Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 10
292 ferm. atvinnuhúsnæði að Suðurgötu 10, 107 R. Bakhús. Upplýsingar veitir Ólafur í S: 551-1665 á skrifstofutíma TIL LEIGU 10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi hefur í áratugi unnið við að aðstoða fólk við að finna sinn farveg. Hún veitti iðjuþjálfunardeildum geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss for- stöðu í tæpa þrjá áratugi þar sem hún var aðallega þekkt sem hressi iðjuþjálfinn sem geðlæknarnir nutu góðs af þegar hefðbundnar aðferðir dugðu skammt. Auk þess að kenna við Háskólann á Akureyri hefur hún undanfarin ár beint allri sinni orku í að breyta viðhorfum almennings til einstaklinga með geðraskanir og barist fyrir fjölþættari valkost- um í meðferðarnálgunum. Í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs þar sem allir þeir sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnutengda endurhæfingu eru velkomnir. Hamingja er frumstæð Ebba fór að velta fyrir sér jákvæðri sálfræði fyrir tveimur áratugum þegar hún vann á Landspítalanum, löngu áður en fræðin urðu til sem slík. „Fyrir síðustu aldamót fékk Héð- inn Unnsteinsson þá útópísku hug- mynd að fara að rækta geð fólks,“ segir Ebba en á þeim tíma var mest allri orku beint að því að hjálpa þeim sem voru þegar veikir. „Ég hreyfst með og fór á fullt í að lesa mér til um hvað einkenndi fólk sem var ár- Hamingjan er pólitík Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur í áratugi aðstoðað fólk við að finna sinn farveg. Hún hefur sterkar skoðanir á því hvernig best sé að finna hamingjuna. angursríkt eða ham- ingjusamt og rakst þá á rannsókn sem byggðist á viðtölum við fólk sem hafði náð langt í lífinu, var fullnægt og sátt í eigin skinni. Þar voru talin upp tíu atriði sem áttu það sameiginlegt að stuðla að vellíðan og hamingju og þessir tíu punktar eru grunnur- inn að geðorðunum tíu. Þegar ég las niðurstöðurnar sá ég að þetta var ná- kvæmlega það sem við gerðum í iðju- þjálfuninni á geðdeild Landspítalans á hverjum degi.“ „Til að hafa áhrif á jákvæða hugsun og vellíðan er hreyfing í fararbroddi. Hér áður urðum við að hreyfa okkur til að afla matar, annars dóum við. Í dag getum við setið heima og pant- að pítsu. Við þurfum enn á hreyf- ingu að halda, hún er okkur lífs- nauðsynleg. Félagsskapur er okkur jafn mikilvægur. Ef fólk hélt sér ekki í hópnum þá hreinlega dó það og ef það var veikt eða gamalt og helltist úr lestinni þá varð það villidýrum að bráð. Við erum enn með þetta for- rit frummannsins í okkur. Það sama má segja um A og B manneskjur. Það varð einhver að vera vakandi á nótt- unni til að passa okkur hin meðan við sváfum. Það sama má líka segja um hvatvísa fólkið, við þurfum einstak- linga sem þora að vaða árnar eða hoppa yfir gjárnar án þess að hugsa um afleiðingarnar. Við þurfum að vera ólík til að lifa af. Það samfélag sem við höfum þróað má kannski líkja við tígrisdýr í dýragarði. Það fær allt, maka, afkvæmi og mat, en samt er það kannski þunglynt því það lifir ekki í takt við eigið eðli. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum ekki alltaf að steypa fólk í sama mótið því þá er hætta á að einstakir hæfileikar þess fái ekki að njóta sín. Það skapar óhamingju.