Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016
Benedikt Einarsson fjárfestir er
einn af hluthöfum orkufyrirtæk-
isins Arctic Hydro sem vill reisa
virkjun nyrst í Fnjóskadal á Norð-
urlandi. Hann er auk þess stjórn-
arformaður í fyrirtækinu. Bene-
dikt er sonur Einars Sveinssonar,
föðurbróður Bjarna Benedikts-
sonar fjármálaráðherra, og er
Frændi fjármálaráðherra
vill reisa virkjun í Fnjóskadal
Viðskipti Fyrirtækið Arctic Hydro hyggst reisa Hólsvirkjun
á Norðurlandi og er nú þegar búið að gera samning um sölu
á orkunni. Hluthafar fyrirtækisins áttu einnig virkjunar-
kostinn í Svartá í Bárðardal en seldu hann til Þorsteins Más
Baldvinssonar í Samherja, Heiðars Guðjónssonar og fleiri
fjárfesta. Framkvæmdastjóri Arctic Hydro segir eigendurna
ekki ætla að selja virkjunarkostinn Hólsvirkjun.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
hann orðinn mjög umsvifamikill
í íslensku viðskiptalífi ásamt föð-
ur sínum. Til marks um þetta situr
Benedikt meðal annars í stjórnum
27 fyrirtækja. Feðgarnir eiga meðal
annars hlut í kísilmálmverksmiðju
Thorsil, greiðslumiðlunarfyrirtæk-
inu Miðlun, rútufyrirtækinu Kynn-
isferðum, bleikjueldisfyrirtækinu
Matorku og bifreiðaskoðunarfyr-
irtækinu Tékklandi, svo fátt eitt sé
nefnt.
Aðkoma Einars Sveinssonar og
fjárfestingafélags hans að kaup-
unum á hlutabréfunum í Borgun
hefur verið tortryggð í opinberri
umræðu þar sem söluaðilinn var
Landsbankinn, ríkisbanki sem
heyrir undir Bankasýslu ríkisins
og fjármálaráðuneyti Bjarna Bene-
diktssonar. Bjarni hefur borið þær
ávirðingar af sér og meint aðkoma
hans að Borgunarmálinu hefur
ekki verið sönnuð. Þá hafa skattaí-
vilnannir frá ríkinu til Thorsils og
Matorku einnig verið gagnrýndar
talsvert á opinberum vettvangi og
ýjað að því að óeðlilegt sé að fyrir-
tæki í eigu skyldmenna ráðamanna
njóti fyrirgreiðslu frá ríkinu. Nú er
skyldmenni Bjarna einnig komið
út í virkjanabransann, geira þar
sem umtalsverð viðskipti þurfa að
eiga sér stað við opinbera aðila og
sveitarfélög.
Í síðasta mánuði veitti sveit-
arstjórnin í Þingeyjarsveit Arct-
ic Hydro heimild til að vinna
deiliskipulag fyrir svæðið á eigin
kostnað. Í mánuðinum þar á und-
an var kynningarfundur í sveitinni
með íbúum þar sem virkjunin var
kynnt. Um er að ræða 5.2 MW
vatnsaflsvirkjun í Hólsá og Göngu-
skarðsá. Eignarhald á virkjun-
um, litlum eða stórum, getur eðli
málsins samkvæmt verið mjög hag-
kvæmt og eru víða á landinu minni
virkjanir sem framleiða rafmagn
sem svo selt er inn á rafmagnskerf-
ið í landinu. Eigandi virkjunar get-
ur því hagnast vel á því og auðvitað
þeim mun meira eftir því sem hún
er stærri.
Skírnir Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Arctic Hydro, segir
að hann bindi vonir við að hægt
verði að hefja framkvæmdir við
virkjunina næsta sumar. „Það er
ekkert sem bendir til þess að við
fáum ekki leyfi til framkvæmdanna
og við erum búnir að gera samning
um sölu á orkunni.“ Skírnir og faðir
hans, Sigurbjörn Skírnisson, stækk-
uðu Skarðsvirkjun í Dalsmynni upp
í 85kw og má rekja upphaf Arctic
Hydro til þeirra framkvæmda. Þeir
hafa því reynslu af virkjunarfram-
kvæmdum.
