Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 32
Unnið í samstarfi við Nettó Við erum í góðum fíling að skræla,“ segir Tobba Marinósdóttir, rithöf-undur og matarbloggari, sem stendur í ströngu í dag ásamt Said Lakhlifi matreiðslu- manni en þau eru að undirbúa súpupartí sem fer fram í Hljóm- skálagarðinum á Menningarnótt á frá klukkan 17-19. „Ætlunin er að vekja athygli á matarsóun og sporna gegn henni,“ segir Tobba, en versl- unarkeðjan Nettó stendur fyrir súpupartíinu undir formerkjunum Minni sóun. Nettó hefur undan- farið ár unnið markvisst með ýmsum hætti að því að sporna gegn mat- arsóun, meðal annars með stigvaxandi afslætti af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar því eftir því sem líftími vöru stytt- ust og stuðlar þetta að minni sóun matvöru. Allt er þetta undir slagorðinu Keyptu í dag – notaðu í dag! Eins hefur flokkun úrgangs og lokaðir frystar stuðlað að orkusparnaði í verslunum Nettó um land allt. „Súpan er því elduð úr hráefni sem er að renna út eða er útlits- gallað en er í raun enn í fullu fjöri og bragðast vel. Boðið verð- ur upp á svokallaða Diskósúpu en þetta heiti tíðkast erlendis yfir súpur þar sem hráefni, sem annars færi til spillis, er nýtt. Said kokkur er með magnaða uppskrift að súpu með mara- kóskum blæ sem í má nota nánast hvaða grænmeti sem er,“ segir Tobba hress og Said tekur undir og lofar bragðmik- illi og góðri súpu. „Þú getur því mætt með fjölskyldu og vini, kætt kviðinn og bjargað hráefni frá því að enda sem sorp sem mengar. Með markvissri vinnu hefur Nettó náð að minnka sorp sem annars hefði verið urðað eða brennt um 50 tonn og stefnan er sett á að minnka þetta um 100 tonn árlega. Nettó hefur einnig gefið viðskiptavinum sínum 75 milljónir í afslátt það sem af er ári af vörum sem annars hefðu hugsanlega lent í ruslinu,“ segir Tobba en hún er sjálf mikil bar- áttukona gegn matarsóun. „Sjálf þurfti ég að læra að versla upp á nýtt og hætta að kaupa sem lengstan fyrningar- dag ef ég ætlaði að nota vöruna samdægurs. Við þurfum að taka ábyrgð á umhverfi okkar. Eftir að ég tók eftir afsláttarkerfinu hjá Nettó fór ég að hugsa betur út í hvenær ég ætla að nota til- tekna vöru. Mér finnst frábært að Nettó taki þátt í þessu og sýni samfélagslega ábyrgð og gott fordæmi. Ég vona að þetta veki fólk til umhugsunar og það komi og smakki súpuna okkar og hugsi um leið að ljóta grænmetið, eða það sem er orðið lúið, er langt frá því að vera vont eða ónýtt. Ljótar gulrætur virka nefnilega líka,“ segir Tobba Marinós og skefur gulrót númer 42 í dag. Ætlunin er að vekja athygli á matarsóun og sporna gegn henni Nettó hefur undanfarið ár unnið markvisst að því með ýmsum hætti að sporna gegn matarsóun og býður nú í súpupartí á Menningarnótt. Myndbandi við heila plötu varpað á vegg Tónleikagjörning-ur verður framinn í miðborginni á Menn-ingarnótt þar sem tón-listarmynd- bandi við heila plötu Kontinuum verður varp- að upp á vegg meðan hljómsveitin spilar undir. „Við setjum risaskjá utan á Kvosin hótel og skjávarpa hinumegin við götuna og vörpum vídeó- inu þar á,“ segir Gaui H. ljósmyndari sem fram- leiddi myndbandið sem er rúmar 40 mínútur að lengd, sama lengd og platan í heild. „Við setjum upp stórt svið beint fyrir framan hótelið og Kontinuum spil- ar live undir alla plötuna Kyrr,“ segir Gaui. Rokkhljómsveitin Kontinuum var stofnuð árið 2010 og sama ár kom þeirra fyrsta plata út. Kyrr er önnur breiðskífa sveit- arinnar og kom hún út í fyrra. „Þetta samstarfsverkefni milli okkar byrjaði eftir að ég gaf út vídeó sem heitir Requiem þar sem ég fékk ég lánað lag hjá hljóm- sveitinni. Eftir það kviknaði þessi brjálaða hugmynd að gera vídeó yfir alla plötuna og frum- sýna á Menningarnótt,“ seg- ir Gaui. Myndbandið segir sögu frá upphafi til enda gegnum alla plötuna. „Þetta er saga um baráttu innri djöfla.“ Traffic dekur og hár sáu um hárgreiðslu og Diljá Líf hafði yfirumsjón með förðun. „Það er þeim að þakka, ásamt leikaraliðinu og kærustunni minni, að þetta tókst á eins stuttum tíma og raun ber vitni,“ segir Gaui. Tökustaðir voru aðallega á Reykjanesinu og suðurströnd landsins. Gjörningurinn hefst klukkan 22 við Kirkjutorg 4. Kontinuum Hljómsveitin spilar plötuna Kyrr í heild sinni. Mynd | Gaui Gaui H Framkvæmdi brjálaða hugmynd á mettíma. Mynd | Gaui Barátta við innri djöfla. Ísfirðingar heiðraðir á  mölinni Glæsilegir stórtónleikar í miðborginni. Vestfirsk innrás Halldór Gunnar og félagar að vestan hertaka sviðið á stór- tónleikum við Arnarhól á Menningarnótt. Mynd | Rut Stórtónleikarnir Tónaflóð verða á sínum stað á Menningarnótt en þar troða upp Glowie, Úlfur Úlf- ur og Emmsjé Gauti auk Bubba. Smiðshöggið rekur svo fríður hópur tónlistarfólks að vestan en Tónaflóð er tileinkað Ísafjarðarbæ sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Flateyringurinn, tónlistarmað- urinn og foringi Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson, mun stýra lokaatriði Tónaflóðs sem ber yfirskriftina Ljósvíkingar að vest- an. Þar koma meðal annars fram systurrnar Lára Rúnars og Mar- grét Rúnars ásamt pabba gamla, Rúnari Þórissyni, Sólstafir, Mugis- on, Rúna Esradóttir, Helgi Björns og Reynir Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan 20 og standa til klukkan 23, eða fram að flugelda- sýningu Menningarnætur. Ljósvík- ingarnir stíga á stokk klukkan 22. …menningarnótt 8 | amk… LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2016 Sjálf þurfti ég að læra að versla upp á nýtt og hætt a að kaupa sem len gstan fyrningardag ef ég ætlaði að nota vöruna samdægurs.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.