“ Hamingja er sjálfstraust Eftir áralanga vinnu í geðrækt hefur Ebba sannfærst um að til að vinna að hamingju allra lands- manna þurfi gagngera endurskoðun á öllum helstu stoðum samfé- lagsins. „Nú vitum við hvað góð sjálfsmynd og sjálfstraust skiptir miklu máli fyr- ir vellíðan og hamingju. Ef þú hefur ekki trú á eigin áhrifamátt og getu, hefur ekki stjórn á þínum eigin tilf- inningum, fjárhag og samskiptum og ert háður öðrum, þá hefur það áhrif á hamingjuna. Hamingjan er bein- tengd sjálfstrausti. Að finna sína eig- in styrkleika og fá að nýta þá sjálfum sér og öðrum til góðs skiptir öllu máli og allir hafa styrkleika, allir hafa eitt- hvað að gefa, líka þeir sem eru mik- ið fatlaðir,“ segir Ebba en þetta er einmitt kjarninn í öllu hennar starfi. Að leiðbeina fólki í átt að styrkleik- um sínum. „Hamingja er huglægt og aðstæðu- bundið ástand. Fyrir barn er ham- ingja allt annað en fyrir ungling eða fullorðinn. Ef þú ert bestur á meðal jafningja þá finnst þér þú vera sig- urvegari en sami einstaklingur get- ur farið í annan hóp og upplifað sig sem tapara. En því miður er mann- skepnan iðin við að eyðileggja fólk og traust þeirra. Við fæðumst öll þannig að okkur finnst við vera æðisleg en umhverfið hefur úrslitavald hvort sú tilfinning helst eða ekki. Það er stöð- ugt verið að grafa undan sjálfstrausti okkar. Meira að segja þegar við byrj- um í skóla þá er strax farið að segja okkur hvort við pössum inn í náms- skrárnar í stað þess að láta náms- skrána byggja á hæfileikum hvers og eins, til að gera okkur að sem bestum samfélagsþegnum. Við erum alltaf að reyna að búa til reglur og kassa sem virka ekki nógu vel. Skólakerfið er kassi og vinnumarkaðurinn er kassi sem fleiri og fleiri eiga í erfiðleikum með að passa í. Samfélagið er alltaf að reyna að búa til einhverja meðal- manneskju sem er ekki til, einhvers- konar meðaljón og svo verða sum okkar sjúk ef við pössum ekki inn í þetta meðaltal. Nú eru að koma kosn- ingar og ef ég mætti gefa framtíðar- stjórnmálamanni ráð þá ætti hann að hugsa hvernig sé best að efla sjálfs- traust sinna samfélagsþegna, í stað þess að ala á ótta.“ Hamingja er pólitík Það er svo sorglegt að við skulum vera búin að búa til samfélag þar sem fólk þarf að vinna og vinna en á samt varla ofan í sig eða á og kemur svo þreytt heim á kvöldin að það getur ekki sinnt sjálfu sér né börnunum sínum. Í okkar samfélagi verða að vera tvær fyrirvinnur. Tíminn þegar maður er ungur fer allur í að vinna og koma sér upp húsnæði en svo þegar maður er orðin gamall og hefur nægan tíma þá vill enginn tala við mann! Þetta hefur auðvitað allt áhrif á hamingjuna því hamingja er pólitísk.“ „Ég verð bara að segja að hug- myndin um borgaralaun kitlar mig alltaf meira og meira. Þetta var reynt í einu fylki í Kanada og útgjöld heil- brigðisþjónustunnar lækkuðu um 8%, en svo kom ný stjórn og tilraun- inni var hætt. Ef það væru borgara- laun þá færi enginn í örorkumat, þú þyrftir ekki að sækja um námslán eða atvinnuleysisstyrk. Við myndum sleppa við það að hafa lækna í vinnu við að meta hver fær sitt út úr kerfinu, og þeir fengju meiri tíma í að lækna. Sumir halda að fólk muni hætta að vinna fái það útborgað úr kerfinu, en það vilja allir vinna og hafa hlutverk, það er hluti af hamingjunni. Að hafa tilgang.“ „Tíminn þegar maður er ungur fer allur í að vinna og koma sér upp húsnæði en svo þegar maður er orðin gamall og hefur nægan tíma þá vill enginn tala við mann!“ Við þurfum að vera ólík til að lifa af. Það sam- félag sem við höfum þróað má kannski líkja við tígris- dýr í dýragarði. Það fær allt, maka, afkvæmi og mat, en samt er það kannski þunglynt því það lifir ekki í takt við eigið eðli. Þess vegna er svo mikil- vægt að við séum ekki alltaf að steypa fólk í sama mótið því þá er hætta á að einstakir hæfileikar þess fái ekki að njóta sín. Það skapar óhamingju.“ Myndir | Hari Hamingj an Steypumót fyrir krana Mjög lítið notuð PREFORM kranamót til sölu ásamt I bitum, steypusílói, stoðum fyrir undirslátt ofl. Mótin skiptast í aðalatriðum þannig: 20 stk. flekar 300x240, 14 stk. flekar 300x48, 2 stk. flekar 300x30, út- og innhorn, 150 stoðir fyrir undirslátt, vinnupallafestingar, ofl. ofl. Upplýsingar í síma 8961012 og 8981014.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.