Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 34
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Við erum að taka hjól-reiðakeppni yfir á Reykjavíkurmaraþon-plan,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson,
markaðs- og þróunarstjóri Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur, sem stend-
ur fyrir hjólreiðakeppninni Tour
of Reykjavík sem fer fram þann 11.
september næstkomandi. En skrán-
ing hófst í vikunni. Boðið verður
upp á þrjár vegalengdir í keppn-
inni; 110 km, 40 km og 13 km,
ásamt sérstakri barnabraut, þannig
að allir ættu að geta tekið fundið
erfiðleikastig við sitt hæfi.
Lítil börn og keppnisfólk
„Við minntumst á þetta við borgina,
hvort það væri áhugi á því að halda
svona viðburð og áhuginn var svo
mikill, bæði frá borgarstjóra og Höf-
uðborgarstofu, að það var ákveðið
að slá strax til, en ekki bíða fram
til 2017, eins upphaflega til stóð.
Áhuginn á hjólreiðum hér á landi er
líka gríðarlegur en það hefur aldrei
áður verið haldinn hjólreiðaviðburð-
ur af þessu tagi á Íslandi.“
Götum lokað í fyrsta skipti
Kjartan bendir á að vissulega séu
margir hjólaviðburðir af ýmsu tagi
haldnir víða um land, en hann segir
tvennt einkenna þennan nýja við-
burð, sem ekki hefur verið gert áður.
„Það geta allir fundið eitthvað við
sitt hæfi, hvort sem það eru lítil börn
eða keppnisfólk, eða almenningur
sem langar að taka hjólið sitt fram
og hjóla 13 kílómetra á lokaðri braut
í miðborg Reykjavíkur. Sem gerist
mjög sjaldan.“
En að sögn Kjartans verð-
ur einmitt ráðist í götulokanir í
Reykjavíkurborg af áður óþekktri
stærðargráðu. „Þessi borgarhring-
ur sem allir fara er þannig að það
er verið að fara að loka götum sem
aldrei hefur verið lokað áður. Við
hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur,
sem höfum haldið marga viðburði,
erum því mjög ánægð með viðbrögð
hjólreiðafólks sem virðist vera mjög
ánægt með að geta fengið að hjóla
á götum borgarinnar með þessum
hætti. Ég persónulega hef aldrei
fundið fyrir meiri áhuga á einum
viðburði áður,“ segir Kjartan sem
mjög spenntur fyrir keppninni.
Hann mun þó sjálfur ekki geta tekið
þátt, enda þarf hann að sjá um að allt
skipulag gangi upp. „Þetta er svo að
sjálfsögðu allt unnið í góðu samstarfi
við hjólreiðafélögin,“ bætir hann við.
Verðlaun renna til Hjólakrafts
Andvirði þátttökuverðlauna í Tour
of Reykjavík munu renna til Hjóla-
krafts, sem stendur fyrir hjólanám-
skeiðum fyrir ungt fólk sem vill taka
upp heilbrigðari lífsstíl. En Hjóla-
kraftur hefur einmitt umsjón með
barnabrautinni sem verður staðsett í
Laugardalnum. „Við byrjum og end-
um í Laugardalnum og ætlum að búa
til góða fjölskyldustemningu þar.
Vonandi verða einhverjir básar, tjöld
og fjör. Þannig getur fólk komið þar
saman, fjölskyldur og áhorfendur.“
Kjartan vonast líka til þess að það
að hafa keppnina í september verði
til að lengja hjólasumarið fyrir Ís-
lendinga. „Fólk hættir oft að hjóla
þegar skólarnir byrja, enda er þetta
mikið fjölskyldusport. Við vonum að
með þessu lengist tímabilið um þrjár
til fjórar vikur og þetta verði hátíð
hjólreiðafólks, eins og Reykjavíkur-
mararþon er fyrir hlaupara.
Hjólreiðakeppni fyrir alla
Kjartan hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur er einn þeirra sem kemur að
skipulagningu Tour of Reykjavík sem verður haldin í fyrsta skipti þann
11. september næstkomandi.
