Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016 GOTT UM HELGINA Karnival á Klapparstíg Dj Margeir og OFUR í samstarfið við Nova kynna Karnival á Klapparstíg á Menningarnótt. Meðal þeirra sem koma fram eru sjálfur Dj Margeir, Högni, SíSí Ey og fleiri. Það verður poppveisla á Klapparstíg í dag. Hvar? Klapparstíg Hvenær? Í dag kl. 16.30 Ljóðið við slippinn Kaffislippur og Bókmenntaborgin Reykjavík taka höndum saman á Menningarnótt og bjóða upp á fjöruga orðlistaveislu við gömlu höfnina með sjö ungum skáldum. Alls kyns Hispursmeyjar flytja og slamma ljóð en í forsvari fyrir hópinn er ljóðskáldið og rappar- inn Vigdís Ósk Howser Harðar- dóttir. Auk hennar koma fram þau Ágústa Björnsdóttir, María Thelma Smáradóttir, Kristófer Páll Við- arsson, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Solveig Pálsdóttir, Sólveig John- sen, Stefanía Pálsdóttir og Tinna Sverrisdóttir. Skáldin munu rappa, slamma og lesa ljóð en öll leggja þau áherslu á lifandi flutning. Hvar? Kaffislippur Hvenær? Í dag kl. 15 Myndskreyttir melónuhausar Reiðhjólaverslunin Berl- in opnar myndlistasýningu á reiðhjólahjálmum á Menn- ingarnótt 2016. Sýningin Myndskreyttir melónuhausar er samstarfsverkefni fjögurra teiknara, reiðhjólaverslunarinnar, þýska reiðhjólahjálmafyrirtæk- isins Melon Helmets og Slippfé- lagsins Málningarverksmiðju. Teiknararnir Erla María Árnadótt- ir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýs- dóttir hafa handmyndskreytt 12 reiðhjólahjálma sem boðnir verða upp á opnuninni. Hvar? Reiðhjólaverslunin Berlin Hvenær? Í dag kl. 15 Frá Reykjavík til Varsjár New Neighborhoods Festival er ný hátíð sem er haldin í Reykjavík í fyrsta skipti á Menningarnótt á Kex hostel. Hátíðin er hugsuð til að styrkja sambönd milli Póllands og Íslands í tónlist og vídeólist. Há- tíðin mun svo færa sig yfir til Var- sjár í Póllandi 10. september. Dag- skráin er ekki af verri endanum en listamenn á borði við: Úlfur Úlfur (IS), Beatmakin Troopa (IS), Tonik Ensemble (IS), The Stubs (PL), Ba- asch (PL) og Hatti Vatti (PL) munu troða upp. Hvar? Kex Hostel Hvenær? Í dag kl. 14 Improv með spunamaraþon Improv Ísland sýnir spunasýningar sem búnar eru til á staðnum. Ekkert er ákveðið fyrirfram, allt getur gerst og er hver sýning æfingaferli, frumsýning og lokasýning. Improv Ísland sýndi fyrir fullum kjallara síðasta leik- ár og var tilnefnt til Grímunnar í vor sem sproti ársins. Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn Hvenær? Í dag kl. 12—22 MINDFUCKNESS MINDFUCKNESS leikhúsjóga í Sól- um í dag á Menningarnótt. Hrefna Lind Lárusdóttir, sviðslistakona og jógakennari, leiðir tímann og tónlistarmaðurinn Futuregrap- her spilar undir. MINDFUCKNESS leikhúsjóga skoðar ferðalag núvit- undar frá Indlandi til Vesturlanda. Úr hringiðu Menningarnætur hverfa gestir inn í heim núvit- undar. Tíminn er 60 mínútur, fer fram á ensku og er í senn jógatími, skoðunarferð um jógalífsstílinn og sviðsflutningur. Hvenær? Í dag kl. 13 Hvar? Sólum, Fiskislóð Hvernig? Skráning á www.solir.is Menning hefur engin mörk Menning er án landamæra en hún er oft sögð sundra fólki. Að opna sig fyrir menningu fólks er besta leiðin til að kynnast og skilja annað fólk. Flóttamenn eru með margvíslegan bakgrunn og þurfa oft að þola ein- angrun þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á að kynnast heimamönnnum. Hljómsveitin Innblástur! Arkestra kemur í heimsókn og spilar fyrir gesti. Viðburðurinn er frábært tækifæri til að hitta fólk með ólíkan bakgrunni. Matur og drykkur í boði. Hvenær? Í dag kl. 14 Hvar? Hverfisgötu 104 A Þar munum við fjalla um margt það nýjasta í heilsurækt og sjálfstyrkingu. Þar verða m.a. kynnt ýmis námskeið sem hefjast á haustmánuðum, gefin góð ráð til lesenda varðandi mataræði, hugarfar og hreyfingu og margt fleira. Sérblöð Fréttatímans eru kraftmikill vettvangur fyrir auglýsendur til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri til lesenda okkar. Heilsublað Fréttatímans kemur út 26. ágúst Hafðu samband við auglýsingadeildina og fáðu tilboð í birtingar. Við erum í síma 531-3307 og á tölvupósti kristijo@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.