Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 4
Stjórnmál „Það er sorglegt
að sjá að konur sem eru að
berjast fyrir sínum hugsjón-
um, séu kallaðar frekjur
og öðrum ljótum nöfnum,“
segir Eygló Harðardóttir fé-
lagsmálaráðherra og aftekur
með öllu að hún sé á leið úr
ríkisstjórninni en margir
sjálfstæðismenn hafa kallað
eftir því í kjölfar þess að
hún sat hjá þegar fimm ára
fjármálaáætlun ríkisstjórn-
arinnar var afgreidd.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Í mínu ungdæmi var þetta kall-
að að vera stíflaður af frekju,“ seg-
ir Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, á bloggi sínu
um hjásetu Eyglóar Harðardóttur
þegar fjármálaáætlun ríkisstjórn-
arinnar var afgreidd. Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir á Facebook að
þetta hljóti að þýða úrsögn hennar
úr ríkisstjórn, í sama streng tekur
Óli Björn Kárason, varaþingmaður
flokksins. Þá hafa Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra og Guðlaugur
Þór Þórðarson, varaformaður fjár-
laganefndar, gagnrýnt ráðherrann
harðlega.
Eygló segir að það sé leitt að
menn telji sig þurfa að grípa til
slíkra orða og gagnrýna á þennan
hátt. Ég er einfaldlega að standa
við hugsjónir okkar framsóknar-
manna og ég held að flokksmenn
séu ánægðir með það.
Hún neitar því ekki að hún og
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra hafi mjög ólíka sýn á hlutina.
„Hann er að skila sinni sýn í þessari
fjármálaáætlun. Aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar hafa leitt til þess að
það hefur skapast ákveðið svig-
rúm en það er ekki nóg ef menn
vilja ekki nýta það í þágu barnanna
okkar. Ég vil nýta það í þágu heim-
ilanna, unga fólksins og eldri borg-
ara. Ég er að tala fyrir fjöldann allan
af konum sem eru með lágar lífeyr-
istekjur og búa við fátækt á efri
árum vegna þess að þær voru inni
á heimilunum að sinna fjölskyldum
sínum hluta úr starfsævinni, þá er
ég að tala fyrir barnafjölskyldur en
það hefur verið gengið hart að þeim
frá því í efnahagshruninu.“
Hún segir einkennilegt að það sé
kallað eftir afsögn hennar vegna
málsins. „Þessi afstaða mín hefur
legið fyrir í ríkisstjórninni og ég hef
gert grein fyrir henni í þingflokki
framsóknarmanna. Ég á bara von
á því að ríkisstjórnin starfi fram að
kosningum á grundvelli ríkjandi
stjórnarsáttmála, eins og hún hefur
gert fram að þessu. Ég er ekki á leið
úr ríkisstjórninni. Það er kjósenda
að ákveða framhaldið.“
En kosningar eru í nánd og ráð-
herrann er greinilega að marka sér
sérstöðu. Það eru breytingar yfir-
vofandi í Framsóknarflokknum og
miðstjórnarfundur tekur ákvörðun
þann tíunda september um hvort
boða eigi til flokksþings fyrir kosn-
ingar og kjósa nýja forystu. En
gengur hún með formann í magan-
um? „Ég hef enga ákvörðun tekið
um að bjóða mig fram til formanns
Framsóknarflokksins,“ segir Eygló.
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016
Borgartúni 23. Sími 5611300 www.reykjavikurblom.is
Opið Mánudaga-föstudaga Kl.10-18
Laugardaga 11-18 Sunnudaga 12-16
Þú færð fullt af
fallegum blómum
og flottri gjafavöru
hjá okkur
Mér finnst sorglegt
að vera kölluð frekja
Eygló Harðardóttir segir að þau Bjarni Benediktsson hafi ólíka sýn.
Flóttamenn „Við eigum enga
möguleika í Gana,“ segir Fad-
ila Zakaria, flóttamaður frá
Gana, en hún og fjölskylda
hennar bíða á milli vonar
og ótta um lokasvar frá
Útlendingastofnun.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Fadila og maður hennar, Saad Abdel
Wahap frá Tógó, komu til Íslands
með þriggja mánaða millibili árið
2014. Fadila eignaðist skömmu síð-
ar drenginn Hanif hér á landi. Þá
eignuðust þau dótturina Jónínu fyr-
ir fimm mánuðum, en stúlkan er
nefnd í höfuðið á ljósmóðurinni sem
tók á móti stúlkunni.
„Ljósmóðirin reyndist okkur
mjög vel,“ útskýrir Saad, spurður út
í nafngiftina.
Útlendingastofnun hefur þegar
hafnað því að veita fjölskyldunni
hæli hér á landi, þannig verður
Saad sendur til Ítalíu á forsendum
Dyflinnarreglugerðarinnar, verði
úrskurðinum ekki snúið við næsta
þriðjudag. Líklegt er að Fadila og
börnin, sem bæði hafa búið hér á
landi alla sína ævi, verði send til
Þýskalands, og þaðan til Gana.
Í greinargerð Fadilu kemur fram
að hún beri öll merki um að hafa
lent í mansali. Hún þvertekur þó
fyrir það sjálf, sem eru ekki óalgeng
viðbrögð einstaklinga sem lenda í
slíku ofbeldi. Engu að síður segir í
greinargerðinni að hún hafi borið
áverka líkt og hún hefði verið lamin
með svipu.
