Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016
Helga Arnardóttir heldur
reglulega námskeið í já-
kvæðri sálfræði þar sem
hún leiðbeinir fólki í átt að
hamingju og andlegri vellíð-
an. Hún þurfti sjálf að glíma
við mikinn kvíða áður en
hún fann hvað veitir henni
hamingju.
„Að draga úr vanlíðan, eykur ekki
endilega vellíðan. Við þurfum líka að
kanna hvaða þættir ýta undir aukna
vellíðan og efla andlega heilsu,“ segir
Helga Arnardóttir, master í félags og
heilsusálfræði, en hún hefur sérhæft
sig í jákvæðri sálfræði.
Helga fékk brennandi áhuga á sál-
fræði ung að aldri en það var ekki
fyrr en í framhaldsnámi í Hollandi
sem hún kynntist jákvæðri sálfræði.
„Mér fannst svo merkilegt að beina
allt í einu sjónum að því sem gengur
vel hjá einstaklingum og því góða í
lífinu í stað þess að horfa á sjúkdóma
og það sem miður fer,“ segir Helga
sem þekkir það þó á eigin skinni að
eiga erfitt með að fókusa á það góða
í lífinu.
Dró úr kvíða með hreyfingu
„Kvíði hefur fylgt mér frá því að ég
var barn og varð virkilega slæmur
þegar ég varð unglingur. Þá fór ég að
finna fyrir mjög miklum kvíða sem
fór út í það miklar öfgar að ég gat ekki
tekið upp tólið til að hringja símtöl.
Ég átti það til að fresta því í margar
vikur að hringja í opinberar stofnanir
eða banka út af einhverju láni því ég
gat ekki talað við ókunnuga mann-
eskju. Mér leið auðvitað ömurlega
með þetta því mig langaði ekki til að
vera svona, segir Helga en fyrsta skref
hennar frá kvíðanum var að byrja að
stunda hreyfingu.
Þegar ég varð tvítug fór ég mikið að
velta fyrir mér líkamlegri heilsu. Allir
ganga í gegnum tímabil og árin mín
milli tvítugs og þrítugs fóru mikið í
að hugsa um mataræði og að koma
mér í líkamlegt form. Hreyfingin
hjálpaði mér því líkamleg
hreyfing er rosalega
gagnleg til að draga
bæði úr kvíða og þung-
lyndi. Rannsóknir sýna
að ekki nema hálftíma
göngutúr á dag getur
dregið jafn mikið úr ein-
kennum þunglyndis og
þunglyndislyf. Ég prófaði mig
líka áfram með mataræðið og fór út
í það sem sumir myndu örugglega
kalla öfgar,“ segir Helga og hlær. „Ég
prófaði hitt og þetta, að vera græn-
metisæta, vegan og paleo og það
gagnaðist mér í minni sjálfsvinnu því
mér leið betur, þrátt fyrir að rann-
sóknir hafi enn ekki sýnt fram á að
neitt eitt ákveðið mataræði sé betra
en annað fyrir andlega heilsu.
Lærði margt á Kleppi
Eftir að hafa útskrifast með BA- gráðu
í sálfræði fékk Helga vinnu á Kleppi
þar sem sýn hennar á geðheilbrigð-
ismál gjörbreyttist. „Í sálfræðinni
beinist athyglin að miklu leyti að
andlegum sjúkdómum, einkennum
þeirra og aðferðum til þess að draga
úr þeim. Kleppur er auðvitað spítali
þar sem fólk kemur inn með ákveðna
greiningu og vinnan felst að miklu
leyti í því að draga úr sjúkdómsein-
kennum. Oft fannst mér við einblína
of mikið á sjúkdómsgreiningarnar og
einkenni þeirra og ég fór að efast um
gagnsemi þess fyrir skjólstæðingana
að svo mikilli athygli væri beint að
því sem amaði að hjá þeim. Ég hefði
viljað sjá meiri vinnu með styrkleika
þeirra og með það góða í lífi þeirra –
það sem gekk vel hjá þeim. Það var
þó ýmislegt jákvætt í gangi á Kleppi
á þessum tíma svo sem skipulagðar
fjallgöngur, sundferðir, vinna með
sjúkraþjálfara og margt fleira.“
Að vera alltaf kátur
er ekki hamingjan
Helga Arnardóttir, master í félags- og heilsusálfræði, hefur sérhæft sig í jákvæðri
sálfræði sem er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á hamingju og þeim þáttum
sem stuðla að aukinni hamingju og andlegri heilsu. Hún er reglulega með nám-
skeið þar sem farið er yfir leiðir til að auka andlega vellíðan. Mynd | Hari
Hamingja er heilsueflandi
Það var þessi sýn Helgu á að ein-
blína frekar á andlegt heilbrigði
en andlega sjúkdóma sem varð til
þess að hún ákvað að fara í fram-
haldsnám í Hollandi, í félags- og
heilsusálfræði. „Þar er fókusað á
heilsutengda hegðun og
sjónum er beint að því að
byggja upp andlega heilsu
í stað þess að laga hana
þegar einstaklingurinn
er orðinn veikur. Til-
gangurinn er að auka
andlega vellíðan, eða
hamingju, því það er heilsu-
eflandi. Þegar þú ert að byggja upp
hamingju upplifir þú mun meiri
orku og gleði og þá er mun ólíklegra
að þú farir að finna fyrir depurð, til-
gangsleysi og svartsýni.“
„Í náminu sá ég að ýmislegt sem
ég hafði verið að gera sjálf í lífinu
var mjög gagnlegt fyrir mína and-
legu vellíðan, án þess að hafa ver-
ið meðvituð um það á þeim tíma.
