Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 34
Unnið í samstarfi við Artasan
Sore No More er náttúrulegt hita- og kæligel sem er verkjastillandi og öflug meðferð við tímabundnum
vöðvaeymslum, bólgum,
harðsperrum og þreytu eftir
hlaup og stífar æfingar. Sore No
More er einstök blanda af virkum
plöntukjörnum í gelformi, án
alkóhóls og kemískra íblöndunar-
og geymsluefna.
Gott fyrir hlaupara og í
íþróttatöskuna í vetur
Nú er Reykjavíkurmaraþonið í
dag og stór hluti Íslendinga á
öllum aldri ætlar að hlaupa hinar
ýmsu vegalengdir, bæði sér til
skemmtunar og einnig til styrktar
góðu málefni. Einnig eru margir
búnir að setja sér háleit markmið
varðandi heilsuræktina í haust og
vetur og þá skiptir miklu máli að
heilsan sé í lagi og líkaminn klár í
slaginn.
Láttu Sore No More
hjálpa þér
Harðsperrur, bólgur og aumir
og stífir vöðvar eru vel þekkt
vandamál þegar við byrjum upp á
nýtt í ræktinni eða reynum meira
á okkur en venjulega. Þegar það
gerist þá getur hita- og kæligelið
frá Sore No More hjálpað mikið
til. Hitagelið er gríðarlega vinsælt
og það er fátt betra fyrir æfingar,
hlaup
eða aðra
hreyfingu
að bera
það á
auma
vöðva og fá
blóðrásina
af stað. Sore
No More
kæligelið er
svo alveg
upplagt að
nota eftir
átökin til
að minnka
harðsperrur
og stífleika
og eymsli
í vöðvum.
Einnig er það
verkjastillandi og
dregur úr bólgum.
Sore No More á
í raun heima í öllum íþróttatöskum
því það virkar strax og getur komið
í veg fyrir óþarfa óþægindi eða
meiðsl.
Virkar á alla
Matthildur Rósenkranz
Guðmundsdóttir, eða Lóló, hefur
starfað sem íþróttakennari og
einkaþjálfari í World Class í hátt
í 20 ár. Hún hefur notað Sore No
More, bæði hita- og kæligelið,
síðan það kom á markað og hefur
þetta að segja:
„Fólk kemur til mín í alls konar
ástandi og með mismunandi
markmið en stór hluti finnur fyrir
vöðvabólgu, eymslum hér og þar,
er með gigt eða einhvers konar
krankleika. Ég
mæli alltaf með
Sore No More
því það virkar
strax og það
er borið á og
maður finnur
gríðarlegan
mun. Svo er
frábært að nota
það á gagnaugun við
höfuðverk, á efri vörina við
kvefi og á bringuna við hósta. Ég
er rosalega hrifin af þessari vöru
enda er hún náttúruleg og án allra
kemískra aukaefna og hentar því
öllum aldri. Ég á tvo stráka sem
æfðu mikið fótbolta og ég notaði
Sore No More mikið á þá sem ég
hefði auðvitað ekki gert nema ég
hefði 100% trú á vörunni.“
Náttúrulegt og
án kemískra
efna
SORE NO MORE
er náttúrulegt
gel sem gott
er að nota á
tímabundna verki
og ónot. Í þúsundir
ára hafa frumbyggjar í
Mexíkó notað jurtakjarna
til að lina verki og þjáningar.
Með þekkingu og nútímatækni
tókst framleiðendum SORE NO
MORE að þróa einstaka blöndu
af virkum plöntukjörnum í
gelformi án alkóhóls og kemískra
íblöndunar- og geymsluefna.
Láttu Sore No More hjálpa
þér fyrir og eftir hlaupið!
Ánægð Lóló hefur notað Sore No More síð-
an það kom á markað. „Ég mæli alltaf með
Sore No More því það virkar strax og það er
borið á og maður finnur gríðarlegan mun.“ Kælimeðferð
• Hjálpar til við að lina bráða verki
vegna byltu eða höggs
• Frábært á vöðvabólgu og
sem kæling eftir meðferð hjá
kírópraktor
• Góð og öflug kælivirkni án þess
að valda óþægindum og ofkæl-
ingu á húð
• Kælir rólega og djúpt inn í
vöðvann.
• Upplagt eftir íþróttaæfingar til
þess að minnka harðsperrur og
vöðvaverki
• Náttúrulegur sítrónuilmur
• Án alkóhóls, dýraafurða og fest-
ist ekki í fötum eða skilur eftir
bletti
Áríðandi er að bera Sore No
More ekki á opin sár eða í augu.
Hitameðferð
• Virkar best á þráláta verki, t.d.
liðagigt, sinabólgur, tennisoln-
boga, frosna öxl og vefjagigt
• Hjálpar að auka hreyfigetu sem
eykur blóðrás og náttúrlegan
lækningamátt
• Hitar upp! Mjög hentugt til að
mýkja upp stífa vöðva fyrir æf-
ingar
• Náttúrulegur appelsínuilmur
• Án alkóhóls, dýraafurða og fest-
ist ekki í fötum eða skilur eftir
bletti
Sölustaðir: flest apótek, heilsu-
búðir og heilsuhillur verslana.
„Sore No More
er verkjastilla
ndi
og öflug meðf
erð
við vöðvaeym
slum,
bólgum,
harðsperrum.“
Ungversk upplifun í Hörpu
Ungverskar vinnustofur fyrir börn
og fjölskyldur þeirra. Föndursmiðj-
ur með ull, leður, efni, pappír
ofl. Allt efni og aðstoð er í boði á
staðnum.
Hvar: Harpa
Hvenær: 13.30-16.30.
