Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 30
Unnið í samstarfi við Dale Carnegie Dale Carnegie er nú að fara af stað með nám-skeið sem kallast Fram-úrskarandi öryggishegð- un, en samkvæmt Vinnueftirlitinu slasast 4% af vinnandi fólki árlega og yfir 200 manns eru frá vinnu tvær vikur eða lengur vegna slysa. Talið er að kostnað- ur samfélagsins sé í kringum 70 milljarða árlega vegna vinnuslysa og eru áhættusömustu geirarn- ir byggingariðnaður, sjávarút- vegur og samgöngur. Vinnuslys eiga sér þó stað í öllum geirum atvinnulífsins. Tenging Dale Carnegie við ör- yggismál eru kannski ekki aug- ljós en öryggismál eru í grunninn góður undirbúningur annars vegar og samskiptamál hins vegar. Bradley kúrfan frá Dupont, sem byggir á rannsóknum Vernon Bradley á öryggismenn- ingu, er gagnleg fyrir stjórnend- ur og starfsmenn fyrirtækja til að ramma inn umræðu sína um öryggismál og koma auga á hvar tíma þeirra og orku er best varið til að efla þessa menningu. Það verður auðveldara fyrir alla að skilja þá hugarfarsbreytingu og aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað til langs tíma til að þroska öryggismenninguna. Sýnt er fram á beint samhengi á milli fyrirtækjamenningar og öryggis vinnustaðar, skilvirkni og hagn- aðar. Með auknum þroska fækkar slysum, skilvirkni eykst og hagn- aður sömuleiðis. „Styrkleiki Dale Carnegie er að efla leiðtoga til að hafa áhrif á viðhorf og hæfni samstarfs- manna. Að skapa sterka sýn og setja sér markmið um árangur. Eitt er að hafa sýn og hitt að hr- inda henni í framkvæmd. Jákvæð og gagnkvæm samskipti skapa andrúmsloft liðsheildar og samá- byrgðar gagnvart öryggi. Þannig og aðeins þannig er von til þess að útrýma slysum af vinnustaðn- um með öllu. Það má segja að það séu sjálfsögð mannréttindi vinnandi fólks að koma jafn heilt frá vinnu sinni og það kom til hennar,“ segir Reynir Guðjóns- son, Dale Carnegie þjálfari og ör- yggisstjóri Orkuveitunnar. Markmið námskeiðsins, Fram- úrskarandi öryggishegðun, er að hafa áhrif á viðhorf einstaklinga, efla frumkvæði þeirra í að láta öryggismál sig varða og auka ábyrgðartilfinningu fyrir eig- in öryggi og starfsmanna sinna. Stuðst er við fjögurra þrepa ferli í gegnum námskeiðið: Sýn, þar sem þátttakendur svara spurn- ingunni um hvaða árangri þeir vilja ná í öryggismálum, stöðu- mat til að meta hvar þeir eru staddir nú í samanburði við þá sýn, áhættumat til að koma auga á, meta og stýra því sem getur komið í veg fyrir að árangur ná- ist og innleiðingu sem snýst að mestu leyti um sýna frumkvæði, skapa traust og virkja sem allra flesta innan fyrirtækisins til þátttöku í að gera nauðsynlegar breytingar. Fyrirkomulag námskeiðsins er að kennt er einu sinni í viku í sjö vikur, þrjá og hálfan tíma í senn og vinna þátttakendur að raun- verulegu úrbótaverkefni er lýtur að því að innleiða sýn fyrirtækis- ins í öryggismálum. Þriðjudaginn 30. ágúst verður haldin 90 mínútna ókeypis vinnu- stofa sem tengist námskeiðinu. Þar verða skoðaðar leiðir til þess að koma ábendingum jákvætt á framfæri, hvernig efla má sam- vinnu til þess að færa vinnu- staðarmenningu í öruggari átt og áhrifaríkar leiðir til þess að selja breytingar. Umsjón með vinnu- stofu er í höndum Reynis Guð- jónssonar, Dale Carnegie þjálfara og öryggisstjóra Orkuveitunnar. Námskeið sem bætir samskipti og eykur öryggi starfsmanna Framúrskarandi öryggishegðun er nýtt námskeið á vegum Dale Carnegie. Reynir Guðjónsson, Dale Carnegie þjálfari og öryggisstjóri Orkuveitunnar. Bradley kúrfan frá Dupont sem byggir á rannsóknum Vernon Bradley um