Eitt dæmi eru félagsleg tengsl en frá
því að ég var unglingur hef ég verið
dugleg við að rækta tengslin við
vinkonur mínar og eftir á að hyggja
sé ég að minn góði vinkvennahópur
fleytti mér í gegnum erfiðu tímana.
Þær voru alltaf til staðar fyrir mig.“
Vinna minna og njóta meira
Helga trúir því að samfélagið sé að
vakna til meðvitundar þegar kem-
ur að því að hlúa að þeim þáttum
sem veiti okkur hamingju. Allir eigi
það þó til að gleyma sér í lífsgæða-
kapphlaupinu. „Mér finnst fólk
almennt vera meira sammála um
að við óskum börnum okkar einskis
heitar en að þau verði hamingju-
söm og ánægð í lífinu, hvað sem
þau velja að taka sér fyrir hendur.
Samt sem áður eigum við það til að
fara allt aðra leið sjálf, eltum stöð-
ur, prófgráður og flottari vinnu eða
flottari líkama. En ef við einbeitum
okkur að því að vera þakklát fyrir
það sem við höfum í stað þess að
einblína að það sem okkur langar í,
erum við mun líklegri til að verða
hamingjusamari og sáttari við líf
okkar.“
En hvað er hamingja?
„Ég hef spurt svo marga að þessu og
fæ alltaf mismunandi svör. Ég hef
lært að mín hamingja felst í því að lifa
góðu lífi, þ.e. að gera það sem gefur
mér gleði, sem getur verið jafn einfalt
og að fara út og skemmta mér á línu-
skautum í hádeginu eða leyft mér að
hvíla mig lengur þegar þarf á því að
halda. Að hlúa að sjálfri mér og mín-
um hugðar efnum líkt og ég hlúi að
börnunum mínum. Að rækta félags-
leg tengsl og vináttu. Að sinna sjálfri
mér og þeim þáttum sem gefa mér
andlega næringu. Hamingjuríkt líf
felst alls ekki í því að vera alltaf kátur
og glaður þó það sé hluti af hamingju.
Hamingja felst líka í því að vera sáttur
við líf sitt, upplifa tilgang og finnast
maður vera tengdur fólkinu í kring-
um sig.“
Tími til að vera hamingjusöm?
„Það getur verið erfitt á Íslandi. Við
vinnum mjög mikið og það er mjög
sjaldgæft að fólk geti unnið minna
en 100% vinnu þó það vilji það. Það
er erfitt að vera átta tíma á dag í
vinnunni og ætla líka að hlúa að sjálf-
um sér og fjölskyldunni. Það sem ég
myndi vilja sjá breytast á Íslandi er
þessi vinnumórall sem segir að við
verðum að vinna eins mikið og við
getum. Þurfum við endilega að vera
með eins miklar tekjur og við mögu-
lega getum? Er það þess virði? Það
er mikill lúxus og mjög heilsueflandi
að geta farið frá vinnu til að hreyfa
sig eða vera með sínum nánustu en
það eru því miður allt of fáir sem geta
það.“ | hh
Hamingj
an
„Oft fannst mér við ein-
blína of mikið á sjúkdóms-
greiningarnar og einkenni
þeirra og ég fór að efast
um gagnsemi þess fyrir
skjólstæðingana“