Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 31
Unnið í samstarfi við Háskólann í
Reykjavík.
Í Opna háskólanum í HR er í boði gagnleg sí- og endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnend-ur í íslensku atvinnulífi. Kynn-
ingarfundur fyrir lengri námskeið í
Opna háskólanum verður miðviku-
daginn 24. ágúst.
Námskeið Opna háskólans í HR
eru einkum ætluð sérfræðing-
um og stjórnendum í íslensku
atvinnulífi og er ætlað að veita
þátttakendum viðurkenningu
í sínu fagi eða auka þekkingu
þeirra og færni innan ákveðinna
fagsviða. Hjá Opna háskólanum
í HR er mikill metnaður lagður í
að vera í takt við þarfir atvinnu-
lífsins. Lögð er áhersla á fjöl-
breytta kennsluhætti og hagnýt
verkefni, hópavinnu og umræð-
ur. Í mörgum námskeiðum eru
nemendur að vinna að verkefnum
sem tengjast starfssviðum þeirra
og nýtast því beint inn á fagsvið
þátttakenda.
„Námskeiðsframboð okkar
byggir á traustum fræðilegum
grunni og hagnýtri þekkingu úr
atvinnulífinu. Leiðbeinendur við
Opna háskólann í HR eru ýmist
sérfræðingar Háskólans í Reykja-
vík, aðrir fulltrúar atvinnulífs eða
erlendir gestafyrirlesarar. Nám-
skeið Opna háskólans spanna allt
frá þremur klukkustundum upp
í tvær annir og allt þar á milli,“
segir Guðmunda Smáradóttir, for-
stöðumaður Opna háskólans í HR.
Af lengri námslínum í Opna
háskólanum í HR má til dæmis
nefna starfatengdar línur sem
byggja á samstarfi við samtök
atvinnulífsins. Sem dæmi höfum
við um nokkurra ára bil boðið
upp á námslínur fyrir stjórnend-
ur í ferðaþjónustu, stjórnendur
í sjávarútvegi, stjórnendur í bíl-
greinum og í haust mun nám fyrir
stjórnendur í verslun og þjónustu
hefja göngu sína,“ segir Guð-
munda en nánar er fjallað um það
nám hér til hliðar. „Markmiðið
með starfatengdu línunum er að
þjónusta meginstoðir íslensks at-
vinnulífs með sem bestum hætti
og sérsníða námslínur að þörfum
viðkomandi greina.“
Síðastliðið haust ýtti Opni há-
skólinn í HR úr vör nýrri námslínu
í hótelstjórnun og veitingahúsa-
rekstri í samstarfi við einn af
virtustu skólum heims í hótel-
og veitingahúsarekstri, César
Ritz Colleges í Sviss. Námið er á
háskólastigi og miðar að því að
undirbúa nemendur fyrir alþjóð-
legar stjórnunarstöður innan hót-
el- og veitingahúsageirans. Nem-
endum gefst kostur á að ljúka
fyrsta árinu af þremur hér á landi
og útskrifast með alþjóðlegt skír-
teini (e. joint diploma) í hótel-
stjórnun og veitingahúsarekstri.
Í framhaldi eiga nemendur þess
svo kost að ljúka námi sínu í sam-
starfsskólanum í Sviss.
Í haust mun nám í mannauðs-
stjórnun og leiðtogafærni hefja
göngu sína í Opna háskólanum
í HR. Þar verður lögð áhersla á
þau kjarnafög sem stjórnendur
mannauðs þurfa að tileinka sér,
s.s. stefnumiðaða mannauðs-
stjórnun, ráðningarferlið frá a til
ö, komið verður inn á markþjálf-
un, vinnurétt, jákvæða stjórnun
og svo mætti lengi telja.
Að sögn Guðmundu eru
ákveðin kjarnanámskeið sem
Opni háskólinn í HR býður upp á
ár eftir ár og aldrei virðast „detta
úr tísku“. „Má þar til dæmis nefna
hið sívinsæla Rekstrar- og fjár-
málanám HR, framsögn og ræðu-
mennsku með hinni einstöku
Maríu Ellingsen, samningatækni,
breytingastjórnun og svo mætti
lengi telja.“
Kynningarfundir lengri nám-
skeiða Opna háskólans í HR
verða haldnir miðvikudaginn 24.