Skírnir segir að Benedikt Einars-
son hafi komið inn í virkjunarverk-
efnið sem fjárfestir vegna hás þró-
unarkostnaður. „Hann á í Arctic
Hydro. Þetta eru milljarðaverkefni,
menn þurfa mikið eigið fé, þannig
að hann er með okkur í þessu.“
Eigendur Arctic Hydro áttu líka
fyrirtækið SBS Orku sem fyrirhugað
er að reisi Svartárvirkjun í Bárðar-
dal í Þingeyjarsýslu en talsverðar
deilur hafa verið um þá virkjun
vegna umhverfisverndarsjónar-
miða. Eigendur þess fyrirtækis í
dag eru fjárfestingafélagið Traðar-
steinn ehf., sem er í eigu Þorsteins
Más Baldvinssonar og fyrrverandi
eiginkonu hans, Helgu Guðmunds-
dóttur, fjárfestirinn Heiðar Guð-
jónssonar og félag í eigu fjárfest-
anna Péturs Bjarnasonar og Auðuns
Svafars Guðmundssonar.
Skírnir segir að ástæðan fyrir því
af hverju eigendur Arctic Hydro
seldu virkjunarkostinn í Svartá til
annarra fjárfesta sé að kostnað-
urinn við rannsóknirnar á kostin-
um hafi verið það miklar. „Það er
endalaus óvissa með svona ver-
kefni. Þetta var í rauninni spurn-
ing um það hvort við myndum taka
þennan kostnað á okkur sjálfir eða
ekki. Við vorum bara á kafi í rann-
sóknarvinnu fyrir virkjunina þegar
við seldum þetta. Það var bara kom-
inn kostnaður. Óvissan er mikil þar
til tekjur byrja að koma inn. Vegna
stöðu á fjármálamörkuðum þá urðu
menn að fara þessa leið. Eftir á að
hyggja hefði verið betra fyrir okk-
ur að byrja bara með einn virkjun-
arkost.“
Aðspurður um hvort Arctic
Hydro ætli sér líka að selja virkj-
unarkostinn Hólsvirkjun, eins og
Svartárvirkjun, segir hann að svo sé
ekki. „Alls ekki. Þetta fyrirtæki ætl-
ar sér að verða öflugt félag í endur-
nýjanlegri orkuvinnslu á Íslandi og
Hólsvirkjun er einn liður í því.“ Fyr-
irtækið hefur sömuleiðis verið að
skoða virkjunarkosti annars staðar
á landinu en Skírnir segir að nú ein-
beiti það sér að Hólsvirkjun.
Eigendur Arctic
Hydro seldu annan
virkjunarkost í
Þingeyjarsýslu, Svart-
árvirkjun, til Þor-
steins Más Baldvins-
sonar og fleiri
fjárfesta árið 2014.
Framkvæmdastjórinn
segir að Hólsvirkjun
verði ekki seld.
Benedikt Einarsson er einn af hluthöfum Arctic Hydro sem áformar að reisa virkjun í Fnjóskadal. Þannig eru fjárfestarnir í
Engeyjarættinni, skyldmenni Bjarni Benediktssonar fjármálaráðherra, líka komnir út í virkjanabransann á Íslandi.
- hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir
Viltu efla þig í eigin atvinnurekstri?
Háskólinn á Bifröst hefur í tvo áratugi boðið upp á
rekstrarnámið Máttur kvenna fyrir konur sem vilja
öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla
fer fram í fjarnámi þar sem þátttakendur geta sjálfir
stjórnað því hvenær horft er á fyrirlestra og verkefni
unnin, allt eftir hentugsemi hvers fyrir sig. Á
tímabilinu verður boðið upp á tvær vinnuhelgar á
Bifröst með kennara og samnemendum þar sem
lögð er áhersla á hagnýtingu náms og hópavinnu
nemenda.
• Upplýsingatækni
• Fjármál og bókhald
• Stofunun fyrirtækja og rekstrarform
• Markaðs- og sölumál
Á vinnuhelgum verður
ennfremur lögð áhersla á
• Námstækni
• Nýsköpun og frumkvöðla
• Skapandi stjórnun
• Framsækni og tjáningu
Máttur kvenna er 13 vikna nám sem hefst með vinnuhelgi 3. september og lýkur
með útskrift á Bifröst þann 29. nóvember 2016. Verð fyrir námið er 149.000 kr.
og innifalið er kennsla í fjarnámi og tvær vinnuhelgar með gistingu og mat.
Vinnuhelgar verða 3.-4. september og 1.-2. október 2016.
Nánari upplýsingar á bifrost.is
Námið byggir á fjórum
kjarnanámskeiðum