Fréttatíminn - 16.07.2016, Síða 7
| 7FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
„Þetta er skrautleg-
ur, skemmtilegur og
dálítið spaugilegur
sjófugl, en ég tel samt
að ef við myndum
kjósa í dag um þjóðar-
fuglinn þá yrði lóan
hlutskörpust.“
Lundinn – dýrmætasti fugl Íslands
10 atriði um lundann
sem þú þarft að
vita, ef þú vilt teljast
Íslendingur
• Lundinn er kallaður prestur eða prófastur. Latneska
fræðiheitið er Fratercula
arctica og ungarnir heita kofa
eða pysja.
• Nefið er glæsilegast að sumri, viðhafnarbúningur
settur upp í tilhugalífi. Á
veturna er það litminna, fellur
að hluta til af með fjöðrum.
Það gerir líka skraut í kringum
augun.
• Í lundabölum eru lundahol-ur en fuglinn heldur tryggð við
sína holu eftir að hann verður
fullorðinn.
• Holurnar eru að meðaltali 1,5 m á lengd. Þær jafna hita og
vernda ungann sem er skilinn
þar eftir 10 daga gamall svo að
foreldrar komist bæði í fæðu-
öflun.
• Lundinn stundar ævilangt einkvæni. Æxlun á sér stað á
sjó.
• Lundinn er lúsugur (lundalúsin er í raun maur)
og í lundabyggð þurfa menn
að gæta sín á biti. Gúmmí-
regngalli dugar vel ef gætt er að
skálmum og ermum.
• Enginn fugl hefur verið veiddur jafn mikið á Íslandi í
gegnum tíðina.
• Lundinn þarf að éta u.þ.b. hálfa líkamsþyngd á dag.
• Lundinn tekur 10 vængja-slög á sekúndu og nær 70 km
hraða.
• Þróun lundans er að hluta hliðstæð þróun frænku hans
í suðri, mörgæsar, enda er
líkamsstaðan áþekk.
verndar, segir að án nokkurs vafa
sé lundinn orðinn verðmætastur ís-
lenskra fugla. „Hingað kemur mik-
ill fjöldi ferðamanna gagngert til að
skoða fuglinn,“ bendir Jóhann Óli
á. „Það hefur enginn reiknað það
út en lundinn er örugglega búinn að
slá út æðarfuglinn og tekjur af hon-
um eru eflaust orðnar meiri en upp-
safnaðar tekjur af æðardúninum.“
Eitt er víst að framleiðsla og inn-
flutningur á alls kyns minjagripum
sem tengjast lundanum eykst jafnt
og þétt. Mörg fyrirtæki skipta t.d.
á milli sín innflutningi á lundavör-
um frá útlöndum, aðallega Kína.
Erfitt getur reynst að meta umfang-
ið, enda leikföng ekki flokkuð eftir
dýrategundum í tollskýrslum. Toll-
flokkurinn heitir bara „leikföng
sem eru í líki dýra eða ómennsk.“
Kannski þarf að bæta við nýjum
lundaflokki í tollskrána.
Nýr þjóðarfugl?
Á fyrsta áratug 21. aldar völdu
landsmenn sér bæði þjóðarblóm
(Holtasóley) og þjóðarfjall (Herðu-
breið) og Jóhann Óli segir að þá hafi
farið af stað umræða um þjóðar-
fugl. Hins vegar hafi verið litið svo
á að fálkinn ætti þann heiðurssess
skilinn. „Við þessu hreyfði enginn
mótmælum á þeim tíma,“ segir Jó-
hann. Á listum yfir þjóðarfugla á
netinu er fálkinn einmitt tengdur
Íslandi. Fálkinn var í skjaldarmerki
þjóðarinnar á árunum 1903-1919 og
hann prýðir fálkaorðuna. Annar
fugl sem sterklega kemur til greina
sem þjóðarfugl er lóan, en ekki er
fyllilega víst af hverju lundanum
hefur vaxið ásmegin í þessu sam-
bandi á síðustu árum.
Jóhann Óli og þau hjá Fuglavernd
eru þess fullviss að fálkinn sé enn
þjóðarfugl Íslendinga á meðan
Vestmannaeyingar tengja sig skilj-
anlega lundanum. „Þó að einn
stjórnmálaflokkur hafi stolið fálk-
anum þá held ég að það sé engin
ástæða til að skipta um þjóðar-
Til leigu
Bíldshöfði 9
110 Reykjavík
www.heild.issími: 568 6787fyrirspurn@heild.is
Heilsugæslustöð
og heilsutengd starfsemi
HEILD
fasteignafélag
dap
Bíldshöfði 9
development architecture property
Heilsugæslustöð og fyrirtæki með heilsutengda starfsemi hafa tryggt sér stóran
hluta byggingarinnar að Bíldshöfða 9. Þar eru áhugaverð tækifæri fyrir tengda
starfsemi. Bíldshöfðinn liggur sérstaklega vel að helstu samgönguæðum.
Samkvæmt vinningstillögu að rammaskipulagi rís byggð fyrir 10 – 15 þúsund
manns á Ártúnshöfða á næstu árum og liggur Bíldshöfði við mörk fyrirhugaðs
íbúðarsvæðis.
Enn eru lausir um 4.500 fm.
Frátekið Heilsugæslustöð
Frátekið