Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Það eru bara aðeins of margir Frakkar hérna,“ sagði leigu-bílstjórinn glottandi á leið frá f lugvellinum í Nice á
dögunum þegar stefnt var að sigri
Íslands á móti Englandi á leik-
vanginum utan við borgina. Sjálfur
var leigubílstjórinn eins franskur
og þeir verða, hárlaus á kollinum
og þráðbeinn og langur eins og
baguetta. „Ég á við að hér eru að-
eins of margir Parísarbúar,“ hélt
hann áfram. „Þau þarna norður frá
öfunda okkur af þessu afslappaða
fjölmenningarlega andrúmslofti og
auðvitað af allri sólinni og bláa sjón-
um. Veðurfréttatímarnir í sjónvarp-
inu í París setja alltaf rigningu yfir
okkur, en hér er samt alltaf sól.“
Leigubílstjórinn hafði rétt fyrir sér.
Sólin skein og þetta virkaði strax á
mann sem afslöppuð borg. Faðmur
hennar stóð opinn. Á næsta götu-
horni við svefnstaðinn var matar-
markaður með ferskt grænmeti
og litríkt kjöt. Þarna komu kaup-
mennirnir úr menningarheimi
araba, viðskiptavinirnir úr mörgum
öðrum áttum en samt úr þessum
skemmtilega suðupotti sem borgin
er. Viðskiptavinum var heilsað af
virðingu og viðskiptin gengu líflega
og fljótt fyrir sig. Matvörurnar voru
allar ferskar og fallegar, rétt eins og
samskipti fólksins þennan morgun.
Það var stórkostlegt að fara til
Frakklands og horfa á fótbolta og
mannlíf. Auðvitað var spennustig-
ið hátt, það fann maður helst
heimkominn þegar slaknaði á öllu
saman. Lögreglumennirnir brostu
hlýlega þegar við þökkuðum þeim
fyrir gæsluna á leiknum, en þeir
slepptu ekki byssunni og takið um
hana var þéttingsfast.
Mótinu lauk og engin háalvarleg at-
vik komu upp. Til stóð að Frakkland
myndi nú reyna að slaka aðeins á.
Hollande forseti tilkynnti á þjóðhá-
tíðardaginn að neyðarlögin, sem
hafa verið í gildi frá árásunum í Par-
ís í nóvember síðastliðnum, myndu
renna út í lok þessa mánaðar. Svo
breyttist allt þann sama dag, á sjálf-
an Bastilludaginn, suður í Nice. Eft-
ir árásina hryllilegu boðar Hollande
nú aukna hörku í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Þetta einkennilega
og sorglega stríð gegn ósýnilegum
óvinum heldur áfram.
Bastilludagurinn á sér uppruna í of-
beldi. 14. júlí árið 1789 réðst æstur
lýðurinn í París að Bastillunni,
rammgerðu fangelsi sem var tákn
fyrir kúgun yfirstéttarinnar, gamla
valdsins. Brátt átti að kollvarpa öllu
og nýtt upphaf varð skipun dags-
ins. Franska byltingin hófst en hún
kjarnaði þrjár af bestu hugmyndum
sem við þekkjum og reynum flestöll
að tileinka okkur: Frelsi, jafnrétti og
bræðralag. Stolt Frakka yfir þessum
hugmyndum skynjar maður greini-
lega. Þeir mega líka eiga það að hug-
myndirnar eru góðar eins og margt
annað í franskri menningu.
Árásin hryllilega, með vopnfylltum
vörubíl í Nice í fyrradag, er ætluð
sem yfirlýsing um það að Frakkar
og Vesturlönd almennt fái ekki að
slaka á. Til stendur að rækta áfram
martröðina og viðhalda hræðslunni
í brjóstum landsmanna. Árásin er
byggð á dólga-hugmyndafræði þar
sem allar málamiðlanir eru bannað-
ar og enginn vilji er til samræðu og
samstarfs. Slíkur dólgsháttur finnst
víða, því miður. Hann er afsprengi
skepnuskapar, fáfræði, heilaþvottar
og hræðslu þess sem aðeins trúir á
hnefaréttinn og sér varla fram fyrir
eigið nef í hatri sínu.
Í Nice skín sól. Það er engin rigning
í kortunum. Eftir situr eitt stærsta,
fjölbreyttasta og magnaðasta menn-
ingarsamfélag Evrópu í sárum og
einhvern veginn við öll líka. Mátt-
leysið er átakanlegt og nístandi
spurningar leita á hugann.
Eftir stutt stopp í Nice er borgin í
huga manns nokkurs konar paradís.
Blátt hafið úti fyrir ströndinni leitar
enn inn í draumana. Blái liturinn
er ólýsanlegur og sjórinn er saltur.
Þarna er gott að láta sig fljóta. Hand-
an við sjónarrönd taka síðan við
önnur stór lönd með öðrum áskor-
unum og vandamálum, lönd eins og
Túnis, Alsír og Marokkó, þaðan sem
margir Frakkar koma.
Minningarnar verða ekki auðveld-
lega teknar af okkur. Stundum er
maður þakklátur og glaður með
það, stundum hryggur og leiður.
Guðni Tómasson
NICE
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri
og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum