Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016 Þorpið í hjarta borgarinnar Sverrir Guðjónsson ber veg og vanda af verkefninu Grjóta- þorpið – Hjarta Reykja- víkur. Í dagskránni að degi Menningarnætur kemur saman tónlist, hljóðheimur hverfisins og myndir Jónu, en hér er Sverrir á einni myndanna. Borg má líkja við lífveru sem byggist upp og hleður utan á sig frumu og frumu. Grjóta­ þorpið kjarni borgarinnar, elsti hluti hennar. Höfuð­ borgin er að verða 230 ára og Grjótaþorpið líka. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Jóna Þorvaldsdóttir ljós-myndari hefur á undan-förnum árum tekið myndir í Grjótaþorpinu en sýning á þeim verður opnuð í Stof- unni, veitingahúsi, við Vestur- götu 3 að í dag. Sýningin er hluti af menningardagskrá í þessu litla hverfi sem hefst klukkan 12.30. Það er einn íbúanna, Sverrir Guð- jónsson, sem hefur veg og vanda að dagskránni. „Árið 2010 hélt ég sýningu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur og þangað kom Sverrir og hreifst að myndun- um,“ segir Jóna. „Hann fékk mig síð- an inn í verkefnið sem hann hefur unnið að á síðustu árum um þetta fallega hverfi þar sem hann býr.“ Jóna, sem sjálf er búsett í Garða- bæ, segir að það hafi verið fróðlegt að koma inn í Grjótaþorp og mynda lífið og fólkið þar og hún segir að sér hafi verið vel tekið í hverfinu. „Þarna búa ekki margir en íbúarn- ir hafa mikinn metnað fyrir húsun- um og umhverfinu. Þeir hafa endur- byggt þau í gömlum stíl eða haldið þeim við. Íbúarnir eru stoltir yfir hverfinu.“ Jóna beitir þrenns konar sígildri ljósmyndatækni í myndunum á sýningunni sem hún segir að henti myndefninu úr Grjótaþorpinu vel. „Þarna kviknar spennandi samspil milli gamla og nýja tímans, ákveðið tímaleysi.“ Stundum beitir hún fyr- ir sig stórri gamalli myndavél af tegundinni Deardorff. „Það er blað- filmuvél þar sem ég notast við stór- ar filmur (20x25 cm). Þetta er ein af þessum vélum þar sem maður dregur harmoníkuna út og svo fer maður undir teppi eins og í gamla daga. Það er rosalega skemmtilegt að nota hana. Handverkið í þessu skiptir mig miklu máli og eins efnið, pappír og framköllunarvökvar.“ Rými fyrir flóttamenn til að anda Og hafa það huggulegt í leiðinni. Á Klapparstíg stendur hvítt hús með klukku á hliðinni. Á bak við það er gömul vöru­ skemma sem Bandaríkja­ maðurinn Ben hefur gert upp og búið sér til heimili. Innanstokksmunir allir af haugunum. Á hverjum mið­ vikudegi hittist þar hópur af fólki sem eldar ljúffengan mat sem matvörsluverslanir hafa hent í loks dags. Flótta­ menn eru velkomnir til að taka þátt í eldamennskunni, fá aðstoð við ýmis mál og fé­ lagsskap. Þetta er Andrými. „Við fórum nokkur á miðvikudög- um í Arnarholt á Kjalarnesi, þar sem stór hópur af íbúum eru hæl- isleitendur, til að koma í veg fyrir að þeir væru fullkomlega einangr- aðir. Það fór hins vegar ekki vel í vaktmenn á Arnarholti og okkur var bannað að koma í heimsókn. Gripum því til þess ráðs að hittast í Reykjavík og Ben bauð öllum til sín á miðvikudögum þar sem við gætum eldað og verið saman. Þess vegna erum við hér og hittumst alltaf á miðvikudögum,“ segir Lea, ung kona sem stendur í anddyri Andrýmis. Hún heldur á nýfæddi barni sínu og marokkósks eigin- manns síns. Rýmið er fullt af fólki. Á hinum enda þess stendur ungt fólk og hrærir í stórum pottum: Bauna- kássur, kartöflusalat og hrísgrjón. Á vinstri hlið hefur bakkelsi verið raðað meðfram hillum og nóg er til af því. Tvær stelpur, önnur frá Litháen og hin frá Brasilíu, standa og skera lax á brauð. „Við fengum megnið af matnum í dag. Þegar búðir voru lokaðar og mat hafði verið hent,“ segir önnur þeirra. Fólk er byrjað að borða. Í miðju plássinu er langborð þar sem íslenskur strákur situr með flóttamanni frá Nígeríu og þýðir fyrir hann skjal á íslensku. Maður- inn er þreytulegur og hlýðir með döpru augnaráði á strákinn. Í einu