Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 Ekki höfðu sigurópin þagn-að eða flugeldarnir kólnað, glösin voru sum hver ekki tæmd, eftir stórkostlegan sigur á Englendingum, stórþjóð- inni sjálfri, þegar lögreglumenn ruddust að skipan yfirvalda inn í Laugarneskirkju til að handtaka tvo unga hælisleitendur, annan vart af barnsaldri, og draga þá út með valdi úr kirkjunni og flytja til Noregs þar sem þeim var varpað í fangelsi. Einhversstaðar í Frakklandi undir sömu himnasænginni og afreks- mennirnir, strákarnir okkar sem við erum öll svo stolt af, sefur móðir frá Alsír, með syni sínum, kannski eru þau á bekk eða ef til vill hafa þau fundið afdrep á lest- arstöð. Henni var vísað frá landinu í nóvember á grundvelli Dyflinar- reglugerðarinnar. Ætli þau mæðginin haldi með Ís- landi í fótbolta, eins og öll heims- byggðin? Í Frakklandi, sem og öðrum lönd- um Evrópu, eigum við okkur sí- stækkandi hóp Íslandsvina, fólk sem hefur barið hér dyra og beðið um skjól en við höfum synjað um hæli og dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Þeirra bíður stundum ekkert nema fangaklefi eða gatan og fátæktin, ömurleiki hins hund- elta fólks sem hefur misst sitt heimaland. Fjölskyldur með börn, unglingar, gamalt fólk, einstæðingar í ver- öldinni. Þótt við séum að uppgötva sannkallað efnahagsundur vegna allra hinna ferðamannanna sem borga með sér. Og þótt við þurfum tíu þúsund vinnufúsa einstaklinga til að leggja hönd á plóginn. Bara ekki þetta fólk sem til okkar biðlar í neyð sinni. Hælisleitendur koma ekki fljúg- andi til landsins á Saga Class með pottþétt skilríki og eyðslufé til að spandera í lundabúðum. Þetta fólk er oft með fölsuð vegabréf eða stolin, oftast peningalaust, stund- um veikt, jafnvel þunglynt, biturt og reitt. Það lyktar af svita og ör- væntingu fólks sem á engan griða- stað í veröldinni. Sumt kemur við hjartað í okkur, annað ekki, eins og gengur í samfélagi fólks. Allt hefur það sögu að segja og verðskuldar að á það sé hlustað og því sé mætt af virðingu. Ekki bara þeirra vegna heldur líka okkar vegna. Við getum ekki ein og sjálf gert allan heiminn betri en við getum mjög auðveldlega orðið verri manneskjur ef við sitjum að- gerðalaus hjá meðan það er brotið á fólki sem til okkar leitar í neyð sinni. Um alla Evrópu vex hatrinu ásmegin, og hatrið nærist á ótta og fáfræði. Það sem áður þótti mann- fyrirlitning og jafnvel mannvonska er orðin stjórnmálastefna sem fólk er óhrætt við að leggja nafn sitt við. Á Íslandi eru heilu fjölmiðl- arnir lagðir undir áróður til að ýta undir ótta og ala á óbeit. Ýmsar ákvarðanir yfirvalda stuðla einnig að því að einangra hælisleitendur frá samfélaginu og mála þá upp sem þriðja flokks manneskjur svo auðveldara sé að senda þá burt á færibandi án þess að almenningur rísi upp þeim til varnar. Dönsk yfirvöld hófu að framfylgja svokölluðum skartgripalögum um síðustu helgi og gera eignir flótta- manna upptækar þegar þeir koma til landsins. Danir höfðu þannig um eina og hálfa milljón upp úr krafsinu eða aleiguna út úr fimm Írökum sem voru stöðvaðir á flug- vellinum. Það vakti heimsathygli í vetur sem leið, þegar lögin voru samþykkt, að barnabarn konu sem hafði komist naumlega hjá helför Gyðinga og sest að í Danmörku, sendi dönsku ríkisstjórninni giftingarhring ömmu sinnar. Hringurinn hafði verið aleiga hennar þegar hún kom til landsins skömmu eftir stríð. Barnabarninu fannst réttast, í anda nýju laganna, að dönsk stjórnvöld létu bræða hringinn og bæta hon- um við gullforðann. Hinn vestræni heimur skipar sér í tvær fylkingar, þá sem vilja hjálpa og þá sem vilja líta undan. Þjóðkirkjan hefur nú tekið afstöðu með flóttamönnum og brotið blað í sögunni. Þögn stjórnmálamanna er hinsvegar æpandi eftir að mesta kærleiksvíman rann af þjóðinni. Það er vissulega búið að samþykkja örlítið mannúðlegri útlendingalög en er til of mikils mælst að þeim sé framfylgt á þann hátt að hælisleit- endur njóti vafans og eigi í það minnsta möguleika á dvalarleyfi af mannúðarástæðum, ef þeir vilja vera hér og vinna? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ÍSLANDSVINIR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp! GASTROPUB 845 Ragnar loðbrók situr um París. Snýr aftur með buxurnar á hælunum. 1075 Sæmundur fróði situr á skólabekk í Svartaskóla. 1946 Albert Guðmundsson kennir Frökkum að spila fótbolta. Þeir læra seint og um síðir. 1789-1799 Frakkar gera byltingu út af baguettum og finna upp sæmileg hugtök: frelsi, jafnrétti og bræðralag. 1980 Útlendinga­ stofnun vís­ ar Patrick Gervasoni frá Íslandi. 1999 Frakkar, dálítið góðir í fótbolta, slysast til að vinna Íslendinga á Stade de France, nýja fína vellinum sínum. 1973 Pompidou forseti fær að hitta banda­ rískan kall á Kjarvals­ stöðum. 1864 Jules Verne skríð­ ur með lesendur sína ofan í Snæfells jökul. 2016 Íslendingar snúa aftur til Parísar að hefna ófara Ragnars loðbrókar. 1783-1785 Íslensk eldfjöll puðra yfir Frakka, þeir fá engar baguettur og verða pirraðir. 19. öldin Frakkar veiða eins mikinn þorsk og þeir geta torgað á Íslands­ miðum, án þess að borga veiðigjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.