ágúst frá kl. 9-12 í Opna háskól-
anum í HR. Verkefnastjórar fara
stuttlega yfir námsskipulag og
kennarar eða nemendur miðla af
reynslu sinni. Boðið verður upp á
léttar veitingar.
Markþjálfun – tækifæri til að þróa leiðtogahæfni sína
Nám í markþjálfun veitir nemendum tækifæri til að þróa
leiðtogahæfni sína, laða fram það besta í starfsfólki og
bæta árangur í lífi og starfi.
Markþjálfun í Opna háskólanum í HR er hagnýtt nám á
háskólastigi þar sem grunnurinn er lagður að alþjóðlegri
ACC vottun nemenda (e. Associate Certified Coach). Í
náminu öðlast nemendur traustan grunn til að starfa sjálf-
stætt sem markþjálfar og geta í kjölfarið hafið ACC vott-
unarferli á vegum Alþjóðlegu markþjálfasamtakanna.
Námið byggir á fjölbreyttum kennsluaðferðum, hagnýt-
um verkefnum og þjálfun í notkun mismunandi aðferða.
Námið nýtist einstaklega vel í mínu starfi
„Ég er búin að læra víða, bæði í innlendum og erlendum
háskólum, og ég verð að segja að markþjálfunarnámið við
Opna háskólann í HR er á heimsmælikvarða,“ segir Þórdís
Jóna Sigurðardóttir, stjórnarformaður Hjallastefnunnar,
ráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi.
„Það er bæði mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Á stuttum tíma var ég komin með fulla
verkfæratösku til að vinna með sem stjórnendamarkþjálfi. Námið nýtist einstaklega vel í
mínu starfi sem stjórnendaþjálfi, stjórnarformaður og ráðgjafi í stefnumótun. Í náminu lærði
ég heilmikið um sjálfa mig og hvernig ég vil taka næstu skref í eigin þroska og styðja aðra
við að ná markmiðum sínum. Ég mæli heilshugar með náminu.“
Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Guðmunda Smáradóttir.
Fjölbreytt samstarfsverkefni með atvinnulífinu
Opni háskólinn í HR hefur sett á fót fjölda námskeiðslína
í samstarfi við starfsgreinar og fagsamtök sem miða að
því að bæta árangur og færni starfsmanna á ákveðnum
sviðum. Það nýjasta er nám fyrir stjórnendur í verslun og
þjónustu.
„Þetta nám er unnið í samstarfi við Samtök verslunar og
þjónustu. Við erum nú þegar í samstarfi við Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi og Samtök ferðaþjónustunnar og höf-
um um nokkurra ára skeið þróað námskeið í samstarfi við
þessa aðila,“ segir Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður
Opna háskólans.
„Við fundum fyrir þörf á markaðnum fyrir nám sem
þetta. Verslun og þjónusta hefur verið mjög vaxandi grein,
samhliða ferðaþjónustunni. Við höfðum samband við fyrir-
tæki úr atvinnulífinu og stofnuðum fagráð til að undirbúa
námið. Þá heyrðum við í mögulegum þátttakendum og
bárum undir þau ýmis námskeið sem við töldum henta. Við
fengum mjög góðar ábendingar og eins staðfestingu á því að þetta myndi falla vel í kramið.
Það hefur líka verið nóg um bókanir.“
Guðmunda lætur vel af slíkum samstarfsverkefnum með atvinnulífinu. „Það hefur gefist
vel að fá fólk úr þessum geirum til að taka þátt í þróun námsins og koma sínum skoðunum
að. Við erum enda háskóli atvinnulífsins svo það er okkar skylda að vera í nánu sambandi
við fyrirtækinu í landinu.“
Opni háskólinn í HR
– sí- og endurmenntun fyrir
fólk í íslensku atvinnulífi
Fjölbreytt og hagnýtt nám
Hjá Opna háskólanum í HR
er mikill metnaður lagður í
að vera í takt við þarfir at-
vinnulífsins. Lögð er áhersla
á fjölbreytta kennsluhætti
og hagnýt verkefni, hópa-
vinnu og umræður.
…nám7 | amk… LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2016