á miðvikudagskvöld þar í borg fyrir yfirfullu húsi. Innsæi tekur fyrir getu nútíma- fólks til að tengja inn á við í hraða samtímans, efni sem Kristín og Hrund hafa rannsakað í sex ár. „Á tímum þar sem er vaxandi kvíði og þunglyndi í heiminum, margvísleg átök eiga sér stað og tæknin þróast svo hratt að enginn veit hvernig heimurinn verður eft- ir fimm ár, getur verið erfitt að funkera. Að tengja inn á við þýðir í raun að vera samferða sjálfum sér í þessum hraða.“ Myndin komst að raun um að ýmislegt benti til að fólk eigi sífellt erfiðara með að tengjast innsæi sínu, sem valdi einbeitingar- leysi og vanlíðan, og dragi úr hæfni okkar til að þróa samkennd og sköp- unarkraft. „Það var auðvitað klikkuð hug- mynd að gera mynd um eitthvað jafn óáþreifanlegt og innsæið, en þess vegna erum við í skýjunum yfir að hún veki áhugaverðar samræður og veki athygli í fjölmiðlum hér.“ Myndin er á ensku og verður sýnd í 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland, en verður frumsýnd hér á landi í haust: „Að erlend heimilda- mynd sé sýnd í svo mörgum kvik- myndahúsum er óvenjulegt en þýðir bara að fólk hefur sýnt efni myndar- innar áhuga og kallað eftir að hún verði sýnd,“ segir Hrund. | sgþ Góðir gestir á frumsýningu Innsæis í Berlín á miðvikudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.