Mikill áhugi Kjartan segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga á áður á einum viðburði.
Mynd | Hari110 kílómetrar Hér má sjá leiðina sem farin er í lengstu vegalengdinni.
Þessi borg-
arhringur sem
allir fara er þannig að
það er verið að fara
að loka götum sem
aldrei hefur verið
lokað áður.
…heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Inulin hjálpar
til
við niðurbrot á
innri fitu.
Inulin – trefjar fyrir meltinguna
Inulin er nýtt og 100% náttúrulegt bætiefni frá Natures Aid sem hefur slegið í gegn í Bretlandi. Inulin eru
vatnsleysanlegar trefjar unnar úr kaffifífli sem bæta meltinguna og efla fjölgun vinveittra gerla í þörmunum.
Unnið í samstarfi við Artasan
Vatnsleysanlegar trefjar sem bæta meltingu og auðvelda hægðalosun. Inulin eru vatnsleysan-
legar trefjar sem svipar til psyllum
husk. Þessar trefjar
finnast í lauk,
blaðlauk, hvít-
lauk, banön-
um, spergli
og í kaffifífli
(sikoría) en
í Inulin eru
þær fyrst og
fremst úr því
síðastnefnda.
Inulin er prebiot-
ics sem þýðir að það
er góður áburður eða fæða fyrir
góðu gerlana í þörmunum og því
góð leið til að styrkja ónæmiskerf-
ið.
Melting og innri fita
• Inulin bætir meltinguna og
með nægilegu vökvamagni
auðveldar það hægðalosun.
• Inulin eflir fjölgun vinveittra
gerla í þörmunum og þá sér-
staklega bifidobacteria.
Hátt hlutfall þessara gerla
hjálpar til við niðurbrot á trefj-
um, fóðrar þarmaveggina og
hafa einnig góð áhrif á ónæm-
iskerfið.
• Inulin hefur jákvæð áhrif á
(heildar) kólesteról og þríg-
lýseríð í blóði.
• Innri fita er hættu-
lega fitan sem við
sjáum ekki en hún
umlykur líffærin
okkar og get-
ur valdið miklu
heilsutjóni ef
það er of mikið af
henni.
Inulin hjálpar til við
niður brot á þessari
fitu.
Þegar þessar trefjar koma í
þarmana, verða til ýmis kon-
ar fitusýrur sem hafa góð
heilsufarsleg áhrif á okkur.
Þetta eru t.d. aceta-
te, proprionate og
butyrate fitusýrur
sem hjálpa til við
niðurbrot á innri
fitu og geta auð-
veldað upptöku á
steinefnum eins og
kalki, magnesíum,
fosfór, kopar, járni og
sinki.
Minna hungur-meiri hamingja
Trefjar eru mikil heilsubót fyrir
alla því það er allt of algengt að
við fáum ekki nægilega mikið af
þeim úr fæðunni. Þær taka pláss
þegar þær drekka í sig vökva og
hægja á meltingunni og draga
þannig úr sveiflum á blóðsykrin-
um. Við erum minna svöng og
verðum glaðari.
Fæða fyrir þarmaflóruna
Inulin er, eins og áður sagði,
prebiotics og því góð fæða fyrir
þarmaflóruna. Hafa ber í huga
að inulin er líka fóður fyrir óvin-
veitta gerla og er t.d. ekki ráðlegt
fyrir fólk með iðrabólgu (IBS)
að nota efnið. Inulin er engu að
síður afar gott og mikil heilsubót
fyrir flesta. Það er á duftformi og
bragðlaust og því auðvelt að strá
því yfir graut, setja í þeyting eða
blanda í vatn eða safa.
Sölustaðir: Apótek Hafnarfjarðar,
Apótek Vesturlands, Austurbæj-
arapótek, Garðsapótek og allar
Hagkaupsverslanir.
Inulin
bætir
meltinguna
og eflir fjölgun
vinveittra gerla
í
þörmunum.