öryggis- menningu. Af hverju ætti einhver sem er nú þegar farsæll í starfi að vilja fara aftur í skóla? Svarið er einfalt: fleiri tækifæri. Það getur komið að þeim tímapunkti á starfsferlinum að þig langar til að ná lengra, hvort sem það snýst um að stefna í átt að stöðuhækkun, auka samkeppn- ishæfni þína, eða löngun til að breyta um starfsvettvang. Að læra meira og bæta við sig námsgráðu er stórt skref í átt að þessum mark- miðum. Framboð á námi með skóla er alltaf að aukast, en sé sú leið farin er mikilvægt að skipu- leggja sig vel. Samkeppnishæfni Margir eru með sérhæfða menntun sem hæfir akkúrat því starfi sem þeir sinna, en þegar tækninni fleytir fram getur komið upp sú staða að viðkomandi fer að skorta þekkingu á sínu starfssviði. Til að vera samkeppnishæfur í starfi og koma í veg fyrir að þú missir einfaldlega starfið vegna skorts á þekkingu, getur einfald- lega verið nauðsynlegt að fara aft- ur í skóla og bæta við þekkinguna. Eða einfaldlega til að gera þig að enn betri starfsmanni. Það er bæði gott fyrir þig sem starfsmann og atvinnurekandann. Í slíkri stöðu er um að gera að kanna hvort at- vinnurekandinn er tilbúinn að taka þátt í kostnaði við námið. Stöðuhækkun Farsæld í starfi getur leitt til stöðu- hækkunar en það er ekki alltaf raunin. Að bæta við sig námsgráðu og þekkingu getur hins vegar auk- ið líkurnar á því að það gerist. Það getur verið ákveðin staðfesting fyrir atvinnurekanda um að þú sért tilbúin/n að taka á þig meiri ábyrgð og leysa krefjandi verkefni. Að breyta um starfsvettvang Þrátt fyrir farsæld í starfi kem- ur upp löngun hjá mörgum til að skipta um starfsvettvang einhvern tíma á lífsleiðinni. Getur það kom- ið til af ýmsum ástæðum. Nýr starfsvettvangur gæti til dæmis hentað breyttum lífsstíl eða vegna flutningum. Þá getur löngunin komið upp vegna starfsleiða eða vegna þess að þér finnst þú vera búin/ að ná öllum markmiðum þínum í gamla starfinu. Til þess að breyta um starfsvett- vang getur oft verið nauðsynlegt að fara aftur í skóla og bæta við sig sér- hæfingu á nýjum sviðum og auka þekkinguna á hinum. Tilvalið fyrir fagurkera Af hverju ættirðu að fara aftur í nám? Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk tekur ákvörðun um að fara aftur í skóla, þrátt fyrir að vera farsælt í starfi. Stígðu skrefið Stundum er nauðsynlegt að bæta við sig þekkingu til að viðhalda samkeppnishæfni. Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands eru fjölbreytt og spennandi námskeið í boði í haust, fyrir bæði unga sem aldna. Í september verður meðal annars boðið upp á námskeiðið Heimili og hönnun sem allir fagurkerar, föndrar og aðrir sem gaman hafa af því að breyta og bæta í kringum sig ættu að hafa gagn og gaman af. Á nám- skeiðinu fer Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður yfir grunnatriði inn- anhúshönnunar á einföldu máli. Skoðað verður hvernig hægt er að láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til þess að mynda góða heild inni á heimilinu. Tekin verða fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetn- ingar – hvað fer saman og hvað ekki, sem er höfuðverkur sem hvað flestir hafa glímt við á ein- hverjum tímapunkti. Að loknu námskeiði ættu þátt- takendur að geta framkvæmt ein- faldar breytingar heima við sem að draga fram þann stíl sem hent- ar þeim munum og húsgögnum sem þegar eru til á heimilinu og sjá að ekki er nauðsynlegt að fara út í dýrar framkvæmdir til þess að fegra umhverfi sitt og endurspegla persónulegan stíl. …nám 6 | amk… LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.