Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 16.07.2016, Page 6

Fréttatíminn - 16.07.2016, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 Þessi litskrúðugi litli fugl er orðinn að einkennisfugli lands- ins í hugum ferðamanna, eins konar þjóðarfugli, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. Úttroðnar eft- irlíkingar lundans eru seldar í fjölmörgum búðum um land allt. Þar er hann líka í jóla- sveinabúningi, jafnvel gylltur, birtist sem skaft á göngustöf- um, á smjörhnífum, borðbún- aði, staupum, lyklakippum o.s.frv. o.s.frv. Lundinn er vissulega fallegur og gáfulegur fugl, auk þess sem hann er lítill og nettur og þykir því oft mikil dúlla. Þó að lundinn sé talinn næst algengasti fugl landsins, fýll- inn tók nýlega við þeim titli, þá er alls ekkert ljóst af hverju hann er orðinn svo alltumlykjandi í menn- ingu landsmanna og raun ber vitni. Einnig má spyrja hvort það sé ekki bara fyrst og fremst í þeirri hlið menningarinnar sem snýr að ferða- mönnum sem hann er svo mikil- vægur. Það reynist erfitt að átta sig á því hve hratt lundinn hefur færst í slíkt öndvegi. Viðmælendur Frétta- tímans tengja uppgang fuglsins í menningu þjóðarinnar við ferða- mannafjölgun síðustu fimmtán ára eða svo, þó að ferðamennska í Eyj- um hafi lengur tengst lundabyggð- inni þar. Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og formaður Fugla- Lýðveldið Lundi? Gáfulegi fuglinn sem við treystum öll á Ferðamannastraumurinn þyngist og með honum koma miklar tekjur inn í þjóðarbúið. Einhver hluti þeirra fer í lunda, bæði í formi ferðaþjónustu sem tengist fuglinum og í minjagripi sem bera hans fögru ásjónu. Ferðamenn fara í lundasiglingar og lundasteikur eru jafnvel í boði á veitinga- stöðum. En hvaðan kemur þessi áhersla á lundann og af hverju er hann búinn að vefja sig svo rækilega inn í ímynd landsins? Fréttatíminn kannar málið. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Lundarnir í Lundey á Kollafirði höfðu það náðugt í blíðviðrinu á dögunum. Til leigu Bíldshöfði 9 110 Reykjavík www.heild.issími: 568 6787fyrirspurn@heild.is Heilsugæslustöð og heilsutengd starfsemi HEILD fasteignafélag dap Bíldshöfði 9 development architecture property Heilsugæslustöð og fyrirtæki með heilsutengda starfsemi hafa tryggt sér stóran hluta byggingarinnar að Bíldshöfða 9. Þar eru áhugaverð tækifæri fyrir tengda starfsemi. Bíldshöfðinn liggur sérstaklega vel að helstu samgönguæðum. Samkvæmt vinningstillögu að rammaskipulagi rís byggð fyrir 10 – 15 þúsund manns á Ártúnshöfða á næstu árum og liggur Bíldshöfði við mörk fyrirhugaðs íbúðarsvæðis. Enn eru lausir um 4.500 fm. Frátekið Heilsugæslustöð Frátekið

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.