horni eru systkini að leik, tveggja til þriggja ára á að giska. Foreldr- ar þeirra frá Tógó og Gana sitja við hlið þeirra. Gestgjafinn Ben gengur á milli fólks. Allir eru greinilega velkomnir í Andrými og nýjum gestum fagnað. „Ég á ekki heiðurinn af þessu heldur býð bara fram húsnæðið mitt. Þetta er gömul vöru- skemma sem ég gerði upp. Fékk húsgögnin og aðra muni á haugunum. Ég er að missa húsnæðið, svo við þurf- um nýtt pláss fyrir Andrými auk þess sem íbúðin mín rúmar varla allt þetta fólk,“ segir Ben en um fjörutíu manns eru þar saman- komnir þetta kvöld. Annar þeirra sem sér um And- rými er Skotinn Jamie sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár. „Þetta er búið að vera í gangi í sex mánuði. Hingað kemur fólk sem á ótrúlega erfitt eða þarf hjálp við að fóta sig í íslensku samfélagi. Hér er til dæm- is flóttamaður sem hefur fengið synjun frá Útlendingastofnun um að fá son sinn til landsins sem býr í Nígeríu. Hann fær skjalið til sín á íslensku og þarf eðlilega aðstoð við að skilja hvað í því stendur. Þetta er ágætur vettvangur fyrir fólk til að fá aðstoð og hafa það pínu huggulegt í leiðinni. Við byrjuðum á því að fara á Arnarhól en það var fljótlega bannað. Í eitt skiptið um páskana fórum við í fótbolta úti á túni á Arnarhóli og lögreglan kom og fylgdist með okkur spila. Það var skringilegt. Endaði því á að við fluttum starfsemina hingað en það er eðlilega dálítið vesen fyrir flótta- menn að koma hingað alveg frá Kjalarnesi.“ Þegar líða fer á kvöldið hafa flestir klárað af diskum sín- um og sumir á heim- leið. Þeirra á meðal eru hjónin Saad og Fasila frá Togo og Gana. Þau hafa verið á Íslandi í tvö ár og eiga fimm mánaða gamla dóttur, Joninu, og tveggja ára gamlan son, Fasila, sem verður þriggja ára á þriðjudaginn næsta. Hjónin búa í Keflavík á hæli og þurfa að drífa sig í strætó enda löng leið heim. „Við þurfum að fara heim. Það er löng leið fram undan,“ segir Saad og heldur á syni sínum sem rífur bita af rúnstykki og útdeilir til þeirra sem ganga hjá. Honum segist líða vel á Íslandi. „Það er líka gott að koma í Andrými, fá að borða og hitta gott fólk. Vonandi komum við aftur næsta miðvikudag.“ segir Saad og fjölskyldan fer. „Bless!“ segir Ben og veifar til fjölskyldunnar. „Þau verða líklega send úr landi á þriðjudaginn í næstu viku,“ segir hann. „Ólíklegt að við sjáumst aftur.“ Þröngt setið í Andrými. Mynd | Hari Gestgjafinn Ben eldar fyrir mannskapinn. Mynd | Hari Saad og fjölskylda ásamt vinum. Mynd | Hari Sömu klósett fyrir alla Kynjamerkingar hafa verið fjarlægðar af klósettum Versló, að beiðni femínistafélags. Þegar nemendur Versló sneru aftur í skólann í gær eft- ir sumarfrí vakti athygli þeirra að kynjamerkingar höfðu verið fjar- lægðar af öllum klósetthurðum skólans. Að sögn Unnar Knudsen, ritara skólastjóra, var breytingin gerð að beiðni Femínistafélag NFVÍ: Femínistafélagið kom að máli við skólastjóra og bað um þessa breytingu til þess að minnka að- greiningu milli nemenda í skólan- um. Þau færðu góð rök fyrir þessu og því voru kynjamerkingar fjar- lægðar fyrir byrjun skólaársins, segir Unnur. Verzlunarskóli Íslands er því líklega fyrsti menntaskóli á Íslandi til að fjarlægja allar slíkar merk- ingar, en grunnskólinn Akurskóli í Reykjanesbæ komst í fréttir fyrr á árinu þegar kynjamerkingar voru fjarlægðar þar. |sgþ Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Stund milli stríða Í Kassa­ gerðinni við Köllunar­ klettsveg „Dagurinn í dag hefur verið hægur og rólegur, svo við höfum tíma til að kíkja út í pásu og njóta sólarinnar,“ segir Mohammad Toure en hann og vinnu- félagi hans, Bjarki Ólafsson, mættu til vinnu í kassagerð Odda klukkan átta að morgni dags. Báðir hafa þeir unnið í mörg ár í kassagerðinni, Mohamed á lyftaranum en Bjarki sem aðstoðar- maður. Mynd |Salka

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.