Origamifiðrildi
Félagar úr Origami Ísland heim-
sækja Hannesarholt og einbeitir
sér að fiðrildum þetta árið. Gest-
um býðst að læra af meisturun-
um, taka þátt og búa til sína eigin
origami hluti.
Hvar: Grundarstíg 10
Hvenær: 13.00 – 15.00.
Búningar og myndatökur
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur
býðst gestum að klæða sig upp í
skemmtilega búninga úr geymsl-
um Borgarleikhússins og stilla sér
upp á mynd.
Hvar: Tryggvagötu 15
Hvenær: 13.00 – 18.00.
MINDFUCKNESS leikhúsjóga
MINDFUCKNESS leikhúsjóga skoð-
ar ferðalag núvitundar frá Ind-
landi til Vesturlanda. Úr hringiðu
Menningarnætur hverfa gestir inn
í heim Indlands og núvitundar.
Hrefna Lind Lárusdóttir, sviðslista-
kona og jógakennari, leiðir tímann
og tónlistarmaðurinn Futuregrap-
her spilar undir. Skráning á www.
solir.is
Hvar: Sólum jóga- og heilsusetri,
að Fiskislóð 53-55,
Hvenær: Kl. 13.00 og 15.30.
Omnom súkkulaðiskóli
Omnom býður súkkulaðiunnend-
um ókeypis í súkkulaðiskólann.
Takmarkað upplag er af miðum
svo koma þarf sem fyrst við í versl-
un Omnom til að tryggja sér miða
til að komast að.
Hvar: Hólmaslóð 4
Hvenær: 13.00, 14.00, 15.00 og
16.00.
Frú Ragnheiður:
Skaðaminnkun
Frú Ragnheiður – Skaðaminnkun,
er verkefni sem rekið er af Rauða
krossinum í Reykjavík. Verkefnið
er færanlegt og fer fram í endur-
innréttuðum sjúkrabíl. Markmiðið
er að ná til jaðarsettra hópa í sam-
félaginu, eins og heimilislausra
einstaklinga og fólks sem sprautar
sig með vímuefnum í æð. Þjón-
ustan í Frú Ragnheiði er tvíþætt.
Annars vegar er hún hjúkrunar-
móttaka og hins vegar er hún nála-
skiptaþjónusta. Frú Regnheiður
býður öllum í heimsókn, sýnir bíl-
inn og segir frá verkefninu.
Hvar: Fyrir framan Hallgríms-
kirkju, á horni Eiríksgötu og
Skólavörðustígs
Hvenær: 14.00-18.00
Menning án landamæra
Menning er án landamæra en
hún er oft sögð sundra fólki. Að
opna sig fyrir menningu fólks er
besta leiðin til að kynnast og skilja
annað fólk. Flóttamenn eru með
margvíslegan bakgrunn og þurfa
oft að þola einangrun þrátt fyrir
að hafa mikinn áhuga á að kynnast
heimamönnnum. Sviðið verður
opnað fyrir flóttafólki og öllum
öðrum sem vilja bjóða upp á atriði.
Hljómsveitin Innblástur! Arkestra
kemur í heimsókn og spilar. Frá-
bært tækifæri til að hitta fólk með
ólíkan bakgrunn. Matur og drykk-
ur í boði.
Hvar: Bakgarði Hverfisgötu 104A
milli Hverfisgötu og Laugavegar
Hvenær: 14.00 – 16.00
Tyrknesk sveifla og tyrkneskt
kaffi
Tyrknesk-íslenska menningarfélag-
ið ætlar að gleðjast saman, fagna
fjölbreytileikanum og lífinu á
Menningarnótt. Boðið verður upp
á tyrkneskt kaffi og gotterí fyrir
gesti og gangandi.
Hvar: Laugavegi 42
Hvenær: 14.00 - 16.00
Femínismi, ljóð og vöfflur
Femínistar úr Kvenréttindafélagi
Íslands baka vöfflur fyrir gesti og
gangandi, hægt verður að fletta
upp í lifandi bókasafni og leita
svörum við öllum þeim spurning-
um um femínisma sem ykkur hafa
brunnið á brjósti og Elísabet Jök-
ulsdóttir stígur á stokk kl. 15 og les
upp ljóð.
Hvar: Hallveigarstöðum,
Túngötu 14
Hvenær: 14.00 – 16.00
Allt fyrir ostana!
„Allt fyrir ostana“ er söngvadag-
skrá sem flutt verður í Ostabúðinni
Búrinu á Grandagarði. Dúettinn
Sulta og Kex, Brynhildur Björns-
dóttir söngkona og Sigríður Ásta
Árnadóttir harmonikkuleikari
flytja ostasöngva af mikilli innlifun
enda er það staðfast vörumerki
Búrsins að tengja saman ost og ást.
Dagskráin verður flutt utandyra, ef
þess er nokkur kostur.
Hvar: Grandagarði 35
Hvenær: 16.00 – 16.30
Húlladúllan kennir húll
Húlladúllan verður á Óðinstorgi á
Menningarnótt með hið sívinsæla
Húllafjör.
Húlladúllan verður með litla
krakkahringi, hringi fyrir full-
orðna og nokkra risahringi fyrir
sérstaklega hávaxna byrjendur.
Húlladúllan gengur á milli og leið-
beinir þátttakendum út frá getu-
stigi. Það geta allir lært að húlla!
Hvar: Óðinstorgi
Hvenær: 16.30 - 18.30
Frú Ragnheiður, Húlladúllan og súkkulaðiskóli
Brot af því besta á Menningarnótt.
…menningarnótt 10 | amk… LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2016