Reynslan liggur þungt á henni og
tekst hún á við andlega erfiðleika;
nokkuð sem hún hefur fengið litla
sem enga aðstoð við að vinna úr hér
á landi.
Í greinargerðinni er bent á að
mansal er algengt í Gana, sérstak-
lega hvað varðar konur og börn. Yf-
irvöld í Gana eru ekki talin uppfylla
lágmarkskröfur til þess að verjast
mansali og úrræðin nánast engin
fyrir fórnarlömb mansals þar í landi.
Lokaákvörðun Útlendingastofnun-
ar verður birt fjölskyldunni næsta
þriðjudag. | vg
Saad, Hanif, Jónína og Fadila. Þau búa
nú í Njarðvík.
Óttast að fjölskyldunni verði stíað í sundur
– bæði börnin fædd á Íslandi
Aðalsteinn hættir og RME
undirbýr nýja heimasíðu
Fjölmiðlar „Mér var bara
boðin vinna og ákvað að
breyta til,“ segir Aðalsteinn
Kjartansson, en hann lætur
af störfum sem blaðamaður
hjá Reykjavík Media um
mánaðamótin og tekur við
sem einn af þremur um-
sjónarmönnum Morgunút-
varpsins á Rás 2.
Aðalsteinn, ásamt Jóhannesi
Kr. Kristjánssyni, vann úr og birti
Panamaskjölin sem leiddu meðal
annars til þess að Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson þurfti að segja af sér
embætti forsætisráðherra Íslands.
Aðalsteinn segir að hann hafi
unnið sem fréttamaður í sex ár og
honum hafi fundist tímabært að
breyta til.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, rit-
stjóri Reykjavík Media, segir að
brotthvarf Aðalsteins ekki til merk-
is um breytingar á vef Reykjavík
media, rme.is.
„Við erum á fullu í undirbún-
ingi, bæði á einhverjum fréttum úr
Panamaskjölunum, og svo margt
annað líka,“ segir Jóhannes. Hann
segir einnig verið að undirbúa nýja
heimasíðu, „hún er í þróun og ætti
vonandi að vera tilbúin í haust.“
Jóhannes áréttar að Aðalsteinn
hafi ákveðið að fylgja sínu hjarta og
sjálfur styðji hann Aðalstein til allra
góðra verka. |vg
Aðalsteinn Kjart-
ansson hefur störf á
RÚV í lok mánað-
arins.
Héraðs-
dómur
Reykjaness
framlengdi
gæsluvarð-
haldsúr-
skurð yfir 19
ára pilti sem
grunaður
er um að hafa nauðgað tveimur
fimmtán ára stúlkum, í Grafar-
vogi og Njarðvík, á innan við viku
í júlí.
Stúlkurnar voru beittar grófu
ofbeldi en hann er meðal annars
sagður hafa reynt að kyrkja þær
báðar. Hann mun sæta fjögurra
vikna gæsluvarðhaldi, til 16. sept-
ember á grundvelli almannahags-
muna en hann er talinn hættuleg-
ur. | þká
Sakamál
Talinn
hættulegur
Óli Kristján Ár-
mannsson, einn
reyndasti blaða-
maður Frétta-
blaðsins og fyrrum
viðskiptaritstjóri
blaðsins, hefur
ráðið sig til starfa
hjá KOM almanna-
tengslum. Hann hætti störfum
á blaðinu um miðja vikuna. Óli
hefur starfað hjá 365 í tólf ár en
neitar því að þetta tengist þeirri
ólgu sem er sögð vera innan fyr-
irtækisins en ákvörðun um nýja
vinnu hafi verið tekin í júní. Það sé
alltaf spennandi að takast á við ný
verkefni.
Fjölmiðlar
Óli Kristján
hættir á
Fréttablaðinu
Bandarískum hjónum um þrítugt
og tveggja ára gömlu barni þeirra
var bjargað úr sjónum innst í Vattar-
firði, vestarlega í Reykhólahreppi, á
fimmtudag. Ekki er vitað hvað olli
því að fólksbíllinn sem fólkið ók lenti
úti í sjó en hjón af Suðurnesjum áttu
leið fram hjá og björguðu fólkinu á
þurrt. Það var flutt með sjúkrabíl
í Búðardal. Bjarni Blomsterberg,
læknir þar, segir að meiðsl þeirra
séu óveruleg og mikil mildi sé að
ekki fór verr. Lögreglan á Patreks-
firði vann að því að ná bifreiðinni á
þurrt í gær. Allur farangur fólksins
og skilríki voru í bílnum.
Slys
Bandarísk fjölskylda
lenti í sjónum
Alþjóðadeild rík-
islögreglustjóra
hefur verið falið
að flytja fleiri
einstaklinga úr
landi það sem
af er þessu ári,
en allt árið í
fyrra. Langstærsti hluti brottfluttra
einstaklinga eru hælisleitendur
en refsifangar, sem lokið hafa af-
plánun, hafa einnig verið fluttir úr
landi.
Af þeim 131 einstaklingum sem
fluttir hafa verið úr landi á þessu
ári, voru 113 hælisleitendur en 18
brotamenn.
Í fyrra var 128 einstaklingum vísað
úr landi. 103 hælisleitendum og 25
brotamönnum. | þt
Innflytjendur
Fleirum vísað
burt